Óstöðugleiki krónunnar vandamál Ingólfur Bender skrifar 9. júní 2017 14:00 Stöðug og góð rekstrarskilyrði eru lykilforsendur vaxtar iðnfyrirtækja líkt og annarra fyrirtækja en með stöðugleikanum er skotið rótum undir langtíma hagvöxt og aukna velmegun hér á landi til hagsbóta fyrir íslensk heimili. Miklar sveiflur í íslensku efnahagslífi eru því ljóður á því umhverfi sem við bjóðum íslenskum fyrirtækjum. Ein birtingarmynd þessa óstöðugleika er miklar sveiflur í gengi krónunnar en þær sveiflur eru bæði búnar að vera orsök og afleiðing mikilla hagsveiflna hér á landi um langt árabil. Gengi krónunnar hækkaði um ríflega 18% í fyrra sem er mesta hækkun gengis hennar á einu ári sem mælst hefur hér á landi. Það sem af er þessu ári hefur hún hækkað um ríflega 9% sem er nær fimm sinnum meiri hækkun en mældist á sama tíma í fyrra. Rifja má upp að á árinu 2008 lækkaði gengi krónunnar um ríflega 44%. Þessar tölur sýna glögglega þann mikla óstöðugleika sem krónan hefur bæði endurspeglað og verið rótin af í íslensku efnahagslífi á ekki lengri tíma en tæpum áratug. Sveiflan hefur gjörbreytt samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum fyrirtækjum. Slíkar öfgakenndar sveiflur í samkeppnisstöðu fyrirtækja eru afar slæmar fyrir framþróun fyrirtækja hér á landi, hag heimilanna og vöxt hagkerfisins í heild. Viðbrögð margra iðnfyrirtækja sem og annarra sem helst eru að keppa við erlend fyrirtæki í gerbreyttri samkeppnisstöðu eru að flytja starfsemi annað, að hluta eða öllu leyti. Í mörgum öðrum tilfellum sverfur þróunin að markaðshlutdeild og umsvifum fyrirtækjanna til hagsbóta fyrir erlenda keppinauta. Fáar hindranir eru fyrir fyrirtæki til að mynda í hugbúnaðargerð og upplýsingatækni að færa starfsemina úr landi og sjáum við nú merki þess að gengisþróunin er farin að hafa áhrif á umsvif þessara fyrirtækja hér á landi sem og mörg önnur fyrirtæki. Við þetta tapast vel launuð störf og fjölbreytt flóra íslenskra fyrirtækja sem nauðsynleg er heilbrigðu atvinnulífi. Uppbygging fjölbreytts iðnaðar hér á landi undanfarna áratugi er í hættu vegna hraðrar styrkingar krónunnar síðustu misseri. Þróunin heggur skarð í íslenskt efnahags- og atvinnulíf sem er dýrt m.t.t. langtíma hagvaxtar og skilar sér ekki aftur nema á löngum tíma og að því tilskyldu að hér séu sköpuð góð og stöðug rekstrarskilyrði. Hagstjórnaraðgerðir þarf til að tryggja betri stöðugleika í umhverfi fyrirtækja hér á landi. Lykilatriði er að stjórn opinberra fjármála og peningamála sé öflug og samstiga í átakinu gegn ofþenslu, efnahagslægðum og óstöðugleika hér á landi. Einnig þarf að tryggja að fyrirkomulag stjórntækja efnahagsmála og þá ekki sýst peningamála, í ljósi núverandi endurskoðunar á því sviði, sé með þeim hætti að það geti sem best tryggt stöðugleikann.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Stöðug og góð rekstrarskilyrði eru lykilforsendur vaxtar iðnfyrirtækja líkt og annarra fyrirtækja en með stöðugleikanum er skotið rótum undir langtíma hagvöxt og aukna velmegun hér á landi til hagsbóta fyrir íslensk heimili. Miklar sveiflur í íslensku efnahagslífi eru því ljóður á því umhverfi sem við bjóðum íslenskum fyrirtækjum. Ein birtingarmynd þessa óstöðugleika er miklar sveiflur í gengi krónunnar en þær sveiflur eru bæði búnar að vera orsök og afleiðing mikilla hagsveiflna hér á landi um langt árabil. Gengi krónunnar hækkaði um ríflega 18% í fyrra sem er mesta hækkun gengis hennar á einu ári sem mælst hefur hér á landi. Það sem af er þessu ári hefur hún hækkað um ríflega 9% sem er nær fimm sinnum meiri hækkun en mældist á sama tíma í fyrra. Rifja má upp að á árinu 2008 lækkaði gengi krónunnar um ríflega 44%. Þessar tölur sýna glögglega þann mikla óstöðugleika sem krónan hefur bæði endurspeglað og verið rótin af í íslensku efnahagslífi á ekki lengri tíma en tæpum áratug. Sveiflan hefur gjörbreytt samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum fyrirtækjum. Slíkar öfgakenndar sveiflur í samkeppnisstöðu fyrirtækja eru afar slæmar fyrir framþróun fyrirtækja hér á landi, hag heimilanna og vöxt hagkerfisins í heild. Viðbrögð margra iðnfyrirtækja sem og annarra sem helst eru að keppa við erlend fyrirtæki í gerbreyttri samkeppnisstöðu eru að flytja starfsemi annað, að hluta eða öllu leyti. Í mörgum öðrum tilfellum sverfur þróunin að markaðshlutdeild og umsvifum fyrirtækjanna til hagsbóta fyrir erlenda keppinauta. Fáar hindranir eru fyrir fyrirtæki til að mynda í hugbúnaðargerð og upplýsingatækni að færa starfsemina úr landi og sjáum við nú merki þess að gengisþróunin er farin að hafa áhrif á umsvif þessara fyrirtækja hér á landi sem og mörg önnur fyrirtæki. Við þetta tapast vel launuð störf og fjölbreytt flóra íslenskra fyrirtækja sem nauðsynleg er heilbrigðu atvinnulífi. Uppbygging fjölbreytts iðnaðar hér á landi undanfarna áratugi er í hættu vegna hraðrar styrkingar krónunnar síðustu misseri. Þróunin heggur skarð í íslenskt efnahags- og atvinnulíf sem er dýrt m.t.t. langtíma hagvaxtar og skilar sér ekki aftur nema á löngum tíma og að því tilskyldu að hér séu sköpuð góð og stöðug rekstrarskilyrði. Hagstjórnaraðgerðir þarf til að tryggja betri stöðugleika í umhverfi fyrirtækja hér á landi. Lykilatriði er að stjórn opinberra fjármála og peningamála sé öflug og samstiga í átakinu gegn ofþenslu, efnahagslægðum og óstöðugleika hér á landi. Einnig þarf að tryggja að fyrirkomulag stjórntækja efnahagsmála og þá ekki sýst peningamála, í ljósi núverandi endurskoðunar á því sviði, sé með þeim hætti að það geti sem best tryggt stöðugleikann.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun