Hryðjuverkaárásin í Manchester „hámark aumingjaskaparins“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2017 12:45 „Þetta er svo gjörsamlega viðurstyggilegt. Þetta er einhvers konar hámark aumingjaskaparins að ráðast gegn ungi fólki, börnum að skemmta sér,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórmálafræði um árásina á tónleikastað í Manchester í gær. Eiríkur Bergmann var gestur Loga Bergmanns í aukafréttatíma Stöðvar 2 vegna árásinnar sem varð 22 að bana og særði 59. Börn eru meðal þeirra sem létust í árásinni enda Ariane Grande, ein vinsælasta tónlistarkona í heimi. Hann segir að tilgangur slíkra hryðjuverkaárása sé augljós. „Grafa undan vestrænum samfélögum, okkar lýðræðiskerfi. Þessum opnu, frjálsu samfélögum sem byggja á mannréttindum, lýðræði, fjölbreytileika Það er tilgangurinn,“ segir Eiríkur Bergmann. Markmiðið sé þrengja að lifnaðarháttum Vesturlandabúa. „Verknaðurinn framinn, ekki til þess að myrða þessi tilteknu ungmenni, heldur til þess að framkalla viðbrögð í samfélaginu. Ala á óttanum og fá okkur til þess að breyta okkar lifnaðarháttum.“Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórEkki hægt að mæta ofbeldi með meira ofbeldi Árásin er ein af mörgum sem framin hafa verið undanfarin ár, allt frá hryðjuverkaárásinni í París árið 2015 til árásarinnar í Stokkhólmi fyrr á árinu. „Við lifum tíma hrynu hryðjuverka í Evrópu. Yfirleitt hafa það verið íslamistar sem hafa staðið á bak við þetta í ímynduðu stríði sínu við vesturlöndin. Við höfum séð magnandi átök á milli heimshluta af hugmyndafræðilegum toga.“ Ljóst er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna muni bregðast við árásinni á einhvern hátt en í ávarpi beggja í tilefni árásarinnar mátti greina þann tón að árásinni yrði hefnt, ekki síst í máli Trump. Eiríkur varar við slíkum málflutningi og segir Vesturlöndin föst í vítahring. Svarið við ofbeldi geti aldrei verið meira ofbeldi. „Svona hryðjuverkaárásum hefur oftar en ekki verið svarað með hernaðarinngripum þar sem annað saklaust fólk er drepið. Þegar ráðist var inn í skemmtistaðinn í París var svarað með því að herflugvélar flugu til Raqqah í Sýrlandi og sprengdu þar allt í tætlur. Þar vaxa nú upp einhverjir krakkar sem hafa misst foreldri sína, systkini, í þeirri tilteknu árás og ala með sér hatur í garð Vesturlanda. Það birist meðal annars í hryðjuverkum í okkar heimshluta og þetta er vítahringurinn.“ Segir hann að bregðist Trump við þeim hætti sem hann hafi boðað séu það slæm tíðindi fyrir Vesturlönd. „Forseti Bandaríkjanna brást við með því að hann talaði um að uppræta þessi öfl, hrekja þau úr löndum okkar. Ef að það yrði gert, það sem hann segir, þýðir það bara allsherjar borgarastyrjöld í vestrænum samfélögum.“ Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Árásin í Manchester: Fyrsta fórnarlambið nafngreint Fyrsta fórnarlambið í hryðjuverkaárásinni sem varð 22 tónleikagestum að bana og særði 59 hefur verið nafngreint. Georgina Callander, átján ára stúlka, lést í árásinni. 23. maí 2017 11:22 Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58 Árásin í Manchester: Telja sig vita hver var að verki Lögregla telur sig vita hver það var sem framdi árásina í Manchester Arena í gær sem varð 22 að bana og særði minnst 59 tónleikagesti. Hann lést í árásinni. 23. maí 2017 10:54 Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: "Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira
„Þetta er svo gjörsamlega viðurstyggilegt. Þetta er einhvers konar hámark aumingjaskaparins að ráðast gegn ungi fólki, börnum að skemmta sér,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórmálafræði um árásina á tónleikastað í Manchester í gær. Eiríkur Bergmann var gestur Loga Bergmanns í aukafréttatíma Stöðvar 2 vegna árásinnar sem varð 22 að bana og særði 59. Börn eru meðal þeirra sem létust í árásinni enda Ariane Grande, ein vinsælasta tónlistarkona í heimi. Hann segir að tilgangur slíkra hryðjuverkaárása sé augljós. „Grafa undan vestrænum samfélögum, okkar lýðræðiskerfi. Þessum opnu, frjálsu samfélögum sem byggja á mannréttindum, lýðræði, fjölbreytileika Það er tilgangurinn,“ segir Eiríkur Bergmann. Markmiðið sé þrengja að lifnaðarháttum Vesturlandabúa. „Verknaðurinn framinn, ekki til þess að myrða þessi tilteknu ungmenni, heldur til þess að framkalla viðbrögð í samfélaginu. Ala á óttanum og fá okkur til þess að breyta okkar lifnaðarháttum.“Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórEkki hægt að mæta ofbeldi með meira ofbeldi Árásin er ein af mörgum sem framin hafa verið undanfarin ár, allt frá hryðjuverkaárásinni í París árið 2015 til árásarinnar í Stokkhólmi fyrr á árinu. „Við lifum tíma hrynu hryðjuverka í Evrópu. Yfirleitt hafa það verið íslamistar sem hafa staðið á bak við þetta í ímynduðu stríði sínu við vesturlöndin. Við höfum séð magnandi átök á milli heimshluta af hugmyndafræðilegum toga.“ Ljóst er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna muni bregðast við árásinni á einhvern hátt en í ávarpi beggja í tilefni árásarinnar mátti greina þann tón að árásinni yrði hefnt, ekki síst í máli Trump. Eiríkur varar við slíkum málflutningi og segir Vesturlöndin föst í vítahring. Svarið við ofbeldi geti aldrei verið meira ofbeldi. „Svona hryðjuverkaárásum hefur oftar en ekki verið svarað með hernaðarinngripum þar sem annað saklaust fólk er drepið. Þegar ráðist var inn í skemmtistaðinn í París var svarað með því að herflugvélar flugu til Raqqah í Sýrlandi og sprengdu þar allt í tætlur. Þar vaxa nú upp einhverjir krakkar sem hafa misst foreldri sína, systkini, í þeirri tilteknu árás og ala með sér hatur í garð Vesturlanda. Það birist meðal annars í hryðjuverkum í okkar heimshluta og þetta er vítahringurinn.“ Segir hann að bregðist Trump við þeim hætti sem hann hafi boðað séu það slæm tíðindi fyrir Vesturlönd. „Forseti Bandaríkjanna brást við með því að hann talaði um að uppræta þessi öfl, hrekja þau úr löndum okkar. Ef að það yrði gert, það sem hann segir, þýðir það bara allsherjar borgarastyrjöld í vestrænum samfélögum.“
Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Árásin í Manchester: Fyrsta fórnarlambið nafngreint Fyrsta fórnarlambið í hryðjuverkaárásinni sem varð 22 tónleikagestum að bana og særði 59 hefur verið nafngreint. Georgina Callander, átján ára stúlka, lést í árásinni. 23. maí 2017 11:22 Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58 Árásin í Manchester: Telja sig vita hver var að verki Lögregla telur sig vita hver það var sem framdi árásina í Manchester Arena í gær sem varð 22 að bana og særði minnst 59 tónleikagesti. Hann lést í árásinni. 23. maí 2017 10:54 Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: "Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira
Árásin í Manchester: Fyrsta fórnarlambið nafngreint Fyrsta fórnarlambið í hryðjuverkaárásinni sem varð 22 tónleikagestum að bana og særði 59 hefur verið nafngreint. Georgina Callander, átján ára stúlka, lést í árásinni. 23. maí 2017 11:22
Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58
Árásin í Manchester: Telja sig vita hver var að verki Lögregla telur sig vita hver það var sem framdi árásina í Manchester Arena í gær sem varð 22 að bana og særði minnst 59 tónleikagesti. Hann lést í árásinni. 23. maí 2017 10:54
Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: "Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53