Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2017 12:54 Fataálman í Costco, gallabuxurnar til hægri. Vísir/Eyþór Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu vill að umræðan um verðsamanburð, í tengslum við komu Costco til landsins, fari fram á málefnalegum grunni. Hún segir að verslun í landinu fagni almennt komu Costco sem sé góð viðbót í verslunarflóru Íslendinga og að það sé algjörlega „frábært fyrir Ísland“ að fá svo stóran aðila inn á markaðinn. Hún vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. Mikilvægt sé að verð sömu hluta sé borið saman, en ekki epla og appelsína, og tók hún dæmi af tveimur mismunandi gerðum af gallabuxum frá Levi's, annars vegar aðsniðnar í sérverslun og svo þá sem fæst í Costco. „Þegar fólk er að bera saman Levi's 501 gallabuxur í stöflum í Costco eða 10 gallabuxur í einhverri verslun og bera saman verðið þarna á milli [...] það er ekkert hægt að bera svona saman. Það er það sem ég er að kalla eftir. Tökum málefnalega umræðu um verð - svo er það þjónustan og fjölbreytileikinn og allur pakkinn.“Hafa sama skilarétt Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, tekur í sama streng og segir mikilvægt að átta sig á því hvað neytendur væru að bera saman. Hann imprar á því að þó svo að Costco væri vöruhús með fábreyttara úrval á einstökum vörum, svo sem gallabuxum sem kannski eru einungis til sölu í takmarkaðan tíma, þá hafi kaupandinn alveg sama skilarétt og í öðrum verslunum. „Ég held að koma Costco inn á íslenska markaðinn eigi eftir að hafa miklu meiri áhrif til meiri langframa en margir bjuggust við. Sjálfur átti ég ekki von á að það yrði mikill munur á matvælaverði í Costco í öðrum verslunum en það er meiri munur en ég reiknaði með - þá sérstaklega á innfluttum vörum. Munar þar talsvert miklu. Auðvitað er það rétt að þú kaupir í meira magni í Costco sem hentar kannski einhverjum sem býr einn en fyrir þá sem geta nýtt sér það þá er þetta virkilega, virkilega jákvætt,“ segir Ólafur Hann segist hafa fundið, í marga mánuði, að verðvitund Íslendinga sé að eflast og að Facebooksíðan Keypt í Costco ísl. - Myndir og verð sé glöggt dæmi um það. „Við erum að verða gagnrýnni og við erum farin að gera kröfu um hagstætt verð. Við höfum ekki gert kröfu um það á Íslandi til þessa. Við höfum látið okkur bjóða nánast hvað sem er.“Hvað veldur þessu háa vöruverði? Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingismaður Vinstri Grænna, spyr sig hvað veldur því að vöruverð á Íslandi hafi verið svona hátt fram til þessa. „Við erum náttúrulega eyja; einangruð og flutningskostnaður og allt þetta en er það eitt og sér næg skýring,“ spyr Kolbeinn sem segist hafa kynnt sér arðsemi dagvöruverslunar á Íslandi, samanborið við Bandaríkin. Þar sé arðsemin um 10-13% en á Íslandi sé hún 30% „Hver er ástæðan fyrir þessu?“ Hann segir vandann á Íslandi vera hátt vöruverð - „sem gerir það að verkum að allt of margir á Íslandi eiga erfitt með að ná endum saman og mér finnst við eiga að nýta þessa umræðu til að taka á því.“ Þau Margrét Sanders, Ólafur Arnarson og Kolbeinn Óttarsson Proppé voru gestir hans Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag en spjall þeirra má heyra hér að neðan. Costco Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu vill að umræðan um verðsamanburð, í tengslum við komu Costco til landsins, fari fram á málefnalegum grunni. Hún segir að verslun í landinu fagni almennt komu Costco sem sé góð viðbót í verslunarflóru Íslendinga og að það sé algjörlega „frábært fyrir Ísland“ að fá svo stóran aðila inn á markaðinn. Hún vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. Mikilvægt sé að verð sömu hluta sé borið saman, en ekki epla og appelsína, og tók hún dæmi af tveimur mismunandi gerðum af gallabuxum frá Levi's, annars vegar aðsniðnar í sérverslun og svo þá sem fæst í Costco. „Þegar fólk er að bera saman Levi's 501 gallabuxur í stöflum í Costco eða 10 gallabuxur í einhverri verslun og bera saman verðið þarna á milli [...] það er ekkert hægt að bera svona saman. Það er það sem ég er að kalla eftir. Tökum málefnalega umræðu um verð - svo er það þjónustan og fjölbreytileikinn og allur pakkinn.“Hafa sama skilarétt Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, tekur í sama streng og segir mikilvægt að átta sig á því hvað neytendur væru að bera saman. Hann imprar á því að þó svo að Costco væri vöruhús með fábreyttara úrval á einstökum vörum, svo sem gallabuxum sem kannski eru einungis til sölu í takmarkaðan tíma, þá hafi kaupandinn alveg sama skilarétt og í öðrum verslunum. „Ég held að koma Costco inn á íslenska markaðinn eigi eftir að hafa miklu meiri áhrif til meiri langframa en margir bjuggust við. Sjálfur átti ég ekki von á að það yrði mikill munur á matvælaverði í Costco í öðrum verslunum en það er meiri munur en ég reiknaði með - þá sérstaklega á innfluttum vörum. Munar þar talsvert miklu. Auðvitað er það rétt að þú kaupir í meira magni í Costco sem hentar kannski einhverjum sem býr einn en fyrir þá sem geta nýtt sér það þá er þetta virkilega, virkilega jákvætt,“ segir Ólafur Hann segist hafa fundið, í marga mánuði, að verðvitund Íslendinga sé að eflast og að Facebooksíðan Keypt í Costco ísl. - Myndir og verð sé glöggt dæmi um það. „Við erum að verða gagnrýnni og við erum farin að gera kröfu um hagstætt verð. Við höfum ekki gert kröfu um það á Íslandi til þessa. Við höfum látið okkur bjóða nánast hvað sem er.“Hvað veldur þessu háa vöruverði? Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingismaður Vinstri Grænna, spyr sig hvað veldur því að vöruverð á Íslandi hafi verið svona hátt fram til þessa. „Við erum náttúrulega eyja; einangruð og flutningskostnaður og allt þetta en er það eitt og sér næg skýring,“ spyr Kolbeinn sem segist hafa kynnt sér arðsemi dagvöruverslunar á Íslandi, samanborið við Bandaríkin. Þar sé arðsemin um 10-13% en á Íslandi sé hún 30% „Hver er ástæðan fyrir þessu?“ Hann segir vandann á Íslandi vera hátt vöruverð - „sem gerir það að verkum að allt of margir á Íslandi eiga erfitt með að ná endum saman og mér finnst við eiga að nýta þessa umræðu til að taka á því.“ Þau Margrét Sanders, Ólafur Arnarson og Kolbeinn Óttarsson Proppé voru gestir hans Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag en spjall þeirra má heyra hér að neðan.
Costco Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira