Nýjar og gamlar framtíðarhugmyndir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. maí 2017 11:30 Nokkrir sýningargripir. Tveir þeir næstu tengjast Nauthólsvíkinni, í flöskunni er fyrsta framleidda hitaveituvatnið frá Nesjavöllum og fjærst er módel frá 1951 af fyrirrennara Perlunnar í Öskjuhlíð. Vísir/Eyþór Hér er horft til framtíðar með reynslu fortíðarinnar í farteskinu. Borgin er alltaf í mótun og það er áhugavert að skoða bæði nýjar og gamlar framtíðarhugmyndir,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt sem stjórnar uppsetningu sýningar á kjallara Norræna hússins. Sú nefnist Borgarveran og verður opnuð klukkan fimm á morgun, miðvikudag. Á sýningunni eru gripir, módel, skissur, tæki og teikningar sem tengjast beislun vatns og orku og þeim ýmsu kerfum sem tilheyra borgarskipulagi, bæði ofan jarðar og neðan. Framsýnar hugmyndir frá upphafi 20. aldar, sem margar hverjar komu til framkvæmda í einhverri mynd.Anna María Bogadóttir sýningarstjóri í hálfkláruðu Airbnb-herbergi.En sjónum er ekki aðeins beint að manngerðum innviðum borgarinnar heldur líka náttúrulegum enda fléttast þeir saman. „Hér erum við með gamalt módel af byggingu milli hitaveitutankanna í Öskjuhlíð sem Eiríkur Einarsson og Sigurður Guðmundsson gerðu 1951. Þar er veitingastaður í miðjunni. En Perlan sem við þekkjum í dag reis fjörutíu árum seinna, Ingimundur Sveinsson er arkitekt að henni,“ útskýrir Anna María. Samtímahönnuðir og myndlistarmenn leggja sitt af mörkum. Meðal höfunda verka á sýningunni eru Arkibúllan, Béka og Lémoine, Einar Þorsteinn Ásgeirsson, Hildur Bjarnadóttir, Hreinn Friðfinnsson, Jan Gehl, Krads, Sigrún Thorlacius, Úti og inni arkitektar og Ragnar Kjartansson. Spurð hvernig verk þess síðarnefnda sé svarar Anna María. „Við erum með skissu af verki eftir Ragnar, það er stórt umhverfislistaverk sem hann vann fyrir flugvöllinn í Bergen og verður væntanlega sett þar upp á næsta ári. Það vísar í ímynd borga nútímans og ímynd borgara nútímans,“ útskýrir Anna María. „Reykjavík er þungamiðja sýningarinnar en sýningin fjallar samt almennt um hvernig borgir verða til, hvernig við mannfólkið mótum borgirnar og borgirnar móta okkur. Það er víðfeðmt efni og vonandi spennandi fyrir fólk að skoða.“ Sýningin Borgarveran stendur fram á haust. Samhliða henni stendur Norræna húsið fyrir fjölbreyttri viðburðadagskrá um arkitektúr og skipulagsmál. Sýningin og dagskráin byggja á samstarfi við fjölmarga, meðal annars Listaháskóla Íslands, Nordic Built Cities, Reykjavíkurborg og Skipulagsstofnun. Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hér er horft til framtíðar með reynslu fortíðarinnar í farteskinu. Borgin er alltaf í mótun og það er áhugavert að skoða bæði nýjar og gamlar framtíðarhugmyndir,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt sem stjórnar uppsetningu sýningar á kjallara Norræna hússins. Sú nefnist Borgarveran og verður opnuð klukkan fimm á morgun, miðvikudag. Á sýningunni eru gripir, módel, skissur, tæki og teikningar sem tengjast beislun vatns og orku og þeim ýmsu kerfum sem tilheyra borgarskipulagi, bæði ofan jarðar og neðan. Framsýnar hugmyndir frá upphafi 20. aldar, sem margar hverjar komu til framkvæmda í einhverri mynd.Anna María Bogadóttir sýningarstjóri í hálfkláruðu Airbnb-herbergi.En sjónum er ekki aðeins beint að manngerðum innviðum borgarinnar heldur líka náttúrulegum enda fléttast þeir saman. „Hér erum við með gamalt módel af byggingu milli hitaveitutankanna í Öskjuhlíð sem Eiríkur Einarsson og Sigurður Guðmundsson gerðu 1951. Þar er veitingastaður í miðjunni. En Perlan sem við þekkjum í dag reis fjörutíu árum seinna, Ingimundur Sveinsson er arkitekt að henni,“ útskýrir Anna María. Samtímahönnuðir og myndlistarmenn leggja sitt af mörkum. Meðal höfunda verka á sýningunni eru Arkibúllan, Béka og Lémoine, Einar Þorsteinn Ásgeirsson, Hildur Bjarnadóttir, Hreinn Friðfinnsson, Jan Gehl, Krads, Sigrún Thorlacius, Úti og inni arkitektar og Ragnar Kjartansson. Spurð hvernig verk þess síðarnefnda sé svarar Anna María. „Við erum með skissu af verki eftir Ragnar, það er stórt umhverfislistaverk sem hann vann fyrir flugvöllinn í Bergen og verður væntanlega sett þar upp á næsta ári. Það vísar í ímynd borga nútímans og ímynd borgara nútímans,“ útskýrir Anna María. „Reykjavík er þungamiðja sýningarinnar en sýningin fjallar samt almennt um hvernig borgir verða til, hvernig við mannfólkið mótum borgirnar og borgirnar móta okkur. Það er víðfeðmt efni og vonandi spennandi fyrir fólk að skoða.“ Sýningin Borgarveran stendur fram á haust. Samhliða henni stendur Norræna húsið fyrir fjölbreyttri viðburðadagskrá um arkitektúr og skipulagsmál. Sýningin og dagskráin byggja á samstarfi við fjölmarga, meðal annars Listaháskóla Íslands, Nordic Built Cities, Reykjavíkurborg og Skipulagsstofnun.
Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira