Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. maí 2017 07:00 Donald Trump, Theresa May, Recep Tayyip Erdogan, Bjarni Benediktsson og Viktor Orban voru á meðal viðstaddra á leiðtogafundi sem haldinn var í nýjum höfuðstöðvum NATO í Brussel í Belgíu í gær. Nordicphotos/AFP Allra augu voru á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) mættu til fundar í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær. Nýtti hann tækifærið til að endurtaka kunnuglegt stef sitt úr kosningabaráttunni um að hin aðildarríkin eyddu ekki nægilega miklu í varnarmál. „Það eru 23 aðildarríki af 28 sem borga ekki enn eins mikið og þau ættu að borga,“ sagði Trump. Hann bætti því við að ríkin skulduðu þar með framlög aftur í tímann en samkvæmt upplýsingum BBC er það hins vegar ekki rétt. Samkvæmt ársreikningi NATO frá því í fyrra er það aftur á móti rétt að einungis fimm aðildarríki eyddu þeim tveimur prósentum í varnarmál sem bandalagið miðar við. Það eru Bandaríkin, Bretland, Grikkland, Pólland og Eistland. Aftur á móti er um viðmið að ræða en ekki reglu. Ríkjum þar sem framlög til varnarmála eru minni en tvö prósent fjárlaga er því ekki refsað. Trump, sem gagnrýndur hefur verið fyrir samband sitt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, tjáði sig um framtíðarsýn sína á hlutverk NATO. „Atlantshafsbandalag framtíðarinnar þarf að einbeita sér verulega að hryðjuverkum og fólksflutningum sem og ógninni sem stafar af Rússum á austurlandamærum NATO.“ Forsetinn fundaði einnig með Donald Tusk, forseta Evrópuráðsins, og sagðist sá síðarnefndi ekki viss um að þeir hefðu sömu stefnu varðandi Rússland. „En þegar kemur að átökunum í Úkraínu erum við á sama máli,“ sagði Tusk eftir fundinn. Nýleg árás á ensku borgina Manchester kom einnig til tals. Sagði Trump að hryðjuverkamenn þyrfti að stöðva annars myndu atburðirnir í Manchester endurtaka sig endalaust. „Það flæða þúsundir á þúsundir ofan inn í lönd okkar og dreifa sér víða. Í mörgum tilfellum höfum við ekki hugmynd um hvaða fólk þetta er. Við þurfum að vera hörð, við þurfum að vera sterk og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Trump. Upplýsingum um rannsóknina á árásinni hefur hins vegar verið lekið í bandaríska fjölmiðla. Hafa þeir meðal annars birt myndir og fréttir af rannsókninni sem Trump telur að ógni þjóðaröryggi. Þá þykir víst að lekarnir reyni á samband Bandaríkjanna og Bretlands. Sjálfur hefur Trump heitið því að lekamaðurinn, eða lekamennirnir, verði sóttir til saka. Þá hafa breskir miðlar greint frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sé afar ósátt og muni krefja Trump um útskýringar er þau hittast í Brussel. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Allra augu voru á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) mættu til fundar í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær. Nýtti hann tækifærið til að endurtaka kunnuglegt stef sitt úr kosningabaráttunni um að hin aðildarríkin eyddu ekki nægilega miklu í varnarmál. „Það eru 23 aðildarríki af 28 sem borga ekki enn eins mikið og þau ættu að borga,“ sagði Trump. Hann bætti því við að ríkin skulduðu þar með framlög aftur í tímann en samkvæmt upplýsingum BBC er það hins vegar ekki rétt. Samkvæmt ársreikningi NATO frá því í fyrra er það aftur á móti rétt að einungis fimm aðildarríki eyddu þeim tveimur prósentum í varnarmál sem bandalagið miðar við. Það eru Bandaríkin, Bretland, Grikkland, Pólland og Eistland. Aftur á móti er um viðmið að ræða en ekki reglu. Ríkjum þar sem framlög til varnarmála eru minni en tvö prósent fjárlaga er því ekki refsað. Trump, sem gagnrýndur hefur verið fyrir samband sitt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, tjáði sig um framtíðarsýn sína á hlutverk NATO. „Atlantshafsbandalag framtíðarinnar þarf að einbeita sér verulega að hryðjuverkum og fólksflutningum sem og ógninni sem stafar af Rússum á austurlandamærum NATO.“ Forsetinn fundaði einnig með Donald Tusk, forseta Evrópuráðsins, og sagðist sá síðarnefndi ekki viss um að þeir hefðu sömu stefnu varðandi Rússland. „En þegar kemur að átökunum í Úkraínu erum við á sama máli,“ sagði Tusk eftir fundinn. Nýleg árás á ensku borgina Manchester kom einnig til tals. Sagði Trump að hryðjuverkamenn þyrfti að stöðva annars myndu atburðirnir í Manchester endurtaka sig endalaust. „Það flæða þúsundir á þúsundir ofan inn í lönd okkar og dreifa sér víða. Í mörgum tilfellum höfum við ekki hugmynd um hvaða fólk þetta er. Við þurfum að vera hörð, við þurfum að vera sterk og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Trump. Upplýsingum um rannsóknina á árásinni hefur hins vegar verið lekið í bandaríska fjölmiðla. Hafa þeir meðal annars birt myndir og fréttir af rannsókninni sem Trump telur að ógni þjóðaröryggi. Þá þykir víst að lekarnir reyni á samband Bandaríkjanna og Bretlands. Sjálfur hefur Trump heitið því að lekamaðurinn, eða lekamennirnir, verði sóttir til saka. Þá hafa breskir miðlar greint frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sé afar ósátt og muni krefja Trump um útskýringar er þau hittast í Brussel.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira