Undirbúningur opnunarinnar í þrjú ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. maí 2017 07:00 Viðskiptavinir Costco, sem opnar verslun sína í dag, geta átt von á því að það verð sem boðið er upp á í dag haldist áfram. Ekki sé um opnunartilboð að ræða. „Þetta er okkar venjulega verð,“ segir Brett Vigelskas, einn af stjórnendum Costco á Íslandi. Hann var í óðaönn að undirbúa opnunina þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Um það bil þrjú ár eru liðin frá því að Costco fór fyrst að undirbúa opnunina. Þótt upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að verslunin yrði opnuð árið 2015 segir Brett að ferlið hafi gengið mjög vel. Stærstu aðilarnir á markaðnum hér heima hafa undirbúið sig undir breytingar á markaðnum. Þannig hefur til dæmis verið greint frá því að Hagar, stærsta smásöluverslunarfyrirtæki á Íslandi, hafi samið um kaup á Lyfju og Olís. Þegar kaupin verða frágengin má gera ráð fyrir að Hagar verði helmingi stærri en fyrirtækið er núna. Þá var greint frá kaupum Skeljungs á Basko, sem rekur 10-11 verslanirnar og Iceland, á sunnudag. Vigelskas vill ekki tjá sig um viðbrögð annarra aðila. „Ég ætla ekki að tjá mig um rekstur annarra. Við erum bara að vinna í okkar. Að bjóða upp á gæðavarning á eins lágu verði og hægt er.“ Hann vill heldur ekki tjá sig neitt um það hvort og þá hvaða áhrif Costco á Íslandi hefur á markaðinn. „Það er ekki markmið okkar, heldur bara að vinna viðskiptin eins og okkur er lagið,“ segir Vigelskas. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segjast ekki ætla að keppa við Costco Forstjórar N1 og Skeljungs segjast ekki geta keppt við lágt verð Costco. Fyrirtækin séu of ólík. Ein bensínstöð í Garðabæ muni ekki breyta stöðu á íslenskum eldsneytismarkaði. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Viðskiptavinir Costco, sem opnar verslun sína í dag, geta átt von á því að það verð sem boðið er upp á í dag haldist áfram. Ekki sé um opnunartilboð að ræða. „Þetta er okkar venjulega verð,“ segir Brett Vigelskas, einn af stjórnendum Costco á Íslandi. Hann var í óðaönn að undirbúa opnunina þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Um það bil þrjú ár eru liðin frá því að Costco fór fyrst að undirbúa opnunina. Þótt upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að verslunin yrði opnuð árið 2015 segir Brett að ferlið hafi gengið mjög vel. Stærstu aðilarnir á markaðnum hér heima hafa undirbúið sig undir breytingar á markaðnum. Þannig hefur til dæmis verið greint frá því að Hagar, stærsta smásöluverslunarfyrirtæki á Íslandi, hafi samið um kaup á Lyfju og Olís. Þegar kaupin verða frágengin má gera ráð fyrir að Hagar verði helmingi stærri en fyrirtækið er núna. Þá var greint frá kaupum Skeljungs á Basko, sem rekur 10-11 verslanirnar og Iceland, á sunnudag. Vigelskas vill ekki tjá sig um viðbrögð annarra aðila. „Ég ætla ekki að tjá mig um rekstur annarra. Við erum bara að vinna í okkar. Að bjóða upp á gæðavarning á eins lágu verði og hægt er.“ Hann vill heldur ekki tjá sig neitt um það hvort og þá hvaða áhrif Costco á Íslandi hefur á markaðinn. „Það er ekki markmið okkar, heldur bara að vinna viðskiptin eins og okkur er lagið,“ segir Vigelskas.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segjast ekki ætla að keppa við Costco Forstjórar N1 og Skeljungs segjast ekki geta keppt við lágt verð Costco. Fyrirtækin séu of ólík. Ein bensínstöð í Garðabæ muni ekki breyta stöðu á íslenskum eldsneytismarkaði. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Segjast ekki ætla að keppa við Costco Forstjórar N1 og Skeljungs segjast ekki geta keppt við lágt verð Costco. Fyrirtækin séu of ólík. Ein bensínstöð í Garðabæ muni ekki breyta stöðu á íslenskum eldsneytismarkaði. 23. maí 2017 07:00