Annar þátturinn af Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla í umsjón Guðmundar Benediktssonar og Bjarna Guðjónssonar, var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi.
Hornspyrnukeppnin var á sínum stað en að þessu sinni voru það Valsmenn sem reyndu sig. Sveinn Aron Guðjohnsen, Guðjón Pétur Lýðsson og Einar Karl Ingvarsson tóku þátt fyrir hönd Vals.
Grindvíkingar riðu á vaðið í fyrsta þættinum af Teignum og náðu í 19 stig í liðakeppninni.
Í spilaranum hér að ofan má sjá hvernig Valsmönnum gekk í Hornspyrnukeppninni.
Teigurinn: Hvernig gekk Valsmönnum í Hornspyrnukeppninni?
Tengdar fréttir

Teigurinn: Sjáðu Svein Aron herma eftir afa sínum og hornspyrnukeppnina
Teigurinn með Gumma Ben og Bjarna Guðjóns fór í loftið á Stöð 2 Sport í kvöld en þátturinn var geggjaður.

Arnari var boðinn nýr samningur áður en hann var rekinn: „Varla er framlengt ef menn eru ósáttir“
Arnar Grétarsson hefði getað skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Breiðablik áður en hann var svo látinn fara.

Arnar Grétarsson: „Ég var í vandræðum í einkalífinu á síðasta ári“
Fyrrverandi þjálfari Breiðabliks leggur spilin á borðið í einkaviðtali við Guðmund Benediktsson í þættinum 1á1 í kvöld.

Arnar í einkaviðtali við Gumma Ben: „Kannski er ég kjáni en ég trúði ekki að þetta væri að gerast“
Arnar Grétarsson ræðir uppsögnina í einkaviðtali við Guðmund Benediktsson í 1á1 á föstudagskvöldið en hér má sjá smá brot úr þættinum.

Teigurinn: Gulli Gull einlægur í faldri myndavél
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, opnaði sig í Teignum á Stöð 2 Sport í kvöld.