Cooper hafði spurt Conway um þessa ákvörðun Trumps og ákvað Conway að nefna nokkrar staðreyndir sem komu málinu ekki beint við. Það varð til þess að Cooper ranghvolfdi augunum og sló það í gegn á samfélagsmiðlum.
Best. EyeRoll. Ever.... pic.twitter.com/K7R3og8csE
— James Corden (@JKCorden) May 10, 2017
Cooper var ekki að kaupa þessa útskýringu Conway og bað hana um að útskýra hvernig stæði á því að Trump hefði hrósað Comey á meðan kosningabaráttunni stóð í fyrra en ákveðið að reka hann í gær.
„Sú manneskja er ekki lengur til? Forsetaframbjóðandinn Trump er bara sögupersóna sem við megum ekki lengur vísa til?,“ spurði Cooper.
Conway hóf svar sitt á því að segja að hún ætlaði sér að hunsa hversu kaldranaleg framkoma Cooper væri. Hún sagði svo að Trump hefði hreinlega ekki trú á hæfileikum Comey.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild hér fyrir neðan: