Árásarmaðurinn í Manchester var 22 ára Breti af líbískum uppruna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2017 23:30 Lögreglumenn við vakt á minningarathöfn í London í dag. Vísir/Getty Salman Abedi, árásarmaðurinn sem sprengdi sig í loft upp í anddyri Manchester Arena tónleikahallarinnar í gærkvöldi með þeim afleiðingum að 19 manns létust og 59 særðust var 22 ára gamall Breti af líbískum uppruna, að því er BBC greinir frá. Hann var talinn nokkuð feiminn einstaklingur en kom að sögn þeirra sem hann þekktu alltaf vel fram við aðra og bjóst enginn við því að hann myndi fremja slík voðaverk. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá því árið 2005 þegar sprengjuárásir voru gerðar í neðanjarðarlestakerfi London með þeim afleiðingum að 56 manns létust. Fjöldi barna lét lífið í árásinni enda tónlistarkonan Ariana Grande geysivinsæl meðal ungu kynslóðarinnar en meðal fórnarlamba voru hin 18 ára gamla Georgina Callander og hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos. Minningarathafnir til heiðurs fórnarlamba voru haldnar víðsvegar um Bretland í dag. Abedi fæddist í Manchester á nýárskvöldi árið 1994 og er talið að hann hafi átt að minnsta kosti þrjú systkin, einn eldri bróður sem fæddist í London og yngri bróður og systur sem fæddust í Manchester. Foreldrar hans flúðu Libíu í stjórnartíð einræðisherrans Muammar Gaddafi. Fjölskyldumeðlimir hans eiga heimilisfang á nokkrum stöðum í borginni og hefur lögreglan leitað á að minnsta kosti einu heimili þeirra. Manchester er raunar heimili eins stærsta samfélags innflytjenda frá Libíu í Bretlandi og hafa nágrannar fjölskyldu Abedi sagt að fjölskyldan hafi nokkrum sinnum á ári flaggað fána Libíu yfir húsi sínu. Þá hefur Salford háskólinn í Manchester staðfest að Abedi hafi sótt nám við skólann og aðstoða skólayfirvöld nú lögregluna eftir sem bestu getu við rannsókn málsins. Samkvæmt talsmanni Didsbury moskunnar sótti Abedi viðburði á vegum moskunnar og vann faðir Abedi sem bænakallari í moskunni og sinnti bróðir hans sjálfboðastörfum þar. Segir talsmaðurinn að í moskunni sé boðuð hófsöm íslamstrú. Talið er að Abedi hafi nýlega ferðast erlendis en ekki er vitað hvert. Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard fer nú með rannsókn málsins þar sem megin áherslan er lögð á að rannsaka hvort að Abedi hafi verið einn að verki eða ekki en einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina. Áður höfðu hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið lýst því yfir að þau beri ábyrgð á árásinni. Hæsta viðbúnaðarstig hefur nú verið sett á í Bretlandi vegna ógnar af hryðjuverkum og segja bresk yfirvöld að hryðjuverk kunni að vera yfirvofandi. BREAKING: First Photo of Manchester Terrorist Salman Abedi - https://t.co/CFuDwOkjuU pic.twitter.com/7sgHN3eQCu— Breaking911 (@Breaking911) May 23, 2017 Hryðjuverk í Manchester Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Salman Abedi, árásarmaðurinn sem sprengdi sig í loft upp í anddyri Manchester Arena tónleikahallarinnar í gærkvöldi með þeim afleiðingum að 19 manns létust og 59 særðust var 22 ára gamall Breti af líbískum uppruna, að því er BBC greinir frá. Hann var talinn nokkuð feiminn einstaklingur en kom að sögn þeirra sem hann þekktu alltaf vel fram við aðra og bjóst enginn við því að hann myndi fremja slík voðaverk. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá því árið 2005 þegar sprengjuárásir voru gerðar í neðanjarðarlestakerfi London með þeim afleiðingum að 56 manns létust. Fjöldi barna lét lífið í árásinni enda tónlistarkonan Ariana Grande geysivinsæl meðal ungu kynslóðarinnar en meðal fórnarlamba voru hin 18 ára gamla Georgina Callander og hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos. Minningarathafnir til heiðurs fórnarlamba voru haldnar víðsvegar um Bretland í dag. Abedi fæddist í Manchester á nýárskvöldi árið 1994 og er talið að hann hafi átt að minnsta kosti þrjú systkin, einn eldri bróður sem fæddist í London og yngri bróður og systur sem fæddust í Manchester. Foreldrar hans flúðu Libíu í stjórnartíð einræðisherrans Muammar Gaddafi. Fjölskyldumeðlimir hans eiga heimilisfang á nokkrum stöðum í borginni og hefur lögreglan leitað á að minnsta kosti einu heimili þeirra. Manchester er raunar heimili eins stærsta samfélags innflytjenda frá Libíu í Bretlandi og hafa nágrannar fjölskyldu Abedi sagt að fjölskyldan hafi nokkrum sinnum á ári flaggað fána Libíu yfir húsi sínu. Þá hefur Salford háskólinn í Manchester staðfest að Abedi hafi sótt nám við skólann og aðstoða skólayfirvöld nú lögregluna eftir sem bestu getu við rannsókn málsins. Samkvæmt talsmanni Didsbury moskunnar sótti Abedi viðburði á vegum moskunnar og vann faðir Abedi sem bænakallari í moskunni og sinnti bróðir hans sjálfboðastörfum þar. Segir talsmaðurinn að í moskunni sé boðuð hófsöm íslamstrú. Talið er að Abedi hafi nýlega ferðast erlendis en ekki er vitað hvert. Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard fer nú með rannsókn málsins þar sem megin áherslan er lögð á að rannsaka hvort að Abedi hafi verið einn að verki eða ekki en einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina. Áður höfðu hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið lýst því yfir að þau beri ábyrgð á árásinni. Hæsta viðbúnaðarstig hefur nú verið sett á í Bretlandi vegna ógnar af hryðjuverkum og segja bresk yfirvöld að hryðjuverk kunni að vera yfirvofandi. BREAKING: First Photo of Manchester Terrorist Salman Abedi - https://t.co/CFuDwOkjuU pic.twitter.com/7sgHN3eQCu— Breaking911 (@Breaking911) May 23, 2017
Hryðjuverk í Manchester Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira