Rokkarinn Gregg Allman er látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 21:01 Gregg Allman. Vísir/Getty Rokkgoðið Gregg Allman er látinn, 69 ára að aldri en þetta er staðfest á heimasíðu tónlistarmannsins, þar sem segir að hann hafi látist á heimili sínu í Savannah í Georgíu í sunnanverðum Bandaríkjunum. Söngvarinn var greindur með lifrarbólgu C árið 2007 og fékk nýja lifur árið 2010. Hann hætti við fjölda tónleika í fyrra til þess að geta einbeint sér að heilsu sinni. Líkt og margir tónlistarmenn glímdi Allman reglulega við áfengis og eiturlyfjafíkn. Allman fæddist árið 1947 í Nashville borg og er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað rokkhljómsveitina The Allman Brothers Band árið 1969 ásamt bróður sínum Duane Allman en sú hljómsveit er vel þekkt fyrir slagara á borð við Jessica og Ramblin' Man en aðdáendur bílaþáttanna Top Gear ættu að kannast vel við fyrrnefnda lagið. Þá átti Gregg einnig sólóferil og gaf hann til að mynda út plötuna Laid Back árið 1973 en meðal hans nýjustu verka er platan Low Country Blues sem kom út árið 2011. Allman hlaut fjölda verðlauna á tónlistarferli sínum, til að mynda nokkur Grammy verðlaun og þá hefur tímaritið Rolling Stone sett hann í 70. sæti yfir mögnuðustu söngvara allra tíma. Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Rokkgoðið Gregg Allman er látinn, 69 ára að aldri en þetta er staðfest á heimasíðu tónlistarmannsins, þar sem segir að hann hafi látist á heimili sínu í Savannah í Georgíu í sunnanverðum Bandaríkjunum. Söngvarinn var greindur með lifrarbólgu C árið 2007 og fékk nýja lifur árið 2010. Hann hætti við fjölda tónleika í fyrra til þess að geta einbeint sér að heilsu sinni. Líkt og margir tónlistarmenn glímdi Allman reglulega við áfengis og eiturlyfjafíkn. Allman fæddist árið 1947 í Nashville borg og er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað rokkhljómsveitina The Allman Brothers Band árið 1969 ásamt bróður sínum Duane Allman en sú hljómsveit er vel þekkt fyrir slagara á borð við Jessica og Ramblin' Man en aðdáendur bílaþáttanna Top Gear ættu að kannast vel við fyrrnefnda lagið. Þá átti Gregg einnig sólóferil og gaf hann til að mynda út plötuna Laid Back árið 1973 en meðal hans nýjustu verka er platan Low Country Blues sem kom út árið 2011. Allman hlaut fjölda verðlauna á tónlistarferli sínum, til að mynda nokkur Grammy verðlaun og þá hefur tímaritið Rolling Stone sett hann í 70. sæti yfir mögnuðustu söngvara allra tíma.
Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira