Lokaball Verzló blásið af Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. maí 2017 12:57 Dræm miðasala, segir nemendafélagið. Lokaballi Verzlunarskólans, sem átti að fara fram annað kvöld, hefur verið aflýst. Nemendur voru upplýstir um þessa ákvörðun í gegnum smáskilaboð frá nemendafélaginu í dag en þar segir að það sé vegna dræmrar miðasölu. „Okkur þykir fyrir þessu,“ segir í skilaboðunum. Nokkuð hefur gengið á í kringum lokaballið eftir að nemendafélagið, NFVÍ, afboðaði skemmtiatriði frá Agli Egilssyni vegna þrýstings frá óánægðum nemendum – að sögn félagsins. Í framhaldinu tilkynnti félagið að Áttan myndi fylla í skarðið. Áttan neitaði hins vegar og sagði það skoðun hópsins að ekki sé í lagi að afboða listamann vegna láta í fámennum en háværum hópi. Hópurinn hafi aldrei samþykkt að fylla í skarðið en skilji vel þá erfiðu aðstöðu sem nemendafélagið hafi verið í. Þessi ákvörðun féll sömuleiðis í grýttan jarðveg sumra nemenda skólans og úr varð að fáir keyptu miða á ballið. Egill Einarsson, sem oftast er þekktur undir nafninu Gillz, hugðist koma fram í hlutverki Dj Muscleboy. Egill hefur verið milli tannanna á fólki undanfarin áratug, þá aðallega fyrir ummæli hans í karakternum Gillzenegger. Hann hefur gefið út bækur og komið fram í sjónvarpsþáttum þar sem mannasiðir og framkoma gagnvart hinu kyninu hafa verið á dagskrá, svo fátt eitt sé nefnt. Tengdar fréttir Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló DJ Muscleboy skipt út fyrir Áttuna á lokaballi Verzlunarskólans. 17. maí 2017 09:14 Verzló afbókaði Ingó vegna skoðana hans á Free the Nipple Femínistafélag skólans lagðist gegn því. 18. maí 2017 14:08 Gerir grín að feministunum í Verzló Konráð Gunnar Gottliebsson heldur út snapchat-reikningnum konnigott og er hann nokkuð spaugilegur á köflum. 19. maí 2017 14:15 Áttan segir nei við Verzló og stendur með Agli "Hvar er jafnréttið?“ spyr Sonja Rut Valdin, liðsmaður Áttunnar. Nökkvi Fjalar Orrason segir NFVÍ hafa gert mjög mikil mistök. 18. maí 2017 13:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Lokaballi Verzlunarskólans, sem átti að fara fram annað kvöld, hefur verið aflýst. Nemendur voru upplýstir um þessa ákvörðun í gegnum smáskilaboð frá nemendafélaginu í dag en þar segir að það sé vegna dræmrar miðasölu. „Okkur þykir fyrir þessu,“ segir í skilaboðunum. Nokkuð hefur gengið á í kringum lokaballið eftir að nemendafélagið, NFVÍ, afboðaði skemmtiatriði frá Agli Egilssyni vegna þrýstings frá óánægðum nemendum – að sögn félagsins. Í framhaldinu tilkynnti félagið að Áttan myndi fylla í skarðið. Áttan neitaði hins vegar og sagði það skoðun hópsins að ekki sé í lagi að afboða listamann vegna láta í fámennum en háværum hópi. Hópurinn hafi aldrei samþykkt að fylla í skarðið en skilji vel þá erfiðu aðstöðu sem nemendafélagið hafi verið í. Þessi ákvörðun féll sömuleiðis í grýttan jarðveg sumra nemenda skólans og úr varð að fáir keyptu miða á ballið. Egill Einarsson, sem oftast er þekktur undir nafninu Gillz, hugðist koma fram í hlutverki Dj Muscleboy. Egill hefur verið milli tannanna á fólki undanfarin áratug, þá aðallega fyrir ummæli hans í karakternum Gillzenegger. Hann hefur gefið út bækur og komið fram í sjónvarpsþáttum þar sem mannasiðir og framkoma gagnvart hinu kyninu hafa verið á dagskrá, svo fátt eitt sé nefnt.
Tengdar fréttir Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló DJ Muscleboy skipt út fyrir Áttuna á lokaballi Verzlunarskólans. 17. maí 2017 09:14 Verzló afbókaði Ingó vegna skoðana hans á Free the Nipple Femínistafélag skólans lagðist gegn því. 18. maí 2017 14:08 Gerir grín að feministunum í Verzló Konráð Gunnar Gottliebsson heldur út snapchat-reikningnum konnigott og er hann nokkuð spaugilegur á köflum. 19. maí 2017 14:15 Áttan segir nei við Verzló og stendur með Agli "Hvar er jafnréttið?“ spyr Sonja Rut Valdin, liðsmaður Áttunnar. Nökkvi Fjalar Orrason segir NFVÍ hafa gert mjög mikil mistök. 18. maí 2017 13:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló DJ Muscleboy skipt út fyrir Áttuna á lokaballi Verzlunarskólans. 17. maí 2017 09:14
Verzló afbókaði Ingó vegna skoðana hans á Free the Nipple Femínistafélag skólans lagðist gegn því. 18. maí 2017 14:08
Gerir grín að feministunum í Verzló Konráð Gunnar Gottliebsson heldur út snapchat-reikningnum konnigott og er hann nokkuð spaugilegur á köflum. 19. maí 2017 14:15
Áttan segir nei við Verzló og stendur með Agli "Hvar er jafnréttið?“ spyr Sonja Rut Valdin, liðsmaður Áttunnar. Nökkvi Fjalar Orrason segir NFVÍ hafa gert mjög mikil mistök. 18. maí 2017 13:00