Innlent

Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, er til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í Texas vegna gruns um heimilisofbeldi.
Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, er til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í Texas vegna gruns um heimilisofbeldi. Vísir/Hörður
Magnús Jónsson, sem sætir kæru hjá lögregluyfirvöldum í Texas og Íslandi fyrir heimilisofbeldi, hefur tjáð lögregluyfirvöldum að hann geti ekki fjármagnað vörn sína í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í opinberum skrám í Travis County í Texas þar sem málið er til meðferðar

Magnús var tekjuhæsti forstjóri á Íslandi árið 2009 samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hann var þá forstjóri Atorkusem síðar varð gjaldþrota. Þá á hann einbýlishús í Garðabæ, nýuppgert sumarhús og ekur um á Range Rover Vogue árgerð 2015. Það vekur því nokkra athygli að hann telji sér ekki fært að halda uppi vörnum í málinu vegna kostnaðar.

Málið verður tekið fyrir hjá dómstólum í Bandaríkjunum þann 14. júlí næstkomandi. 

Hanna Kristín Skaftadóttir, fyrrverandi sambýliskona Magnúsar og sú sem kært hefur hann bæði hér á Íslandi og í Bandaríkjunum fyrir heimilisofbeldi, steig fram og sagði sína hlið á málinu á dögunum. Birti hún sömuleiðis myndir af áverkum sínum.

Færsluna má sjá hér að neðan.

Þá steig fyrrverandi sambýliskona hans til sautján ára fram í viðtali við Fréttablaðið á dögunum og lýsti endurteknu ofbeldi af hendi hans meðan þau voru í sambúð.

Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×