ÍBV komst í baráttuna með efstu liðunum í Pepsi-deild kvenna í kvöld en Breiðablik missti Þór/KA langt fram úr sér.
ÍBV vann rimmu liðanna 2-0 með mörkum frá Katie Kraeutner og Kristínu Ernu Sigurlásdóttur.
ÍBV komst þar með upp í 13 stig og er aðeins tveim stigum á eftir Blikum sem eru eftir sem áður í þriðja sæti deildarinnar.
Þór/KA er aftur á móti að stinga af og er nú sex stigum á undan Blikastúlkum.
