Guðsþjónusta var með nokkuð óhefðbundnum hætti í Seltjarnarneskirkju í dag þegar svokölluð gæludýrablessun fór fram. Hundar voru í meirihluta en þar voru einnig að finna ketti og einn hamstur.
Dýr og menn mynduðu svo hring fyrir framan altarið þar sem Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur blessaði dýrin.
Fréttastofa leit við í Seltjarnarneskirkju í dag, líkt og sjá má í spilaranum hér að ofan.
