Drengurinn sem slasaðist við Seljalandsfoss var gangandi utan merktra göngustíga Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. júní 2017 10:43 Hlíðin sem drengurinn og móðir hans gengu upp sunnan meginn við fossinn. Lögreglan á Selfossi Drengurinn sem slasaðist á fimmtudaginn, þegar hann féll 15 metra við Seljalandsfoss, var gangandi utan merktra göngustíga þegar slysið átti sér stað. Drengurinn er á fimmtánda aldursári og er hér á landi að ferðast ásamt foreldrum sínum sem eru frá Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi í samtali við Vísi. „Þau eru ekki á göngustíg. Þau eru komin út fyrir merkta göngustíga,“ segir Oddur og segir að enginn öryggisbúnaður hafi verið á þeim stað sem drengurinn féll. Oddur segir að hann viti ekki til þess að það hafi verið rætt sérstaklega um nauðsyn þess að setja upp skýrari merkingar og öryggisbúnað í kjölfar slyssins. Hann nefnir að slys af þessu tagi séu óalgeng við Seljalandsfoss.Hlíðin sunnan meginn við fossinn þar sem drengurinn féll.Lögreglan á SelfossiOddur segir drenginn hafa verið að príla og dottið í kjölfarið. „Móðir hans segir að þau hafi farið saman upp brekkuna, sunnan við fossinn. Þar skilur hún hann eftir og fer niður. Þegar hún kemur niður aftur þá liggur hann neðan við brekkuna en hún sér svo sem ekki hvað gerist,“ segir Oddur og telur samkvæmt skýrslu sem lögð var fram að ekki sé vitað hvernig slysið orsakaðist nákvæmlega. „Málið er til rannsóknar eins og önnur slys. Það er ekki grunur um neitt refsivert athæfi en okkur er skylt að rannsaka slys hvort sem það er grunur um refsivert athæfi eða ekki. Þá fer fram þessi grunnrannsókn en hún er ekki flókin í þessu máli,“ segir Oddur. Í tilkynningu, sem fréttastofu barst í gær, segir að drengurinn sé líklega fótbrotinn eftir fallið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ungur drengur mögulega fótbrotinn við Seljalandsfoss Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hellu, Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum voru kallaðar út fyrir stuttu vegna slyss við Seljalandsfoss. 8. júní 2017 13:19 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Drengurinn sem slasaðist á fimmtudaginn, þegar hann féll 15 metra við Seljalandsfoss, var gangandi utan merktra göngustíga þegar slysið átti sér stað. Drengurinn er á fimmtánda aldursári og er hér á landi að ferðast ásamt foreldrum sínum sem eru frá Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi í samtali við Vísi. „Þau eru ekki á göngustíg. Þau eru komin út fyrir merkta göngustíga,“ segir Oddur og segir að enginn öryggisbúnaður hafi verið á þeim stað sem drengurinn féll. Oddur segir að hann viti ekki til þess að það hafi verið rætt sérstaklega um nauðsyn þess að setja upp skýrari merkingar og öryggisbúnað í kjölfar slyssins. Hann nefnir að slys af þessu tagi séu óalgeng við Seljalandsfoss.Hlíðin sunnan meginn við fossinn þar sem drengurinn féll.Lögreglan á SelfossiOddur segir drenginn hafa verið að príla og dottið í kjölfarið. „Móðir hans segir að þau hafi farið saman upp brekkuna, sunnan við fossinn. Þar skilur hún hann eftir og fer niður. Þegar hún kemur niður aftur þá liggur hann neðan við brekkuna en hún sér svo sem ekki hvað gerist,“ segir Oddur og telur samkvæmt skýrslu sem lögð var fram að ekki sé vitað hvernig slysið orsakaðist nákvæmlega. „Málið er til rannsóknar eins og önnur slys. Það er ekki grunur um neitt refsivert athæfi en okkur er skylt að rannsaka slys hvort sem það er grunur um refsivert athæfi eða ekki. Þá fer fram þessi grunnrannsókn en hún er ekki flókin í þessu máli,“ segir Oddur. Í tilkynningu, sem fréttastofu barst í gær, segir að drengurinn sé líklega fótbrotinn eftir fallið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ungur drengur mögulega fótbrotinn við Seljalandsfoss Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hellu, Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum voru kallaðar út fyrir stuttu vegna slyss við Seljalandsfoss. 8. júní 2017 13:19 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Ungur drengur mögulega fótbrotinn við Seljalandsfoss Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hellu, Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum voru kallaðar út fyrir stuttu vegna slyss við Seljalandsfoss. 8. júní 2017 13:19