Erlend rútufyrirtæki séu að gera út af við rekstur innlendra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2017 07:00 Erlend rútufyrirtæki bjóða ferðamönnum sem þessum ferðir á mun lægra verði en innlend. vísir/pjetur Erlend fyrirtæki sem bjóða upp á afar ódýrar rútuferðir eru að gera út af við rekstur innlendra fyrirtækja. Þetta er mat Magnúsar H. Valdimarssonar, eiganda Time Tours. „Áttatíu prósent af okkar starfsemi eru að keyra kínverska ferðamenn en það gengur illa þegar það er verið að bjóða ferðir sem kosta nánast þriðjung af því sem við getum boðið,“ segir Magnús. Að sögn Gunnars Vals Sveinssonar, verkefnastjóra hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF), hafa erlend fyrirtæki verið að koma hingað í auknum mæli og bjóða erlendum aðilum, til að mynda ferðaskrifstofum, ódýrari þjónustu en íslensk fyrirtæki geta boðið.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.vísir/vilhelm„Þau borga laun í samræmi við það sem tíðkast í þeirra heimalöndum, oftast í Austur-Evrópu. Þau eru talsvert lægri en hér á landi. Fyrirtækin greiða heldur ekki virðisaukaskatt eins og þeim ber að gera og skrá sig ekki á virðisaukaskattskrá. Það er mjög víða pottur brotinn í þessum málum,“ segir Gunnar Valur. Undir þetta tekur Magnús. „Við höfum verið að heyra það út undan okkur að þessir bílstjórar séu að fá á milli fjögur og sex þúsund krónur á dag í laun.“ Gunnar Valur segir að SAF og aðilar vinnumarkaðarins hafi verið að benda stjórnvöldum á þessa hnökra. Stjórnvöld séu hins vegar ekki að takast á við vandann með afgerandi hætti. „Nú veit ég þó að þær stofnanir sem málið snýr að, tollurinn, ríkisskattstjóri, lögreglan og Vinnumálastofnun, eru að ráða ráðum sínum. Það skal ekki tekið af þeim og það er mjög ánægjulegt að þær séu að gera það.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir vandann fara vaxandi. „Við erum að sjá þetta spretta upp í rútubílaakstri. Bílstjórinn nýtur engra þeirra kjara sem hann á að gera samkvæmt kjarasamningum og reglum hér. Það er okkar tilfinning að þetta hafi vaxið mjög mikið.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Sjá meira
Erlend fyrirtæki sem bjóða upp á afar ódýrar rútuferðir eru að gera út af við rekstur innlendra fyrirtækja. Þetta er mat Magnúsar H. Valdimarssonar, eiganda Time Tours. „Áttatíu prósent af okkar starfsemi eru að keyra kínverska ferðamenn en það gengur illa þegar það er verið að bjóða ferðir sem kosta nánast þriðjung af því sem við getum boðið,“ segir Magnús. Að sögn Gunnars Vals Sveinssonar, verkefnastjóra hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF), hafa erlend fyrirtæki verið að koma hingað í auknum mæli og bjóða erlendum aðilum, til að mynda ferðaskrifstofum, ódýrari þjónustu en íslensk fyrirtæki geta boðið.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.vísir/vilhelm„Þau borga laun í samræmi við það sem tíðkast í þeirra heimalöndum, oftast í Austur-Evrópu. Þau eru talsvert lægri en hér á landi. Fyrirtækin greiða heldur ekki virðisaukaskatt eins og þeim ber að gera og skrá sig ekki á virðisaukaskattskrá. Það er mjög víða pottur brotinn í þessum málum,“ segir Gunnar Valur. Undir þetta tekur Magnús. „Við höfum verið að heyra það út undan okkur að þessir bílstjórar séu að fá á milli fjögur og sex þúsund krónur á dag í laun.“ Gunnar Valur segir að SAF og aðilar vinnumarkaðarins hafi verið að benda stjórnvöldum á þessa hnökra. Stjórnvöld séu hins vegar ekki að takast á við vandann með afgerandi hætti. „Nú veit ég þó að þær stofnanir sem málið snýr að, tollurinn, ríkisskattstjóri, lögreglan og Vinnumálastofnun, eru að ráða ráðum sínum. Það skal ekki tekið af þeim og það er mjög ánægjulegt að þær séu að gera það.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir vandann fara vaxandi. „Við erum að sjá þetta spretta upp í rútubílaakstri. Bílstjórinn nýtur engra þeirra kjara sem hann á að gera samkvæmt kjarasamningum og reglum hér. Það er okkar tilfinning að þetta hafi vaxið mjög mikið.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Sjá meira