„Þetta er mikið og þungt högg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. maí 2017 16:23 Vilhjálmur Birgisson var á fundi starfsmanna í dag. Vísir/Anton „Þetta eru mjög mikilvæg störf sem við erum hér að missa,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, eftir að tilkynnt var um að 86 starfsmenn HB Granda sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp.Vinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni félagsins í Reykjavík. Viðræður höfðu staðið yfir á milli HB Granda, Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna um nauðsynlegar endurbætur á höfninni. Stóðu vonir til þess að þær viðræður myndu verða til þess að ekki þyrfti að segja starsfólki upp. „Nú er komin niðurstaða í það og þetta gekk ekki eftir. Þetta er sorgardagur að hér sé verið að hætta landvinnslu á Akranesi eftir um hundrað ár. Þetta fyrirtæki hefur verið starfrækt hérna frá 1906 þannig að þetta er dapurt,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningu frá HB Granda til kauphallar segir að starfsfólki verði boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum í Reykjavík og á Akranesi. Vilhjálmur segir þó að erfitt geti verið fyrir marga af þeim sem sagt var upp að þiggja starf í Reykjavík. „Aðstæður þessara kvenna sem um ræðir, þetta eru margar konur með börn í skóla og leikskóla. Það verður mjög erfitt,“ segir Vilhjálmur en stór hluti þeirra sem sagt verður upp eru konur. „Þetta eru að stórum hluta kvennastörf þó það sé vissulega séu karlmenn undir líka. Þetta er þungt högg fyrir okkur og við þurfum að sjá hvernig úr þessu vinnst,“ segir Vilhjálmur sem bendir á að fyrirtæki, ekki síst þau sem starfi í sjávarútvegi þurfi að sinna samfélagslegri skyldu gagnvart sveitarfélögum og starfsfólki. „Þetta eru langmikilvægustu störfin og þetta hefur verið fjöregg okkar Skagamanna, landvinnslan. Þetta er mikið og þungt högg.“ Brim Tengdar fréttir Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
„Þetta eru mjög mikilvæg störf sem við erum hér að missa,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, eftir að tilkynnt var um að 86 starfsmenn HB Granda sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp.Vinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni félagsins í Reykjavík. Viðræður höfðu staðið yfir á milli HB Granda, Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna um nauðsynlegar endurbætur á höfninni. Stóðu vonir til þess að þær viðræður myndu verða til þess að ekki þyrfti að segja starsfólki upp. „Nú er komin niðurstaða í það og þetta gekk ekki eftir. Þetta er sorgardagur að hér sé verið að hætta landvinnslu á Akranesi eftir um hundrað ár. Þetta fyrirtæki hefur verið starfrækt hérna frá 1906 þannig að þetta er dapurt,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningu frá HB Granda til kauphallar segir að starfsfólki verði boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum í Reykjavík og á Akranesi. Vilhjálmur segir þó að erfitt geti verið fyrir marga af þeim sem sagt var upp að þiggja starf í Reykjavík. „Aðstæður þessara kvenna sem um ræðir, þetta eru margar konur með börn í skóla og leikskóla. Það verður mjög erfitt,“ segir Vilhjálmur en stór hluti þeirra sem sagt verður upp eru konur. „Þetta eru að stórum hluta kvennastörf þó það sé vissulega séu karlmenn undir líka. Þetta er þungt högg fyrir okkur og við þurfum að sjá hvernig úr þessu vinnst,“ segir Vilhjálmur sem bendir á að fyrirtæki, ekki síst þau sem starfi í sjávarútvegi þurfi að sinna samfélagslegri skyldu gagnvart sveitarfélögum og starfsfólki. „Þetta eru langmikilvægustu störfin og þetta hefur verið fjöregg okkar Skagamanna, landvinnslan. Þetta er mikið og þungt högg.“
Brim Tengdar fréttir Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00
Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02
Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14