„Ég skil vel að einhverjir hafi orðið sárir“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2017 12:11 Sigurður Ingi í pontu. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sumar hafa verið í loft þegar hann fór á fætur í morgun og að hann vonaðist að dagurinn yrði svipaður fyrir Framsóknarflokkinn. Þetta sagði hann í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins nú í dag. Hann sagði miðstjórnarfund vera góðan vettvang til að líta til baka, taka stöðuna og ákveða hvernig hugsjónum og markmiðum Framsóknarflokksins yrði best náð. „Til heilla og hagsbóta fyrir alla landsmenn. Segja hug okkar um það sem okkur finnst að betur megi fara.“ „Ég fyrir mitt leyti vill segja eftirfarandi. Þingflokkur Framsóknarflokksins er afar vel skipaður. Í honum eru tveir fyrrverandi forsætisráðherrar og þrír aðrir ráðherrar. Hinir þrír, sem ekki hafa gengt ráðherraembætti, ekki enn þá allavega, hafa mikla og góða reynslu af þingstörfum og innan okkar góða þingflokks eru einstaklingar sem hafa haft mikil og góð áhrif á samtímann á Íslandi. Sennilega meiri og betri en flestir aðrir stjórnmálamenn á síðari tímum.“ Sigurður sagði að ýmsum þætti „vanta upp á samstöðuna“ og það vera augljóst að menn séu ekki samstíga. Hann sagði það vera rétt. „Okkur vantar meiri og sterkari samstöðu í þingflokknum og það er sú krafa sem almennir félagsmenn eiga með réttu á okkur sem valin hafa verið til forystu í flokknum. Ég er tilbúinn til að vinna með öllum Framsóknarmönnum að því að auka veg og vanda flokksins og framfylgja stefnu hans.“ Þá sagði Sigurður að á síðasta kjörtímabili hefði verið lagður grunnur að „þeim lífskjarabata sem orðið hefur á Íslandi á undanförnum árum“. Það hefði gerst undir forystu Framsóknarflokksins og það mætti ekki gleymast.Sigmundur Davíð hlustar á ræðuna.Vísir/Einar„Ímyndið ykkur hvað við gætum gert núna ef auðnaðist að ganga í takt.“ Sigurður virtist senda Sigmundi Davíð og stuðningsmönnum hans tóninn þegar hann sagði að svo virtist sem að ekki væri öllum gefið að geta sætt sig við ákvarðanir flokksmanna sem teknar væru með lýðræðislegum hætti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð segir formannsskipti hvorki hafa verið lýðræðisleg né heiðarleg „Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa með hvaða augum sumir líta flokkinn okkar og ákvarðanir okkar flokksmanna. Þar segir einhver að rán hafi átt sér stað í haust og þeir sem á að hafa verið rænt frá fyrirgefi ekki slíkan gjörning. Ekki núna. Ekki seinna. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hefur verið viðhaft að minna tilefni.“ „Það sem ég spyr mig að, er þetta samvinnumaður sem talar svona. Þetta er ekki sérlega framsóknarleg nálgun og hvaða fyrirgefningu er verið að tala um? Við hvern á að segja sorry? Hinn almenna framsóknarmann, meirihluta fulltrúa á flokksþingi?“ Sigurður sagði að tekist hefði verið á á flokksþingi í haust og að svo virtist sem að sumir litu á niðurstöður þess þings sem einhvers konar svik við hluta flokksins. Að meirihlutinn hafi svikið minnihlutann. „Ég skil vel að einhverjir hafi orðið sárir og það taki tíma að heila þau sár og ég skil að það geti ekki allir verið ánægðir öllum stundum. Ég geri ekki kröfu um slíkt. En ég á erfitt með að skilja þá sem að gera óánægjuna að sínum helsta vin og félaga. Að mínu viti er það hvorki í eðli né anda Framsóknarflokksins að standa þannig að málum.“ Framsóknarflokkurinn Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sumar hafa verið í loft þegar hann fór á fætur í morgun og að hann vonaðist að dagurinn yrði svipaður fyrir Framsóknarflokkinn. Þetta sagði hann í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins nú í dag. Hann sagði miðstjórnarfund vera góðan vettvang til að líta til baka, taka stöðuna og ákveða hvernig hugsjónum og markmiðum Framsóknarflokksins yrði best náð. „Til heilla og hagsbóta fyrir alla landsmenn. Segja hug okkar um það sem okkur finnst að betur megi fara.“ „Ég fyrir mitt leyti vill segja eftirfarandi. Þingflokkur Framsóknarflokksins er afar vel skipaður. Í honum eru tveir fyrrverandi forsætisráðherrar og þrír aðrir ráðherrar. Hinir þrír, sem ekki hafa gengt ráðherraembætti, ekki enn þá allavega, hafa mikla og góða reynslu af þingstörfum og innan okkar góða þingflokks eru einstaklingar sem hafa haft mikil og góð áhrif á samtímann á Íslandi. Sennilega meiri og betri en flestir aðrir stjórnmálamenn á síðari tímum.“ Sigurður sagði að ýmsum þætti „vanta upp á samstöðuna“ og það vera augljóst að menn séu ekki samstíga. Hann sagði það vera rétt. „Okkur vantar meiri og sterkari samstöðu í þingflokknum og það er sú krafa sem almennir félagsmenn eiga með réttu á okkur sem valin hafa verið til forystu í flokknum. Ég er tilbúinn til að vinna með öllum Framsóknarmönnum að því að auka veg og vanda flokksins og framfylgja stefnu hans.“ Þá sagði Sigurður að á síðasta kjörtímabili hefði verið lagður grunnur að „þeim lífskjarabata sem orðið hefur á Íslandi á undanförnum árum“. Það hefði gerst undir forystu Framsóknarflokksins og það mætti ekki gleymast.Sigmundur Davíð hlustar á ræðuna.Vísir/Einar„Ímyndið ykkur hvað við gætum gert núna ef auðnaðist að ganga í takt.“ Sigurður virtist senda Sigmundi Davíð og stuðningsmönnum hans tóninn þegar hann sagði að svo virtist sem að ekki væri öllum gefið að geta sætt sig við ákvarðanir flokksmanna sem teknar væru með lýðræðislegum hætti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð segir formannsskipti hvorki hafa verið lýðræðisleg né heiðarleg „Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa með hvaða augum sumir líta flokkinn okkar og ákvarðanir okkar flokksmanna. Þar segir einhver að rán hafi átt sér stað í haust og þeir sem á að hafa verið rænt frá fyrirgefi ekki slíkan gjörning. Ekki núna. Ekki seinna. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hefur verið viðhaft að minna tilefni.“ „Það sem ég spyr mig að, er þetta samvinnumaður sem talar svona. Þetta er ekki sérlega framsóknarleg nálgun og hvaða fyrirgefningu er verið að tala um? Við hvern á að segja sorry? Hinn almenna framsóknarmann, meirihluta fulltrúa á flokksþingi?“ Sigurður sagði að tekist hefði verið á á flokksþingi í haust og að svo virtist sem að sumir litu á niðurstöður þess þings sem einhvers konar svik við hluta flokksins. Að meirihlutinn hafi svikið minnihlutann. „Ég skil vel að einhverjir hafi orðið sárir og það taki tíma að heila þau sár og ég skil að það geti ekki allir verið ánægðir öllum stundum. Ég geri ekki kröfu um slíkt. En ég á erfitt með að skilja þá sem að gera óánægjuna að sínum helsta vin og félaga. Að mínu viti er það hvorki í eðli né anda Framsóknarflokksins að standa þannig að málum.“
Framsóknarflokkurinn Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira