Átta hundruð íbúðir í Skerjafjörðinn Sæunn Gísladóttir skrifar 23. maí 2017 07:00 Uppbyggingin í Skerjafirði verður meðal annars þar sem gamla neyðarbrautin var. Í Skerjafirði hefst fljótlega samkeppni um uppbyggingu 800 íbúða auk atvinnuhúsnæðis. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis, á föstudag. Fimm arkitektastofum hefur verið boðið að vinna tillögu að rammaskipulagi svæðisins en á því er meðal annars gömlu neyðarbrautina að finna. Fram kom í máli borgarstjóra að borgin væri sennilega á miðju stærsta uppbyggingarskeiði í sögunni. Hann ítrekaði þó að húsnæðisuppbygging í fermetrum talið væri meiri en uppbygging atvinnuhúsnæðis. „Við höfum líklega aldrei í sögu borgarinnar verið með jafn mikið af atvinnulóðum til reiðu,“ sagði Dagur á fundinum. Þá telur hann rauða þráðinn í uppbyggingu á fjölda svæða vera lifandi jarðhæðir, það er uppbygging íbúða með verslun eða þjónustu á jarðhæðinni. Eitt stærsta uppbyggingarsvæðið er við Ártúnshöfða, um 4.500 íbúðir, og umtalsvert atvinnuhúsnæði. Einnig má nefna Hörpureitinn og svæðið í kring sem mun að mörgu leyti umbreyta borgarmyndinni, en þar verður byggt 250 herbergja hótel. Áætluð verklok eru 2019. Húsin við Kirkjusand þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka voru verða rifin og uppbygging þar á 48 þúsund fermetra svæði. Þar er gert ráð fyrir verslunum og þjónustu.Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað vegna uppbyggingu Hafnartorgs og Hörpureits.vísir/eyþórSprengisandur gæti vikið Dagur benti á húsnæðið við Bústaðaveg 151 í ávarpinu. Þar er verið að leggja af hesthúsabyggð. Skipulagstillaga verður lögð fram í sumar. Svæðið er tilbúið í deiliskipulagsauglýsingu sem fer út fljótlega. Hann benti á að svæðið lægi mjög vel við stofnbrautum. „Um 207 milljarðar eru að fara í fjárfestingu í Vatnsmýrinni, mikið tengt þekkingariðnaði,“ sagði Dagur í ávarpinu. Þar verða nýjar höfuðstöðvar CCP svo eitthvað sé nefnt. Uppbyggingin í borginni teygir sig víða. Hugsanlega verður bætt við atvinnulóðum í Hádegismóum því þær eru uppseldar að öðru leyti. Hótel halda áfram að rísa, Dagur benti á að þekkt áform um uppbyggingu væru um 4.000 herbergi. „Við sjáum fyrir okkur tvöföldun á hótelherbergjum. Staðfest verkefni í samþykktu skipulagi eru þegar um 2.800 og eru 1.500 í þróun.“ Dagur sagði borgaryfirvöld áskilja sér rétt til að beina hótelum frá stöðum þar sem mörg hótel eru fyrir og að Borgarlínan væri forsenda þess að öll þessi uppbygging gæti átt sér stað. „Það er lykilatriði í að þróa borgina án þess að umferðarkerfið springi.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í Skerjafirði hefst fljótlega samkeppni um uppbyggingu 800 íbúða auk atvinnuhúsnæðis. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis, á föstudag. Fimm arkitektastofum hefur verið boðið að vinna tillögu að rammaskipulagi svæðisins en á því er meðal annars gömlu neyðarbrautina að finna. Fram kom í máli borgarstjóra að borgin væri sennilega á miðju stærsta uppbyggingarskeiði í sögunni. Hann ítrekaði þó að húsnæðisuppbygging í fermetrum talið væri meiri en uppbygging atvinnuhúsnæðis. „Við höfum líklega aldrei í sögu borgarinnar verið með jafn mikið af atvinnulóðum til reiðu,“ sagði Dagur á fundinum. Þá telur hann rauða þráðinn í uppbyggingu á fjölda svæða vera lifandi jarðhæðir, það er uppbygging íbúða með verslun eða þjónustu á jarðhæðinni. Eitt stærsta uppbyggingarsvæðið er við Ártúnshöfða, um 4.500 íbúðir, og umtalsvert atvinnuhúsnæði. Einnig má nefna Hörpureitinn og svæðið í kring sem mun að mörgu leyti umbreyta borgarmyndinni, en þar verður byggt 250 herbergja hótel. Áætluð verklok eru 2019. Húsin við Kirkjusand þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka voru verða rifin og uppbygging þar á 48 þúsund fermetra svæði. Þar er gert ráð fyrir verslunum og þjónustu.Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað vegna uppbyggingu Hafnartorgs og Hörpureits.vísir/eyþórSprengisandur gæti vikið Dagur benti á húsnæðið við Bústaðaveg 151 í ávarpinu. Þar er verið að leggja af hesthúsabyggð. Skipulagstillaga verður lögð fram í sumar. Svæðið er tilbúið í deiliskipulagsauglýsingu sem fer út fljótlega. Hann benti á að svæðið lægi mjög vel við stofnbrautum. „Um 207 milljarðar eru að fara í fjárfestingu í Vatnsmýrinni, mikið tengt þekkingariðnaði,“ sagði Dagur í ávarpinu. Þar verða nýjar höfuðstöðvar CCP svo eitthvað sé nefnt. Uppbyggingin í borginni teygir sig víða. Hugsanlega verður bætt við atvinnulóðum í Hádegismóum því þær eru uppseldar að öðru leyti. Hótel halda áfram að rísa, Dagur benti á að þekkt áform um uppbyggingu væru um 4.000 herbergi. „Við sjáum fyrir okkur tvöföldun á hótelherbergjum. Staðfest verkefni í samþykktu skipulagi eru þegar um 2.800 og eru 1.500 í þróun.“ Dagur sagði borgaryfirvöld áskilja sér rétt til að beina hótelum frá stöðum þar sem mörg hótel eru fyrir og að Borgarlínan væri forsenda þess að öll þessi uppbygging gæti átt sér stað. „Það er lykilatriði í að þróa borgina án þess að umferðarkerfið springi.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira