Trúi á það góða og bjarta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. maí 2017 11:30 Þetta hjarta er eitt verkanna sem Þórunn Elísabet gerði fyrir sýninguna Mín er ánægjan. Vísir/Stefán Textílverk og ljósmyndir einkenna sýninguna Mín er ánægjan sem Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, búningameistari og hönnuður, er með í Gallerí Klúku í Bjarnarfirði á Ströndum. Hún segir þau öll ný og sérstaklega gerð fyrir galleríið í Hótel Laugarhóli. „Maður verður að gera alls konar, allan tímann, alltaf. Annars er ekkert gaman!“Forn bænabók úr Dalasýslu.Eitt verkanna er samsett úr blöðum fornrar bænabókar og Þórunn hefur þetta að segja um það: „Ég keypti bænabækur sem voru lausar í bandinu og nota þær í verkin mín. Þessi hét Messugjörðir fyrir sumar og vetur, prentuð í Dalasýslu. Ég er alltaf dálítið trúuð, trúi á það góða og bjarta og oftar en ekki kemur það fram í sýningunum mínum,“ útskýrir hún.Tóta hefur auga fyrir því fíngerða. Fréttablaðið/StefánSpurð út í tengingu hennar við Bjarnarfjörð segir listakonan: „Það er löng saga. Í Bjarnarfirði er samfélag dásamlegs fólks sem við Tommi, maðurinn minn, höfum verið samferða síðan á 8. áratugnum. Árni Páll Jóhannsson, sem gerði Gallerí Klúku á Hótel Laugarhóli með hótelstjórunum Vigdísi Esradóttur og Einari Unnsteinssyni, var kennari minn í Myndlistarskólanum og ég hef unnið með honum í leikmyndum.“Vasaklútar karla mynda þetta listræna textílverk eftir Tótu. Fréttablaðið/StefánHún kveðst reyna að fara norður á hverju sumri. „Vestfirðir eru sérstaklega heillandi í heild sinni. Þar er hægt að fara í alls konar laugar, niður í fjöru, tína ber og setjast á stein og gráta uppi á heiði af því allt er svo fallegt.“Þórunn Elísabet, kölluð Tóta, tengist Bjarnarfirði sterkt. Vísir/Ernir Þórunn Elísabet stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og árið 1982 hélt hún sína fyrstu einkasýningu í Nýlistasafninu í Reykjavík. Allar götur síðan hefur hún unnið við hönnun búninga og sviðsmynda fyrir leikhús og kvikmyndir. Hún hefur fjórum sinnum verði tilnefnd til Grímuverðlauna og tvisvar hlotið verðlaunin, í annað skiptið fyrir Rómeó og Júlíu, sýningu Vesturports, sem sýnd hefur verið víða um heim. Meðfram hönnunarstarfinu hefur Þórunn Elísabet unnið að myndlist sinni, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Þá hefur hún og tekið að sér sýningarstjórn, meðal annars fyrir Menn-ingarmiðstöðina Gerðuberg og þar var henni haldið Sjónþing árið 2001. Bókin um Þórunni Elísabetu „I love being alive“ var gefin út 2014. Þar birtist myndlist hennar og hugrenningar um lífið og listina. Sýningin Mín er ánægjan í Gallerí Klúku er opin í sumar alla daga til 30. september. Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Textílverk og ljósmyndir einkenna sýninguna Mín er ánægjan sem Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, búningameistari og hönnuður, er með í Gallerí Klúku í Bjarnarfirði á Ströndum. Hún segir þau öll ný og sérstaklega gerð fyrir galleríið í Hótel Laugarhóli. „Maður verður að gera alls konar, allan tímann, alltaf. Annars er ekkert gaman!“Forn bænabók úr Dalasýslu.Eitt verkanna er samsett úr blöðum fornrar bænabókar og Þórunn hefur þetta að segja um það: „Ég keypti bænabækur sem voru lausar í bandinu og nota þær í verkin mín. Þessi hét Messugjörðir fyrir sumar og vetur, prentuð í Dalasýslu. Ég er alltaf dálítið trúuð, trúi á það góða og bjarta og oftar en ekki kemur það fram í sýningunum mínum,“ útskýrir hún.Tóta hefur auga fyrir því fíngerða. Fréttablaðið/StefánSpurð út í tengingu hennar við Bjarnarfjörð segir listakonan: „Það er löng saga. Í Bjarnarfirði er samfélag dásamlegs fólks sem við Tommi, maðurinn minn, höfum verið samferða síðan á 8. áratugnum. Árni Páll Jóhannsson, sem gerði Gallerí Klúku á Hótel Laugarhóli með hótelstjórunum Vigdísi Esradóttur og Einari Unnsteinssyni, var kennari minn í Myndlistarskólanum og ég hef unnið með honum í leikmyndum.“Vasaklútar karla mynda þetta listræna textílverk eftir Tótu. Fréttablaðið/StefánHún kveðst reyna að fara norður á hverju sumri. „Vestfirðir eru sérstaklega heillandi í heild sinni. Þar er hægt að fara í alls konar laugar, niður í fjöru, tína ber og setjast á stein og gráta uppi á heiði af því allt er svo fallegt.“Þórunn Elísabet, kölluð Tóta, tengist Bjarnarfirði sterkt. Vísir/Ernir Þórunn Elísabet stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og árið 1982 hélt hún sína fyrstu einkasýningu í Nýlistasafninu í Reykjavík. Allar götur síðan hefur hún unnið við hönnun búninga og sviðsmynda fyrir leikhús og kvikmyndir. Hún hefur fjórum sinnum verði tilnefnd til Grímuverðlauna og tvisvar hlotið verðlaunin, í annað skiptið fyrir Rómeó og Júlíu, sýningu Vesturports, sem sýnd hefur verið víða um heim. Meðfram hönnunarstarfinu hefur Þórunn Elísabet unnið að myndlist sinni, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Þá hefur hún og tekið að sér sýningarstjórn, meðal annars fyrir Menn-ingarmiðstöðina Gerðuberg og þar var henni haldið Sjónþing árið 2001. Bókin um Þórunni Elísabetu „I love being alive“ var gefin út 2014. Þar birtist myndlist hennar og hugrenningar um lífið og listina. Sýningin Mín er ánægjan í Gallerí Klúku er opin í sumar alla daga til 30. september.
Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira