Spyr hvers vegna Bjarni segir ekki af sér Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. maí 2017 14:23 Þorsteinn Víglundsson sagði að um pólitískan leik væri að ræða. vísir/anton brink „Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði áður lýst þeirri eindregnu skoðun sinni að sá ráðherra sem bryti jafnréttislög ætti umsvifalaust að segja af sér. En hann gerir ekki þá sömu kröfu til sjálfs síns og situr sem fastast,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Oddný vísaði til úrskurðar kærunefndar jafnréttislaga þess efnis að Bjarni hefði í störfum sínum sem fjármálaráðherra brotið jafnréttislög þegar hann réð karl en ekki konu sem skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins, þrátt fyrir að umsækjendurnir tveir, karl og kona, hefðu verið metin jafnhæf.Pólitískur leikur Oddný vildi vita hvort brot sem þessi hafi í för með sér einhverjar afleiðingar, og spurði Þorstein Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hvort hann líti þetta alvarlegum augum. Þorsteinn sagðist treysta því að fjármálaráðuneytið bregðist sjálft við úrskurðinum og hvernig taka skuli á honum. „Ég hef fullt traust á því að núverandi fjármálaráðherra ásamt stjórnsýslu ráðuneytisins muni gera það á réttan og skilvirkan hátt,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að um pólitískan leik væri að ræða, enda hefðu þingmenn stjórnarandstöðunnar varið það þegar Jóhanna Sigurðardóttir braut jafnréttislög í störfum sínum sem forsætisráðherra árið 2011. „Tækið er ekki til að koma pólitísku höggi á andstæðinga heldur tryggja jafnrétti innan stjórnsýslunnar og á vinnumarkaði almennt. Nú eru þingmenn stjórnarandstöðu sem áður vörðu brot á jafnréttislögum að gagnrýna og krefjast afsagnar. Staðan var öfug þegar aðrir voru í forystu. Það er einfaldlega pólitískur leikur sem ég nenni ekki að taka þátt í.“ Tengdar fréttir Ögmundur braut jafnréttislög - réð karl en ekki konu sem sýslumann Ögmundur Jónasson braut jafnréttislög þegar hann tók karl fram yfir konu í embætti sýslumanns á Húsavík. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Þar segir að kærunefndin jafnréttismála hafi komist að þeirri niðurstöðu að konan væri hæfari en karlinn í fjórum hæfnisþáttum af átta og jafnhæf í þremur. 29. ágúst 2012 19:15 Bjarni braut jafnréttislög Bjarni Benediktsson braut jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins, samkvæmt úrskurði kærunefndar jafnréttismála 4. maí 2017 20:13 Kallaði eftir afsögn Jóhönnu fyrir brot á jafnréttislögum „Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“ spyr Jóhanna Sigurðardóttir. 5. maí 2017 11:18 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
„Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði áður lýst þeirri eindregnu skoðun sinni að sá ráðherra sem bryti jafnréttislög ætti umsvifalaust að segja af sér. En hann gerir ekki þá sömu kröfu til sjálfs síns og situr sem fastast,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Oddný vísaði til úrskurðar kærunefndar jafnréttislaga þess efnis að Bjarni hefði í störfum sínum sem fjármálaráðherra brotið jafnréttislög þegar hann réð karl en ekki konu sem skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins, þrátt fyrir að umsækjendurnir tveir, karl og kona, hefðu verið metin jafnhæf.Pólitískur leikur Oddný vildi vita hvort brot sem þessi hafi í för með sér einhverjar afleiðingar, og spurði Þorstein Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hvort hann líti þetta alvarlegum augum. Þorsteinn sagðist treysta því að fjármálaráðuneytið bregðist sjálft við úrskurðinum og hvernig taka skuli á honum. „Ég hef fullt traust á því að núverandi fjármálaráðherra ásamt stjórnsýslu ráðuneytisins muni gera það á réttan og skilvirkan hátt,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að um pólitískan leik væri að ræða, enda hefðu þingmenn stjórnarandstöðunnar varið það þegar Jóhanna Sigurðardóttir braut jafnréttislög í störfum sínum sem forsætisráðherra árið 2011. „Tækið er ekki til að koma pólitísku höggi á andstæðinga heldur tryggja jafnrétti innan stjórnsýslunnar og á vinnumarkaði almennt. Nú eru þingmenn stjórnarandstöðu sem áður vörðu brot á jafnréttislögum að gagnrýna og krefjast afsagnar. Staðan var öfug þegar aðrir voru í forystu. Það er einfaldlega pólitískur leikur sem ég nenni ekki að taka þátt í.“
Tengdar fréttir Ögmundur braut jafnréttislög - réð karl en ekki konu sem sýslumann Ögmundur Jónasson braut jafnréttislög þegar hann tók karl fram yfir konu í embætti sýslumanns á Húsavík. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Þar segir að kærunefndin jafnréttismála hafi komist að þeirri niðurstöðu að konan væri hæfari en karlinn í fjórum hæfnisþáttum af átta og jafnhæf í þremur. 29. ágúst 2012 19:15 Bjarni braut jafnréttislög Bjarni Benediktsson braut jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins, samkvæmt úrskurði kærunefndar jafnréttismála 4. maí 2017 20:13 Kallaði eftir afsögn Jóhönnu fyrir brot á jafnréttislögum „Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“ spyr Jóhanna Sigurðardóttir. 5. maí 2017 11:18 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Ögmundur braut jafnréttislög - réð karl en ekki konu sem sýslumann Ögmundur Jónasson braut jafnréttislög þegar hann tók karl fram yfir konu í embætti sýslumanns á Húsavík. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Þar segir að kærunefndin jafnréttismála hafi komist að þeirri niðurstöðu að konan væri hæfari en karlinn í fjórum hæfnisþáttum af átta og jafnhæf í þremur. 29. ágúst 2012 19:15
Bjarni braut jafnréttislög Bjarni Benediktsson braut jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins, samkvæmt úrskurði kærunefndar jafnréttismála 4. maí 2017 20:13
Kallaði eftir afsögn Jóhönnu fyrir brot á jafnréttislögum „Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“ spyr Jóhanna Sigurðardóttir. 5. maí 2017 11:18