Alls var 21 leikur af fyrstu 36 í deildinni í beinni útsendingu eða 58 prósent. Öruggt er að þrettán leikir af næstu 24 verði í beinni sem gerir 54 prósent en mögulegt er að einn leikur bætist við og helst fjöldinn þá í 58 prósent allra leikja.
Eyjamenn verða í beinni frá Hásteinsvelli 14. júní þegar að þeir taka á móti KR en í sömu umferð verður leikur Stjörnunnar og Víkings í beinni útsendingu. Viðureign Breiðabliks og Vals verður í „single cam“-útsendingu eins og það er kallað eða minni útsendingu með einni myndavél.
Öruggt er að þrír til fjórir leikir verða í beinni útsendingu í umferðum 7-9 en breytist ekki leikdagur Vals og Stjörnunnar í tíundu umferð vegna Evrópuleikja verða tvær útsendingar í þeirri umferð. Viðureign ÍA og Víkings kemur inn sem minni útsending mánudaginn 10. júlí færist viðureign Vals og Stjörnunnar ekki.
Pepsi-mörkin og Síðustu 20 verða svo vitaskuld á dagskrá þegar hverri umferð lýkur og til að hita upp fyrir veisluna verða Teigurinn og 1á1 áfram í stuði á föstudagskvöldum.
Sjónvarpsleikir umferða 7-10 í Pepsi-deild karla:
7. umferð14. jún kl. 18.00 ÍBV – KR
14. jún kl. 19.15 Breiðablik – Valur*
15. jún kl. 20.00 Stjarnan – Víkingur R.
Pepsi-mörkin klukkan 22.00 og Síðustu 20 klukkan 23.25 15. júní
8. umferð
18. jún kl. 17.00 Valur – KA
18. jún kl. 20.00 KR – Breiðablik
19. jún kl. 19.15 Víkingur Ó. – Stjarnan*
19. jún kl. 20.00 FH – Víkingur R
Pepsi-mörkin klukkan 22.00 og Síðustu 20 klukkan 23.25 19. júní
9. umferð
24. jún kl. 17.00 KA – KR*
25. jún kl. 17.00 ÍBV – FH*
25. jún kl. 20.00 Fjölnir – Valur
26. jún kl. 20.00 Breiðablik – Grindavík
Pepsi-mörkin klukkan 22.00 og Síðustu 20 klukkan 23.25 26. jún
10. umferð
09. júl kl.17.00 Grindavík – KA
09. júl kl.20.00 Valur – Stjarnan**
Pepsi-mörkin klukkan 22.00 og Síðustu 20 klukkan 23.25 10. júlí
*Minni útsending með einni myndavél
**Leikur Vals og Stjörnunnar gæti færst til mánudags 10.júlí kl. 20.00 en það skýrist ekki fyrr en fimmtudaginn 6. júlí. Færist hann ekki verður leikur ÍA og Víkings R. í minni útsendingu 10. júlí.