Milos Milojevic ráðinn þjálfari Breiðabliks Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2017 14:15 Milos Milojevic var ekki lengi án starfs. vísir/vilhelm Breiðablik er búið að ganga frá þjálfararáðningu en liðið hefur verið þjálfaralaust síðan það lét Arnar Grétarsson fara eftir tvær umferðir í Pepsi-deildinni. Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings í Reykjavík, var í dag ráðinn þjálfari Breiðabliks. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Ekki er tekið fram hversu langur samningurinn er. Olgeir Sigurgeirsson, fyrrverandi leikmaður Blika og núverandi þjálfari í 2. flokk félagsins, verður aðstoðarmaður Serbans hjá meistaraflokknum. Milos sagði upp störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn eftir þrjá tapleiki í röð í Pepsi-deildinni en „óyfirstíganlegur ágreiningur“ hans og stjórnar Fossvogsliðsins var sögð ástæða uppsagnarinnar. Serbinn 35 ára gamli tók við aðalþjálfarastarfinu hjá Víkingum um mitt sumar 2015 þegar Ólafur Þórðarson var látinn fara en hann var áður aðstoðarmaður hans. Saman komu þeir Víkingsliðinu upp úr 1. deildinni 2013 og í Evrópukeppni sem nýliðar í Pepsi-deildinni árið 2014. Undir stjórn Milosar hélt liðið sér uppi þrátt fyrir erfiða stöðu um mitt mót árið 2015 og í fyrra settu Víkingar stigamet þegar þeir náðu í 32 stig í Pepsi-deildinni og höfnuðu í sjöunda sæti. Sigurður Víðisson hefur stýrt Breiðabliki í undanförnum þremur leikjum í deild og bikar. Tveir fyrstu töpuðust en Blikar unnu slag þjálfaralausu liðanna í Víkinni í gær, 3-2. Það var fyrsti sigur Breiðabliks í Víkinni síðan árið 1991. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Blika í Pepsi-deildinni í sumar en þeir eru með þrjú stig eins og Víkingar. Milos Milojevic kom fyrst til Íslands árið 2006 og lék þá með Hamri en hann gekk í raðir Víkings sem leikmaður árið 2010. Hann þjálfaði yngri flokka hjá félaginum, var yfirþjálfari og síðar aðalþjálfari. Fyrsta verkefni Milosar sem þjálfari Breiðabliks verður útileikur á móti ÍA á mánudaginn kemur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56 Aðstoðarmaður Milosar vill taka við Víkingi R. 21. maí 2017 22:04 Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46 Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Breiðablik 2-3 | Blikar komnir á blað eftir langþráðan sigur Leikmenn Breiðabliks gerðu sér góða ferð í Fossvoginn í kvöld þegar liðið lagði Víking R. í víkinni, 1-3. Liðið er því loksins komið á blað í deildinni eftir töp í fyrstu þremur leikjunum. 21. maí 2017 22:00 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Milos: Breiðablik er spennandi félag Milos Milojevic ætlar að halda áfram í þjálfun, hvort sem það verður hér á landi eða erlendis. 19. maí 2017 20:06 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Sjá meira
Breiðablik er búið að ganga frá þjálfararáðningu en liðið hefur verið þjálfaralaust síðan það lét Arnar Grétarsson fara eftir tvær umferðir í Pepsi-deildinni. Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings í Reykjavík, var í dag ráðinn þjálfari Breiðabliks. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Ekki er tekið fram hversu langur samningurinn er. Olgeir Sigurgeirsson, fyrrverandi leikmaður Blika og núverandi þjálfari í 2. flokk félagsins, verður aðstoðarmaður Serbans hjá meistaraflokknum. Milos sagði upp störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn eftir þrjá tapleiki í röð í Pepsi-deildinni en „óyfirstíganlegur ágreiningur“ hans og stjórnar Fossvogsliðsins var sögð ástæða uppsagnarinnar. Serbinn 35 ára gamli tók við aðalþjálfarastarfinu hjá Víkingum um mitt sumar 2015 þegar Ólafur Þórðarson var látinn fara en hann var áður aðstoðarmaður hans. Saman komu þeir Víkingsliðinu upp úr 1. deildinni 2013 og í Evrópukeppni sem nýliðar í Pepsi-deildinni árið 2014. Undir stjórn Milosar hélt liðið sér uppi þrátt fyrir erfiða stöðu um mitt mót árið 2015 og í fyrra settu Víkingar stigamet þegar þeir náðu í 32 stig í Pepsi-deildinni og höfnuðu í sjöunda sæti. Sigurður Víðisson hefur stýrt Breiðabliki í undanförnum þremur leikjum í deild og bikar. Tveir fyrstu töpuðust en Blikar unnu slag þjálfaralausu liðanna í Víkinni í gær, 3-2. Það var fyrsti sigur Breiðabliks í Víkinni síðan árið 1991. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Blika í Pepsi-deildinni í sumar en þeir eru með þrjú stig eins og Víkingar. Milos Milojevic kom fyrst til Íslands árið 2006 og lék þá með Hamri en hann gekk í raðir Víkings sem leikmaður árið 2010. Hann þjálfaði yngri flokka hjá félaginum, var yfirþjálfari og síðar aðalþjálfari. Fyrsta verkefni Milosar sem þjálfari Breiðabliks verður útileikur á móti ÍA á mánudaginn kemur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56 Aðstoðarmaður Milosar vill taka við Víkingi R. 21. maí 2017 22:04 Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46 Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Breiðablik 2-3 | Blikar komnir á blað eftir langþráðan sigur Leikmenn Breiðabliks gerðu sér góða ferð í Fossvoginn í kvöld þegar liðið lagði Víking R. í víkinni, 1-3. Liðið er því loksins komið á blað í deildinni eftir töp í fyrstu þremur leikjunum. 21. maí 2017 22:00 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Milos: Breiðablik er spennandi félag Milos Milojevic ætlar að halda áfram í þjálfun, hvort sem það verður hér á landi eða erlendis. 19. maí 2017 20:06 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Sjá meira
Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56
Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46
Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Breiðablik 2-3 | Blikar komnir á blað eftir langþráðan sigur Leikmenn Breiðabliks gerðu sér góða ferð í Fossvoginn í kvöld þegar liðið lagði Víking R. í víkinni, 1-3. Liðið er því loksins komið á blað í deildinni eftir töp í fyrstu þremur leikjunum. 21. maí 2017 22:00
Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20
Milos: Breiðablik er spennandi félag Milos Milojevic ætlar að halda áfram í þjálfun, hvort sem það verður hér á landi eða erlendis. 19. maí 2017 20:06