Píratar segja dómaramálinu langt í frá lokið Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2017 20:00 Fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir að nefndin muni rannsaka aðferðir og aðkomu dómsmálaráðherra við val á dómurum í Landsrétt Fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir að nefndin muni rannsaka aðferðir og aðkomu dómsmálaráðherra við val á dómurum í Landsrétt. Forseti Íslands hefur staðfest skipun dómaranna fimmtán og telur að Alþingi hafi staðið rétt að málum við afgreiðslu málsins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók sér tvo sólarhringa frá því hann fékk skipunarbréf dómaranna í hendur til að íhuga hvort hann staðfesti skipan dómsmálaráðherra og Alþingis á fimmtán dómurum við nýjan Landsrétt. En honum höfðu borist áskoranir, meðal annars frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata, um að gera það ekki. Forsetinn aflaði sér upplýsinga um afgreiðslu Alþingis á málinu og telur að þar hafi verið farið að lögum og þingsköpum. Í yfirlýsingu frá forsetanum í dag segir meðal annars: „Mér þótti sjálfsagt að kynna mér nánar þessi sjónarmið enda engin brýn stjórnskipuleg nauðsyn til þess að undirrita skipunarbréf dómaraefnanna um leið og mér bærust þau. Jafnframt er þess að geta að þótt atbeini forseta sé formlegur í stjórnskipulegu tilliti má aldrei líta svo á að sá atbeini sé þess vegna sjálfvirkur.“ Og síðar segir forsetinn: „Enginn ágreiningur er um þá þingvenju, sem styðst við ýmis ákvæði þingskapa, að teknir séu saman töluliðir eða greinar þingskjala þegar fyrir liggi að þingmenn muni greiða eins atkvæði um þá alla eða þær allar. Fyrir liggur að enginn hreyfði andmælum við því á þingfundi eða við undirbúning atkvæðagreiðslunnar að greidd yrðu atkvæði í einu lagi um alla 15 töluliði þingskjalsins.“ Og að lokum segir forseti Íslands: „Með hliðsjón af öllum þeim málavöxtum sem hér hafa verið raktir komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp.“ Jón Þór Ólafsson og Birgitta Jónsdóttir fulltrúar Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vilja að nefndin rannsaki þátt Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í málinu, en nefndin fundaði um málið í morgun. „Niðurstaðan var sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur þessa ábyrgð að rannsaka verklag ráðherra í málinu. Nú er forsetinn búinn að taka sína ákvörðun í málinu um að Alþingi hafi farið að sínum verklagsreglum. Nú þarf stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að rannsaka hvort að ráðherra hafi farið á svig við lög sem margt bendir til,“ segir Jón Þór. Tillaga hans og Birgittu Jónsdóttur um að nefndin rannsaki þátt dómsmálaráðherra í málinu verði áfram til umfjöllunar. Hins vegar væru uppi efasemdir um að nefndin rannsakaði málið á sama tíma og Ástráður Haraldsson einn umsækjenda væri í málarekstri við dómsmálaráðherra, enda gæti það spillt fyrir dómsmálinu. „Við höfum kallað til aðallögfræðing Alþingis, umboðsmann Alþingis, í næstu viku til að fara yfir stöðuna hvað það varðar. En rannsóknin mun fara fram.“ Þannig að í ykkar huga er þessu máli langt í frá lokið? „Langt í frá lokið já,“ segir Jón Þór. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Jón Þór fyrir vonbrigðum með forsetann Rannsókn mun fara fram á hugsanlegu ólögmæti skipunar dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 12:23 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir að nefndin muni rannsaka aðferðir og aðkomu dómsmálaráðherra við val á dómurum í Landsrétt. Forseti Íslands hefur staðfest skipun dómaranna fimmtán og telur að Alþingi hafi staðið rétt að málum við afgreiðslu málsins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók sér tvo sólarhringa frá því hann fékk skipunarbréf dómaranna í hendur til að íhuga hvort hann staðfesti skipan dómsmálaráðherra og Alþingis á fimmtán dómurum við nýjan Landsrétt. En honum höfðu borist áskoranir, meðal annars frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata, um að gera það ekki. Forsetinn aflaði sér upplýsinga um afgreiðslu Alþingis á málinu og telur að þar hafi verið farið að lögum og þingsköpum. Í yfirlýsingu frá forsetanum í dag segir meðal annars: „Mér þótti sjálfsagt að kynna mér nánar þessi sjónarmið enda engin brýn stjórnskipuleg nauðsyn til þess að undirrita skipunarbréf dómaraefnanna um leið og mér bærust þau. Jafnframt er þess að geta að þótt atbeini forseta sé formlegur í stjórnskipulegu tilliti má aldrei líta svo á að sá atbeini sé þess vegna sjálfvirkur.“ Og síðar segir forsetinn: „Enginn ágreiningur er um þá þingvenju, sem styðst við ýmis ákvæði þingskapa, að teknir séu saman töluliðir eða greinar þingskjala þegar fyrir liggi að þingmenn muni greiða eins atkvæði um þá alla eða þær allar. Fyrir liggur að enginn hreyfði andmælum við því á þingfundi eða við undirbúning atkvæðagreiðslunnar að greidd yrðu atkvæði í einu lagi um alla 15 töluliði þingskjalsins.“ Og að lokum segir forseti Íslands: „Með hliðsjón af öllum þeim málavöxtum sem hér hafa verið raktir komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp.“ Jón Þór Ólafsson og Birgitta Jónsdóttir fulltrúar Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vilja að nefndin rannsaki þátt Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í málinu, en nefndin fundaði um málið í morgun. „Niðurstaðan var sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur þessa ábyrgð að rannsaka verklag ráðherra í málinu. Nú er forsetinn búinn að taka sína ákvörðun í málinu um að Alþingi hafi farið að sínum verklagsreglum. Nú þarf stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að rannsaka hvort að ráðherra hafi farið á svig við lög sem margt bendir til,“ segir Jón Þór. Tillaga hans og Birgittu Jónsdóttur um að nefndin rannsaki þátt dómsmálaráðherra í málinu verði áfram til umfjöllunar. Hins vegar væru uppi efasemdir um að nefndin rannsakaði málið á sama tíma og Ástráður Haraldsson einn umsækjenda væri í málarekstri við dómsmálaráðherra, enda gæti það spillt fyrir dómsmálinu. „Við höfum kallað til aðallögfræðing Alþingis, umboðsmann Alþingis, í næstu viku til að fara yfir stöðuna hvað það varðar. En rannsóknin mun fara fram.“ Þannig að í ykkar huga er þessu máli langt í frá lokið? „Langt í frá lokið já,“ segir Jón Þór.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Jón Þór fyrir vonbrigðum með forsetann Rannsókn mun fara fram á hugsanlegu ólögmæti skipunar dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 12:23 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Jón Þór fyrir vonbrigðum með forsetann Rannsókn mun fara fram á hugsanlegu ólögmæti skipunar dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 12:23
Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26