Máni tekur Úlf og Valskonur í gegn: „Öll stjórn á Valsliðinu var þeim ekki til sóma“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2017 09:00 Valur er í vandræðum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en liðið er með þrjú stig eftir þrjá leiki sem er versta stigasöfnun liðs sem spáð hefur verið Íslandsmeistaratitlinum frá stofnun tíu liða deildar árið 2008. Valsliðið fékk vænan skell í Kópavogi á miðvikudagskvöldið þegar það steinlá á móti Breiðabliki, 3-0. Það tapaði fyrir Þór/KA, 1-0, í fyrstu umferðinni en pakkaði Eyjakonum saman, 4-0, í annarri umferð deildarinnar. Úlfur Blandon, þjálfari Vals, mætti ekki til viðtals eftir leikinn en fréttamenn á staðnum sáu á eftir honum rjúka út af velinum án þess að ræða við nokkurn mann þó til þess sé ætlast af öllum þjálfurum deildarinnar. Valsliðið er með 200 leikja konur innan sinna raða eins og Málfríði Ernu Sigurðardóttur, Laufey Björnsdóttur, Pálu Marie Einarsdóttur, Söndru Sigurðardóttur og svo auðvitað landsliðsfyrirliðann Margréti Láru Viðarsdóttur. Engin þeirra mætti til viðtals til að svara fyrir þennan skell. Sú sem mætti var Hrafnhildur Hauksdóttir, 21 árs gamall vinstri bakvörður Valsliðsins, sem stóð sig vel í viðtölum.Blikastúlkur fagna marki á móti Val.vísir/ernirÍ Pepsi-mörkum kvenna velti Helena Ólafsdóttir því fyrir sér hvort pressan væri strax að buga Úlf Blandon en honum er ætlað að skila Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda. „Það er ekki hægt að segja að pressan sé of mikil. Eftir næstu umferð verður Valur búið að mæta fjórum af fimm liðunum sem það ætlaði að keppa við um Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, í þætti gærkvöldsins. „Ég get ekki trúað því að pressan sé ekki eins mikil og í karlaboltanum í Kópavogi þar sem menn eru látnir fara eftir tvo leiki,“ bætti hann við og hló. Máni var þó fljótur að hætta að brosa þegar hann afgreiddi Úlf og reynslumestu leikmenn Vals fyrir að svara ekki fyrir þetta tap í Kópavoginum. „Þetta er algjörlega óboðlegt. Öll stjórn á þessu Valsliði í leiknum var þeim ekki til sóma. Úlfur mætir ekki í viðtal. Hann er þjálfari og höfuð þessa liðs. Hann á auðvitað mæta og svara fyrir þetta. Það er bara eðlilegt,“ sagði hann. „Allt í lagi. Þjálfarinn kemur ekki í viðtal. Það getur verið góð ástæða fyrir því. Stundum er aðstoðarþjálfarinn sendur í viðtal og stundum koma leikmenn bara í viðtöl. Kannsi var eitthvað þarna á bakvið.“ „En í þessu liði er landsliðsfyrirliðinn og svo ertu með Málfríði Ernu og Söndru en ákveðið er að senda einn ungliðann í viðtal. Ég velti fyrir mér hvaða stjórnun inn í klefa er það að senda unga manneskju í viðtal eftir svona leik þar sem liðið er algjörlega búið að skíta á sig.“ „Þarna á að senda Margréti Láru eða einhvern sem er foringi í þessu liði til að svara fyrir í viðtölum eftir svona frammistöðu. Í staðinn er sendur ungur leikmaður og hverju átti hún nú að fara að svara? Þetta var ekki á hennar ábyrgð,“ sagði Máni Pétursson. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Versta byrjun meistaraefna í sögu tíu liða deildar Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Pepsi-deild kvenna en hafa ekki staðið undir þeirri pressu í fyrstu þremur umferðunum. 