Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2017 09:01 Lager vegabréfabóka í landinu dugar ekki til að gefa út almenn vegabréf handa öllum umsækjendum. Vísir/Stefán Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. Ráðstafanirnar koma til framkvæmda í dag og gilda fram til júní en þær eru nauðsynlegar vegna tafa á afhendingu vegabréfabóka frá framleiðanda þeirra í Kanada. Framleiðandinn segir tafirnar stafa af bruna í verksmiðju og skorti á öryggispappír til framleiðslunnar. Á vef Þjóðskrár segir að „lager vegabréfabóka í landinu dugar ekki til að gefa út almenn vegabréf handa öllum umsækjendum. Við því er nú brugðist á þennan hátt til að tryggja að allir umsækjendur fái ferðaskilríki, komist ferða sinna og verði fyrir sem minnstum óþægindum. Neyðarvegabréf eru talin fullgild ferðaskilríki í Evrópu en þykja ekki nægilega örugg utan Evrópu, meðal annars vegna þess að þau eru ekki lesanleg rafrænt.“ Vegna þessa er nauðsynlegt fyrir Þjóðskrá að fá upplýsingar frá þeim sem sótt hafa um vegabréf eða hyggjast sækja um vegabréf fyrir 10. júní. „Það gerist með því að viðkomandi fyllir út eyðublað á vefnum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta hringt í þjónustuver í síma 515 5300. Vegabréfaumsóknirnar verða síðan afgreiddar á eftirfarandi hátt: • Þeir sem ferðast til Evrópuríkja og eiga bókað far fyrir 10. júní fá afgreitt neyðarvegabréf. Haft verður samband við þá með tölvupósti þegar það er tilbúið. Almenna vegabréfið verður gefið út síðar og afhent með þeim hætti sem óskað var eftir við umsókn. Gjald verður ekki innheimt fyrir neyðarvegabréfið. • Þeir sem ferðast til ríkja utan Evrópu og eiga bókað far fyrir 10. júní fá afgreitt almennt vegabréf. Haft verður samband við þá með tölvupósti þegar það er tilbúið og tilkynning berst sömuleiðis í pósthólf viðkomandi á Mínum síðum á vefnum Ísland.is. • Umsóknir þeirra sem eiga bókað far 10. júní eða síðar verða afgreiddar í samræmi við stöðu mála þegar þar að kemur, með neyðarvegabréfi fyrst eða almennu vegabréfi strax, þar til afgreiðsla vegabréfa kemst á ný í eðlilegt horf. • Hraðafgreiðslu vegabréfa verður ekki unnt að sinna á meðan þetta ástand varir þar sem útgáfan tekur mið af brottfarardegi. Gert var ráð fyrir því að hingað til lands bærust 30 þúsund vegabréfabækur frá Kanada í byrjun maímánaðar en það gerðist ekki. Miðvikudaginn 10. maí barst Þjóðskrá Íslands tilkynning um að bækurnar yrðu ekki afhentar fyrr en í byrjun júní og þá voru skipulögð viðbrögð í samræmi við viðbragðsáætlun stofnunarinnar. Þjóðskrá Íslands biður viðskiptavini sína velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda þeim.“Nánari upplýsingar má nálgast hér. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. Ráðstafanirnar koma til framkvæmda í dag og gilda fram til júní en þær eru nauðsynlegar vegna tafa á afhendingu vegabréfabóka frá framleiðanda þeirra í Kanada. Framleiðandinn segir tafirnar stafa af bruna í verksmiðju og skorti á öryggispappír til framleiðslunnar. Á vef Þjóðskrár segir að „lager vegabréfabóka í landinu dugar ekki til að gefa út almenn vegabréf handa öllum umsækjendum. Við því er nú brugðist á þennan hátt til að tryggja að allir umsækjendur fái ferðaskilríki, komist ferða sinna og verði fyrir sem minnstum óþægindum. Neyðarvegabréf eru talin fullgild ferðaskilríki í Evrópu en þykja ekki nægilega örugg utan Evrópu, meðal annars vegna þess að þau eru ekki lesanleg rafrænt.“ Vegna þessa er nauðsynlegt fyrir Þjóðskrá að fá upplýsingar frá þeim sem sótt hafa um vegabréf eða hyggjast sækja um vegabréf fyrir 10. júní. „Það gerist með því að viðkomandi fyllir út eyðublað á vefnum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta hringt í þjónustuver í síma 515 5300. Vegabréfaumsóknirnar verða síðan afgreiddar á eftirfarandi hátt: • Þeir sem ferðast til Evrópuríkja og eiga bókað far fyrir 10. júní fá afgreitt neyðarvegabréf. Haft verður samband við þá með tölvupósti þegar það er tilbúið. Almenna vegabréfið verður gefið út síðar og afhent með þeim hætti sem óskað var eftir við umsókn. Gjald verður ekki innheimt fyrir neyðarvegabréfið. • Þeir sem ferðast til ríkja utan Evrópu og eiga bókað far fyrir 10. júní fá afgreitt almennt vegabréf. Haft verður samband við þá með tölvupósti þegar það er tilbúið og tilkynning berst sömuleiðis í pósthólf viðkomandi á Mínum síðum á vefnum Ísland.is. • Umsóknir þeirra sem eiga bókað far 10. júní eða síðar verða afgreiddar í samræmi við stöðu mála þegar þar að kemur, með neyðarvegabréfi fyrst eða almennu vegabréfi strax, þar til afgreiðsla vegabréfa kemst á ný í eðlilegt horf. • Hraðafgreiðslu vegabréfa verður ekki unnt að sinna á meðan þetta ástand varir þar sem útgáfan tekur mið af brottfarardegi. Gert var ráð fyrir því að hingað til lands bærust 30 þúsund vegabréfabækur frá Kanada í byrjun maímánaðar en það gerðist ekki. Miðvikudaginn 10. maí barst Þjóðskrá Íslands tilkynning um að bækurnar yrðu ekki afhentar fyrr en í byrjun júní og þá voru skipulögð viðbrögð í samræmi við viðbragðsáætlun stofnunarinnar. Þjóðskrá Íslands biður viðskiptavini sína velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda þeim.“Nánari upplýsingar má nálgast hér.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira