„Það á að setja þöggunarnefnd yfir stjórnendur Landspítalans“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2017 11:28 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. vísir/stefán Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir hugmyndir um að skipa stjórn yfir Landspítalann ógeðfellda aðför stjórnarliða að spítalanum og sakar þá um þöggunartilburði. Ljóst sé að nýrri ríkisstjórn hugnast ekki vinnubrögð stjórnenda spítalans. „Það er greinilegt að nýjum valdhöfum líkar ekki að Landspítalinn háskólasjúkrahús og stjórnendur hans hafa gert það sem þeim ber að gera, þeir hafa upplýst þing og þjóð um hina raunverulega stöðu Landspítalans,“ sagði Steingrímur í störfum þingsins í morgun.Kokkað saman þöggunarnefnd bak við tjöldin Unnið er að þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að kanna kosti þess að skipa stjórn yfir spítalann. Steingrímur sagði að með því hafi ríkisstjórnin „bak við tjöldin kokkað með sér hugmyndir um einhvers konar póltíska stjórn“. „Það á að setja þöggunarnefnd yfir stjórnendur Landspítalans og þeir eiga að hætta að koma og kynna sín mál fyrir fjárveitingarvaldinu og svo framvegis,“ sagði hann. Þá sé það galið af fjármálaráðherra að líkja Landspítalanum við fyrirtæki. „Er Landspítalinn bara eitthvað hf. úti í bæ? Bara fyrirtæki? Nei, Landspítalinn er móðurstöð í íslenska heilbrigðiskerfinu.Eðlilegt að ræða málin og óþarfi að fara á taugum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist sjá ástæðu til þess að bregðast við ummælum Steingríms og sagði eðlilegt að þessi mál séu rædd. Þá sé óþarfi að fara á taugum. „Ég held að stjórnir yfir opinberar stofnanir geti verið gagnlegar og orðið til þess að styrkja þær. Ég held að það verði að meta í hverju tilviki fyrir sig og ég held að við getum ekki útilokað umræður um það sérstaklega þegar um er að ræða jafn stóra stofnun sem gegnir jafn þýðingarmiklu hlutverki og Landspítali háskólasjúkrahús,“ sagði Birgir. Tengdar fréttir Stuðningur við tillögu um spítalastjórn Bæði fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar telja æskilegt að skipa stjórn yfir Landspítalann. Formaður velferðarnefndar segir hugmyndina á frumstigi en að unnið sé að þingsályktunartillögu. 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir hugmyndir um að skipa stjórn yfir Landspítalann ógeðfellda aðför stjórnarliða að spítalanum og sakar þá um þöggunartilburði. Ljóst sé að nýrri ríkisstjórn hugnast ekki vinnubrögð stjórnenda spítalans. „Það er greinilegt að nýjum valdhöfum líkar ekki að Landspítalinn háskólasjúkrahús og stjórnendur hans hafa gert það sem þeim ber að gera, þeir hafa upplýst þing og þjóð um hina raunverulega stöðu Landspítalans,“ sagði Steingrímur í störfum þingsins í morgun.Kokkað saman þöggunarnefnd bak við tjöldin Unnið er að þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að kanna kosti þess að skipa stjórn yfir spítalann. Steingrímur sagði að með því hafi ríkisstjórnin „bak við tjöldin kokkað með sér hugmyndir um einhvers konar póltíska stjórn“. „Það á að setja þöggunarnefnd yfir stjórnendur Landspítalans og þeir eiga að hætta að koma og kynna sín mál fyrir fjárveitingarvaldinu og svo framvegis,“ sagði hann. Þá sé það galið af fjármálaráðherra að líkja Landspítalanum við fyrirtæki. „Er Landspítalinn bara eitthvað hf. úti í bæ? Bara fyrirtæki? Nei, Landspítalinn er móðurstöð í íslenska heilbrigðiskerfinu.Eðlilegt að ræða málin og óþarfi að fara á taugum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist sjá ástæðu til þess að bregðast við ummælum Steingríms og sagði eðlilegt að þessi mál séu rædd. Þá sé óþarfi að fara á taugum. „Ég held að stjórnir yfir opinberar stofnanir geti verið gagnlegar og orðið til þess að styrkja þær. Ég held að það verði að meta í hverju tilviki fyrir sig og ég held að við getum ekki útilokað umræður um það sérstaklega þegar um er að ræða jafn stóra stofnun sem gegnir jafn þýðingarmiklu hlutverki og Landspítali háskólasjúkrahús,“ sagði Birgir.
Tengdar fréttir Stuðningur við tillögu um spítalastjórn Bæði fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar telja æskilegt að skipa stjórn yfir Landspítalann. Formaður velferðarnefndar segir hugmyndina á frumstigi en að unnið sé að þingsályktunartillögu. 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Stuðningur við tillögu um spítalastjórn Bæði fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar telja æskilegt að skipa stjórn yfir Landspítalann. Formaður velferðarnefndar segir hugmyndina á frumstigi en að unnið sé að þingsályktunartillögu. 26. maí 2017 07:00