11. maí 2017 16:30 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45 Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Valur er í vandræðum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en liðið er með þrjú stig eftir þrjá leiki sem er versta stigasöfnun liðs sem spáð hefur verið Íslandsmeistaratitlinum frá stofnun tíu liða deildar árið 2008. Valsliðið fékk vænan skell í Kópavogi á miðvikudagskvöldið þegar það steinlá á móti Breiðabliki, 3-0. Það tapaði fyrir Þór/KA, 1-0, í fyrstu umferðinni en pakkaði Eyjakonum saman, 4-0, í annarri umferð deildarinnar. Úlfur Blandon, þjálfari Vals, mætti ekki til viðtals eftir leikinn en fréttamenn á staðnum sáu á eftir honum rjúka út af velinum án þess að ræða við nokkurn mann þó til þess sé ætlast af öllum þjálfurum deildarinnar. Valsliðið er með 200 leikja konur innan sinna raða eins og Málfríði Ernu Sigurðardóttur, Laufey Björnsdóttur, Pálu Marie Einarsdóttur, Söndru Sigurðardóttur og svo auðvitað landsliðsfyrirliðann Margréti Láru Viðarsdóttur. Engin þeirra mætti til viðtals til að svara fyrir þennan skell. Sú sem mætti var Hrafnhildur Hauksdóttir, 21 árs gamall vinstri bakvörður Valsliðsins, sem stóð sig vel í viðtölum.Blikastúlkur fagna marki á móti Val.vísir/ernirÍ Pepsi-mörkum kvenna velti Helena Ólafsdóttir því fyrir sér hvort pressan væri strax að buga Úlf Blandon en honum er ætlað að skila Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda. „Það er ekki hægt að segja að pressan sé of mikil. Eftir næstu umferð verður Valur búið að mæta fjórum af fimm liðunum sem það ætlaði að keppa við um Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, í þætti gærkvöldsins. „Ég get ekki trúað því að pressan sé ekki eins mikil og í karlaboltanum í Kópavogi þar sem menn eru látnir fara eftir tvo leiki,“ bætti hann við og hló. Máni var þó fljótur að hætta að brosa þegar hann afgreiddi Úlf og reynslumestu leikmenn Vals fyrir að svara ekki fyrir þetta tap í Kópavoginum. „Þetta er algjörlega óboðlegt. Öll stjórn á þessu Valsliði í leiknum var þeim ekki til sóma. Úlfur mætir ekki í viðtal. Hann er þjálfari og höfuð þessa liðs. Hann á auðvitað mæta og svara fyrir þetta. Það er bara eðlilegt,“ sagði hann. „Allt í lagi. Þjálfarinn kemur ekki í viðtal. Það getur verið góð ástæða fyrir því. Stundum er aðstoðarþjálfarinn sendur í viðtal og stundum koma leikmenn bara í viðtöl. Kannsi var eitthvað þarna á bakvið.“ „En í þessu liði er landsliðsfyrirliðinn og svo ertu með Málfríði Ernu og Söndru en ákveðið er að senda einn ungliðann í viðtal. Ég velti fyrir mér hvaða stjórnun inn í klefa er það að senda unga manneskju í viðtal eftir svona leik þar sem liðið er algjörlega búið að skíta á sig.“ „Þarna á að senda Margréti Láru eða einhvern sem er foringi í þessu liði til að svara fyrir í viðtölum eftir svona frammistöðu. Í staðinn er sendur ungur leikmaður og hverju átti hún nú að fara að svara? Þetta var ekki á hennar ábyrgð,“ sagði Máni Pétursson. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Versta byrjun meistaraefna í sögu tíu liða deildar Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Pepsi-deild kvenna en hafa ekki staðið undir þeirri pressu í fyrstu þremur umferðunum. 11. maí 2017 16:30 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45 Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Versta byrjun meistaraefna í sögu tíu liða deildar Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Pepsi-deild kvenna en hafa ekki staðið undir þeirri pressu í fyrstu þremur umferðunum. 11. maí 2017 16:30
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45
Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37