Hryðjuverkaárásin í Manchester „hámark aumingjaskaparins“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2017 12:45 „Þetta er svo gjörsamlega viðurstyggilegt. Þetta er einhvers konar hámark aumingjaskaparins að ráðast gegn ungi fólki, börnum að skemmta sér,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórmálafræði um árásina á tónleikastað í Manchester í gær. Eiríkur Bergmann var gestur Loga Bergmanns í aukafréttatíma Stöðvar 2 vegna árásinnar sem varð 22 að bana og særði 59. Börn eru meðal þeirra sem létust í árásinni enda Ariane Grande, ein vinsælasta tónlistarkona í heimi. Hann segir að tilgangur slíkra hryðjuverkaárása sé augljós. „Grafa undan vestrænum samfélögum, okkar lýðræðiskerfi. Þessum opnu, frjálsu samfélögum sem byggja á mannréttindum, lýðræði, fjölbreytileika Það er tilgangurinn,“ segir Eiríkur Bergmann. Markmiðið sé þrengja að lifnaðarháttum Vesturlandabúa. „Verknaðurinn framinn, ekki til þess að myrða þessi tilteknu ungmenni, heldur til þess að framkalla viðbrögð í samfélaginu. Ala á óttanum og fá okkur til þess að breyta okkar lifnaðarháttum.“Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórEkki hægt að mæta ofbeldi með meira ofbeldi Árásin er ein af mörgum sem framin hafa verið undanfarin ár, allt frá hryðjuverkaárásinni í París árið 2015 til árásarinnar í Stokkhólmi fyrr á árinu. „Við lifum tíma hrynu hryðjuverka í Evrópu. Yfirleitt hafa það verið íslamistar sem hafa staðið á bak við þetta í ímynduðu stríði sínu við vesturlöndin. Við höfum séð magnandi átök á milli heimshluta af hugmyndafræðilegum toga.“ Ljóst er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna muni bregðast við árásinni á einhvern hátt en í ávarpi beggja í tilefni árásarinnar mátti greina þann tón að árásinni yrði hefnt, ekki síst í máli Trump. Eiríkur varar við slíkum málflutningi og segir Vesturlöndin föst í vítahring. Svarið við ofbeldi geti aldrei verið meira ofbeldi. „Svona hryðjuverkaárásum hefur oftar en ekki verið svarað með hernaðarinngripum þar sem annað saklaust fólk er drepið. Þegar ráðist var inn í skemmtistaðinn í París var svarað með því að herflugvélar flugu til Raqqah í Sýrlandi og sprengdu þar allt í tætlur. Þar vaxa nú upp einhverjir krakkar sem hafa misst foreldri sína, systkini, í þeirri tilteknu árás og ala með sér hatur í garð Vesturlanda. Það birist meðal annars í hryðjuverkum í okkar heimshluta og þetta er vítahringurinn.“ Segir hann að bregðist Trump við þeim hætti sem hann hafi boðað séu það slæm tíðindi fyrir Vesturlönd. „Forseti Bandaríkjanna brást við með því að hann talaði um að uppræta þessi öfl, hrekja þau úr löndum okkar. Ef að það yrði gert, það sem hann segir, þýðir það bara allsherjar borgarastyrjöld í vestrænum samfélögum.“ Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Árásin í Manchester: Fyrsta fórnarlambið nafngreint Fyrsta fórnarlambið í hryðjuverkaárásinni sem varð 22 tónleikagestum að bana og særði 59 hefur verið nafngreint. Georgina Callander, átján ára stúlka, lést í árásinni. 23. maí 2017 11:22 Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58 Árásin í Manchester: Telja sig vita hver var að verki Lögregla telur sig vita hver það var sem framdi árásina í Manchester Arena í gær sem varð 22 að bana og særði minnst 59 tónleikagesti. Hann lést í árásinni. 23. maí 2017 10:54 Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: "Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
„Þetta er svo gjörsamlega viðurstyggilegt. Þetta er einhvers konar hámark aumingjaskaparins að ráðast gegn ungi fólki, börnum að skemmta sér,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórmálafræði um árásina á tónleikastað í Manchester í gær. Eiríkur Bergmann var gestur Loga Bergmanns í aukafréttatíma Stöðvar 2 vegna árásinnar sem varð 22 að bana og særði 59. Börn eru meðal þeirra sem létust í árásinni enda Ariane Grande, ein vinsælasta tónlistarkona í heimi. Hann segir að tilgangur slíkra hryðjuverkaárása sé augljós. „Grafa undan vestrænum samfélögum, okkar lýðræðiskerfi. Þessum opnu, frjálsu samfélögum sem byggja á mannréttindum, lýðræði, fjölbreytileika Það er tilgangurinn,“ segir Eiríkur Bergmann. Markmiðið sé þrengja að lifnaðarháttum Vesturlandabúa. „Verknaðurinn framinn, ekki til þess að myrða þessi tilteknu ungmenni, heldur til þess að framkalla viðbrögð í samfélaginu. Ala á óttanum og fá okkur til þess að breyta okkar lifnaðarháttum.“Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórEkki hægt að mæta ofbeldi með meira ofbeldi Árásin er ein af mörgum sem framin hafa verið undanfarin ár, allt frá hryðjuverkaárásinni í París árið 2015 til árásarinnar í Stokkhólmi fyrr á árinu. „Við lifum tíma hrynu hryðjuverka í Evrópu. Yfirleitt hafa það verið íslamistar sem hafa staðið á bak við þetta í ímynduðu stríði sínu við vesturlöndin. Við höfum séð magnandi átök á milli heimshluta af hugmyndafræðilegum toga.“ Ljóst er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna muni bregðast við árásinni á einhvern hátt en í ávarpi beggja í tilefni árásarinnar mátti greina þann tón að árásinni yrði hefnt, ekki síst í máli Trump. Eiríkur varar við slíkum málflutningi og segir Vesturlöndin föst í vítahring. Svarið við ofbeldi geti aldrei verið meira ofbeldi. „Svona hryðjuverkaárásum hefur oftar en ekki verið svarað með hernaðarinngripum þar sem annað saklaust fólk er drepið. Þegar ráðist var inn í skemmtistaðinn í París var svarað með því að herflugvélar flugu til Raqqah í Sýrlandi og sprengdu þar allt í tætlur. Þar vaxa nú upp einhverjir krakkar sem hafa misst foreldri sína, systkini, í þeirri tilteknu árás og ala með sér hatur í garð Vesturlanda. Það birist meðal annars í hryðjuverkum í okkar heimshluta og þetta er vítahringurinn.“ Segir hann að bregðist Trump við þeim hætti sem hann hafi boðað séu það slæm tíðindi fyrir Vesturlönd. „Forseti Bandaríkjanna brást við með því að hann talaði um að uppræta þessi öfl, hrekja þau úr löndum okkar. Ef að það yrði gert, það sem hann segir, þýðir það bara allsherjar borgarastyrjöld í vestrænum samfélögum.“
Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Árásin í Manchester: Fyrsta fórnarlambið nafngreint Fyrsta fórnarlambið í hryðjuverkaárásinni sem varð 22 tónleikagestum að bana og særði 59 hefur verið nafngreint. Georgina Callander, átján ára stúlka, lést í árásinni. 23. maí 2017 11:22 Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58 Árásin í Manchester: Telja sig vita hver var að verki Lögregla telur sig vita hver það var sem framdi árásina í Manchester Arena í gær sem varð 22 að bana og særði minnst 59 tónleikagesti. Hann lést í árásinni. 23. maí 2017 10:54 Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: "Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Árásin í Manchester: Fyrsta fórnarlambið nafngreint Fyrsta fórnarlambið í hryðjuverkaárásinni sem varð 22 tónleikagestum að bana og særði 59 hefur verið nafngreint. Georgina Callander, átján ára stúlka, lést í árásinni. 23. maí 2017 11:22
Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58
Árásin í Manchester: Telja sig vita hver var að verki Lögregla telur sig vita hver það var sem framdi árásina í Manchester Arena í gær sem varð 22 að bana og særði minnst 59 tónleikagesti. Hann lést í árásinni. 23. maí 2017 10:54
Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: "Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53