Willum Þór: Við verðum bara betri Smári Jökull Jónsson skrifar 22. maí 2017 23:15 Willum Þór er þjálfari KR. vísir/andri marinó Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. „Mér fannst við spila feykilega vel stærstan hluta fyrri hálfleiks, þar til kannski á kafla undir lok hálfleiksins þar sem vörnin fór aðeins úr skipulagi og við vorum teknir flatir í tví- eða þrígang.“ „Þeir ná inn einu marki þar sem við héldum að Kristinn Ingi væri rangstæður, sem hann var svo sannarlega, en svo kemur seinna hlaupið og ég skal ekkert sverja fyrir það hvort Sigurður Egill hafi verið rangstæður. En við eigum auðvitað ekkert að stoppa heldur halda áfram þar til flautan gellur,“ sagði Willum Þór í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. KR-liðið byrjaði mun betur en Valsmenn og hefðu vel getað skorað mörk í fyrri hálfleiknum. „Mér fannst við eiga miklu meira inni eftir fyrri hálfleikinn en að vera 2-0 undir. Við yfirspiluðum Valsliðið fyrstu 25 mínútur leiksins og spilum feykivel, við verðum að horfa á það. Við gáfumst heldur ekki upp og höfðum trú á því allan tímann að við gætum jafnað. Ég er feykilega sáttur með spilamennskuna en þeir refsuðu okkur grimmilega því þeir eru með frábært lið.“ Óskar Örn Hauksson misnotaði vítaspyrnu á 22.mínútu þegar hann þrumaði í stöngina og í kjölfarið tóku Valsmenn yfir og fengu nokkur góð færi. „Það er akkúrat í kjölfarið á því sem þessi skrýtni kafli kom, sérstaklega í varnarleikinn hjá okkur. Það má vel vera að það hafi slegið okkur út af laginu. Við eigum að vera það sterkir að við náum að yfirstíga það og við gerðum það í síðari hálfleiknum.“ Willum ræddi aðeins við fjórða dómara leiksins á meðan á leiknum stóð en hann virtist vera ósáttur með það að Valsarinn Haukur Páll Sigurðsson fengi ekki gult spjald í fleiri en eitt skipti. „Við erum í sókn og hann (Þóroddur Hjaltalín dómari) lætur leikinn halda áfram eftir brot hjá Hauki Páli og ég spyr þá einfaldlega hvort þeir ætli að gleyma honum. Mér fannst það verðskulda spjald sem hefði kannski stoppað hann í að ganga jafn vasklega fram og hann gerði í síðari hálfleik. En ég kvarta ekkert undan því að menn gangi vasklega fram,“ sagði Willum Þór. KR-ingar eru komnir með sex stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar, eftir sigra gegn Víkingi Ólafsvík og ÍA en töp gegn Víkingum og Val. „Ég met stöðuna þannig að við erum að spila feykilega vel og það er góður bragur á liðinu. Við verðum bara betri,“ sagði Willum Þór að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sigurbjörn: Erum ekkert að spá í liðunum í kring Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í með 2-0 sigrinum á KR en sagði að KR-ingarnir hefðu verið sterkari að mörgu leyti í kvöld. 22. maí 2017 22:21 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Valsmenn hlupu framhjá KR-ingum Valsmenn settust við hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla eftir heimasigur á nágrönnunum og erkifjendunum úr Vesturbænum. 22. maí 2017 23:00 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. „Mér fannst við spila feykilega vel stærstan hluta fyrri hálfleiks, þar til kannski á kafla undir lok hálfleiksins þar sem vörnin fór aðeins úr skipulagi og við vorum teknir flatir í tví- eða þrígang.“ „Þeir ná inn einu marki þar sem við héldum að Kristinn Ingi væri rangstæður, sem hann var svo sannarlega, en svo kemur seinna hlaupið og ég skal ekkert sverja fyrir það hvort Sigurður Egill hafi verið rangstæður. En við eigum auðvitað ekkert að stoppa heldur halda áfram þar til flautan gellur,“ sagði Willum Þór í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. KR-liðið byrjaði mun betur en Valsmenn og hefðu vel getað skorað mörk í fyrri hálfleiknum. „Mér fannst við eiga miklu meira inni eftir fyrri hálfleikinn en að vera 2-0 undir. Við yfirspiluðum Valsliðið fyrstu 25 mínútur leiksins og spilum feykivel, við verðum að horfa á það. Við gáfumst heldur ekki upp og höfðum trú á því allan tímann að við gætum jafnað. Ég er feykilega sáttur með spilamennskuna en þeir refsuðu okkur grimmilega því þeir eru með frábært lið.“ Óskar Örn Hauksson misnotaði vítaspyrnu á 22.mínútu þegar hann þrumaði í stöngina og í kjölfarið tóku Valsmenn yfir og fengu nokkur góð færi. „Það er akkúrat í kjölfarið á því sem þessi skrýtni kafli kom, sérstaklega í varnarleikinn hjá okkur. Það má vel vera að það hafi slegið okkur út af laginu. Við eigum að vera það sterkir að við náum að yfirstíga það og við gerðum það í síðari hálfleiknum.“ Willum ræddi aðeins við fjórða dómara leiksins á meðan á leiknum stóð en hann virtist vera ósáttur með það að Valsarinn Haukur Páll Sigurðsson fengi ekki gult spjald í fleiri en eitt skipti. „Við erum í sókn og hann (Þóroddur Hjaltalín dómari) lætur leikinn halda áfram eftir brot hjá Hauki Páli og ég spyr þá einfaldlega hvort þeir ætli að gleyma honum. Mér fannst það verðskulda spjald sem hefði kannski stoppað hann í að ganga jafn vasklega fram og hann gerði í síðari hálfleik. En ég kvarta ekkert undan því að menn gangi vasklega fram,“ sagði Willum Þór. KR-ingar eru komnir með sex stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar, eftir sigra gegn Víkingi Ólafsvík og ÍA en töp gegn Víkingum og Val. „Ég met stöðuna þannig að við erum að spila feykilega vel og það er góður bragur á liðinu. Við verðum bara betri,“ sagði Willum Þór að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sigurbjörn: Erum ekkert að spá í liðunum í kring Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í með 2-0 sigrinum á KR en sagði að KR-ingarnir hefðu verið sterkari að mörgu leyti í kvöld. 22. maí 2017 22:21 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Valsmenn hlupu framhjá KR-ingum Valsmenn settust við hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla eftir heimasigur á nágrönnunum og erkifjendunum úr Vesturbænum. 22. maí 2017 23:00 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Sigurbjörn: Erum ekkert að spá í liðunum í kring Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í með 2-0 sigrinum á KR en sagði að KR-ingarnir hefðu verið sterkari að mörgu leyti í kvöld. 22. maí 2017 22:21
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Valsmenn hlupu framhjá KR-ingum Valsmenn settust við hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla eftir heimasigur á nágrönnunum og erkifjendunum úr Vesturbænum. 22. maí 2017 23:00