Þess er beðið að dómur falli í Hæstarétti sem gæti haft veruleg hamlandi áhrif á starfsemi Airbnb hér á landi. Fjölskipaður dómur kemur til með að taka afstöðu til þess hvort þeim sem leigja út íbúðir á Airbnb í fjölbýlishúsum beri að fá samþykki húsfélags fyrir útleigunni. Málflutningur fer fram á miðvikudag.
Í apríl á síðasta ári dæmdi héraðsdómur á þá leið að hjónum, sem leigðu þrjár íbúðir út í fjölbýlishúsum í Skuggahverfi við Vatnsstíg, bæri að fá samþykki íbúa í öllum íbúðum húsanna fyrir leigunni. Íbúðirnar eru ríflega sjötíu talsins.
„Þetta er mjög fordæmisgefandi mál þar sem er í raun tekist á um allan pakkann. Það er tekist á um hvort um sé að ræða atvinnustarfsemi í skilningi laganna,“ segir Valtýr Sigurðsson lögmaður sem fer með mál hjónanna. Valtýr segir að fari svo að dæmt verði húsfélaginu í vil komi málið til með að hafa áhrif á heimild allra Airbnb-gestgjafa í fjölbýlishúsum.
Gæti breytt miklu fyrir Airbnb-gestgjafa

Tengdar fréttir

Íbúar Skuggahverfisins þreyttir á ferðamannaleigu í fjölbýlishúsum
Íbúar í fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu hafa fengið sig fullsadda af því að íbúðir í húsunum séu leigðar út til ferðamanna. Meirihluti íbúa í húsfélaginu Skugga einum ætla að kæra þá sem leigja íbúðirnar út.

Óheimilt að leigja íbúðir nema allir gefi samþykki
Héraðsdómur segir samþykki allra eigenda í fjölbýlishúsi þurfa til að heimilt sé að leigja út íbúðir í atvinnuskyni.