Árásin var gerð á föstudag og hafði Trump verið gagnrýndur harðlega fyrir að láta ekkert í sér heyra varðandi árásina.
„Hinar ofbeldisfullu árásir í Portland á föstudaginn eru óásættanlegar. Fórnarlömbin risu upp gegn hatri og fordómum. Þau eru í bænum okkar,“ var skrifað á opinberan Twitter-reikning forseta Bandaríkjanna.
Athygli vekur þó að ummælin voru ekki birt á persónulegum Twitter-reikningi Trump sem hann notar iðulega.
Mennirnir sem létust, Taliesin Namkai-Meche og Ricky Best, hafa verið hylltir sem hetjur, en maðurinn sem grunaðir er um árásina er sagður hafa öskrað „allir múslimar ættu að deyja,“ á meðan hann réðst á mennina tvo.
Hann er sagður aðhyllast öfgasinnaða hægri stefnu en er nú í haldi lögreglu.
The violent attacks in Portland on Friday are unacceptable. The victims were standing up to hate and intolerance. Our prayers are w/ them.
— President Trump (@POTUS) May 29, 2017