Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. maí 2017 20:00 Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. Ítarlega var rætt við John Snorra Sigurjónsson, 38 ára göngugarp, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum, en hann ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Fjallið er annað hæsta fjall heims eða 8611 metrar.Þar er ein hæsta dánartíðni fjallgöngumanna en á móti hverjum fjórum sem ná tindinum lætur einn lífið. Fleiri hafa flogið útí geim en staðið á toppi fjallsins sem er talið vera það erfiðasta í heimi. Aðeins hafa um 230 manns náð toppnum á 49 árum vegna aðstæðna. Til samanburðar hafa rúmlega 3500 fjallgöngumenn komist á Everest á nærri jafnlöngum tíma. John Snorri er nú staddur í Nepal í grunnbúðum Everest en hann ætlar að ganga fjallið Lhotse sem undirbúning fyrir K2. Síðustu vikur hefur hann verið í grunnbúðum og beðið eftir að fá að leggja af stað upp Lhotse, sem er fjórða hæsta fjalla heims, og mun sá leiðangur taka 55 daga.Kvikmyndagerðarmaðurinn, Kári G. Schram, er með í för en hann vinnur að undirbúningi að gerð heimildarmyndar um ferðina á K2. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal við John Snorra. John mun fara sömu leið og farin er á Everest nema síðasta legginn en þá liggur leiðin til hægri frá búðum þrjú en þeir sem fara til Everest fara til vinstri. Í júní er leiðinni svo haldið áfram til Pakistan að K2 og hefst þá tveggja mánaða leiðangur upp fjallið og ætlar John Snorri að leyfa fréttastofu að fylgjast með. Fjallamennska Nepal Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. Ítarlega var rætt við John Snorra Sigurjónsson, 38 ára göngugarp, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum, en hann ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Fjallið er annað hæsta fjall heims eða 8611 metrar.Þar er ein hæsta dánartíðni fjallgöngumanna en á móti hverjum fjórum sem ná tindinum lætur einn lífið. Fleiri hafa flogið útí geim en staðið á toppi fjallsins sem er talið vera það erfiðasta í heimi. Aðeins hafa um 230 manns náð toppnum á 49 árum vegna aðstæðna. Til samanburðar hafa rúmlega 3500 fjallgöngumenn komist á Everest á nærri jafnlöngum tíma. John Snorri er nú staddur í Nepal í grunnbúðum Everest en hann ætlar að ganga fjallið Lhotse sem undirbúning fyrir K2. Síðustu vikur hefur hann verið í grunnbúðum og beðið eftir að fá að leggja af stað upp Lhotse, sem er fjórða hæsta fjalla heims, og mun sá leiðangur taka 55 daga.Kvikmyndagerðarmaðurinn, Kári G. Schram, er með í för en hann vinnur að undirbúningi að gerð heimildarmyndar um ferðina á K2. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal við John Snorra. John mun fara sömu leið og farin er á Everest nema síðasta legginn en þá liggur leiðin til hægri frá búðum þrjú en þeir sem fara til Everest fara til vinstri. Í júní er leiðinni svo haldið áfram til Pakistan að K2 og hefst þá tveggja mánaða leiðangur upp fjallið og ætlar John Snorri að leyfa fréttastofu að fylgjast með.
Fjallamennska Nepal Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira