Lögreglan telur augljóst að árásarmaðurinn tengist stærra neti hryðjuverkamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2017 14:37 Salman Abedi var fæddur árið 1994. Lögreglan í Manchester telur augljóst að Salman Abedi, maðurinn sem sprengdi sig í loft upp í anddyri Manchester Arena á mánudagskvöld, tengist stærra neti hryðjuverkamanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar nú síðdegis þegar Ian Hopkins, lögreglustjóri, var spurður að því hvort að verið væri að leita að öðrum manni sem gerði sprengjuna sem Abedi notaði, en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að leitað væri að „sprengjugerðarmanni.“ Þannig telur öryggisblaðamaður BBC að Abedi hafi verið nokkurs konar burðardýr, það er að hann hafi ekki búið sprengjuna til sjálfur.Segir son sinn saklausan Þá gaf lögreglustjórinn ekki upp hvort að lögreglan hefði fundið „sprengjuverksmiðjuna“ en sagði að lögreglan væri að leita ítarlega um alla Manchester-borg. Þannig var mikill viðbúnaður í miðborginni í dag vegna húsleitar lögreglu. Lögreglustjórinn staðfesti að lögreglukona hefði verið á meðal þeirra sem lést í árásinni en gaf ekki upp nafn hennar að svo stöddu. AP-fréttastofan ræddi í dag við föður Abedi sem segir að sonur sinn sé saklaus. Þá sagði hann jafnframt að einn hinna handteknu væri annar sonur hans, hinn 23 ára gamli Ismail Abedi. „Við trúum ekki á það að drepa saklaust fólk, þetta erum ekki við,“ sagði Abedi eldri við AP og staðfesti einnig að Abedi hefði verið í Líbíu fyrir sex vikum og hefði ætlað sér að fara til Sádi-Arabíu. Eins og greint hefur verið frá hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar verið hækkað í Bretlandi og hermenn verið kallaðir út. Alls hafa fjórir verið handteknir vegna árásarinnar. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar. 24. maí 2017 08:41 Árásin í Manchester: Handtökur og herinn kallaður út Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. 24. maí 2017 11:17 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sjá meira
Lögreglan í Manchester telur augljóst að Salman Abedi, maðurinn sem sprengdi sig í loft upp í anddyri Manchester Arena á mánudagskvöld, tengist stærra neti hryðjuverkamanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar nú síðdegis þegar Ian Hopkins, lögreglustjóri, var spurður að því hvort að verið væri að leita að öðrum manni sem gerði sprengjuna sem Abedi notaði, en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að leitað væri að „sprengjugerðarmanni.“ Þannig telur öryggisblaðamaður BBC að Abedi hafi verið nokkurs konar burðardýr, það er að hann hafi ekki búið sprengjuna til sjálfur.Segir son sinn saklausan Þá gaf lögreglustjórinn ekki upp hvort að lögreglan hefði fundið „sprengjuverksmiðjuna“ en sagði að lögreglan væri að leita ítarlega um alla Manchester-borg. Þannig var mikill viðbúnaður í miðborginni í dag vegna húsleitar lögreglu. Lögreglustjórinn staðfesti að lögreglukona hefði verið á meðal þeirra sem lést í árásinni en gaf ekki upp nafn hennar að svo stöddu. AP-fréttastofan ræddi í dag við föður Abedi sem segir að sonur sinn sé saklaus. Þá sagði hann jafnframt að einn hinna handteknu væri annar sonur hans, hinn 23 ára gamli Ismail Abedi. „Við trúum ekki á það að drepa saklaust fólk, þetta erum ekki við,“ sagði Abedi eldri við AP og staðfesti einnig að Abedi hefði verið í Líbíu fyrir sex vikum og hefði ætlað sér að fara til Sádi-Arabíu. Eins og greint hefur verið frá hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar verið hækkað í Bretlandi og hermenn verið kallaðir út. Alls hafa fjórir verið handteknir vegna árásarinnar.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar. 24. maí 2017 08:41 Árásin í Manchester: Handtökur og herinn kallaður út Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. 24. maí 2017 11:17 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sjá meira
Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar. 24. maí 2017 08:41
Árásin í Manchester: Handtökur og herinn kallaður út Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. 24. maí 2017 11:17
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent