Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. maí 2017 15:25 Hrafnkell biður fólk um að fylgja leiðbeiningunum áður en það mætir í vinnuna í fyrramálið. vísir/afp Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki er vitað hvort um sé að ræða sömu árásir og gerðar hafa verið víða um heim en þær hafa nú náð til 200 þúsund tölva í 150 löndum. „Við höfum ekki fengið staðfesta tilkynningu um að tölvur hérlendis hafi orðið fyrir þessari árás. En við höfum vísbendingar um sýkingar hérlendis, en það er óstaðfest. Það þýðir samt ekki að það séu ekki sýkingar – bara að við höfum ekki fengið þær,“ segir Hrafnkell.Fólk fylgi leiðbeiningunum strax Hrafnkell segir að málið sé í rannsókn og að send verði út fréttatilkynning vegna málsins síðar í dag. „Við erum að reyna að grafa okkur til botns í þessu til þess að fá skýrari mynd á hvaða veikleiki það er sem er nýttur til að dreifa vírusnum en við erum í samstarfi við erlenda aðila varðandi þau mál,“ segir Hrafnkell. Þá verði í framhaldinu sendar út uppfærðar leiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við yfirvofandi hættu. „Þetta eru ákveðnar leiðbeiningar sem við mælum með að verði gerðar í fyrramálið – eða áður en fólk mætir í vinnuna.“Útbreiðsluhraðinn mikill Fram kemur á vefsíðu netöryggissveitar að um sé að ræða svokallaðan „WannaCry“ spillikóða sem nýti sér ákveðna veikleika. Árásin sé sérstaklega varasöm þar sem hún dreifi sér sjálfvirkt milli véla (ormur) á netlagi en flestar gíslatökuárásir hafa til þessa verið gerðar með tölvupósti og/eða spilltum vefsíðum. Útbreiðsluhraðinn hafi því verið verulega meiri en í fyrri árásum sem geri þessa mun skæðari. „Vísbendingar hafa borist um tiltölulega fáar sýktar vélar hérlendis en enn sem komið er hafa okkur ekki borist tilkynningar um árásir frá fórnarlömbum,“ segir á vefsíðunni. Ógnin herjar á Microsoft Windows stýrikerfi. Hún nýtir sér þekktan veikleika í SMB kerfinu (MS17-010) sem hefur þegar verið lagfærður af Microsoft. Svo virðist sem veikleikinn sé bundinn við útgáfur fyrir Windows 10 en engu að síður er mælt með að uppfæra allar vélar sem keyra Microsoft Windows stýrikerfi.Ógnin fari vaxandi Tölvuárásin hófst á föstudag. Óttast er að hún sé mun umfangsmeiri en áður var talið og að það muni koma í ljós í fyrramálið. Stjórnandi hjá Europol segir að allar líkur séu á að ógnin fari vaxandi og þá hafa öryggissérfræðingar varað við því að önnur árás sé yfirvofandi, auk þess sem hún gæti verið óstöðvandi. Árásin hefur haft hvað mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim. Tölvuárásir Tengdar fréttir Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Bilun í tölvupóstkerfi Símans í nótt ótengd netárásunum Tæplega sautján klukkustunda bilun. 13. maí 2017 13:45 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Sjá meira
Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki er vitað hvort um sé að ræða sömu árásir og gerðar hafa verið víða um heim en þær hafa nú náð til 200 þúsund tölva í 150 löndum. „Við höfum ekki fengið staðfesta tilkynningu um að tölvur hérlendis hafi orðið fyrir þessari árás. En við höfum vísbendingar um sýkingar hérlendis, en það er óstaðfest. Það þýðir samt ekki að það séu ekki sýkingar – bara að við höfum ekki fengið þær,“ segir Hrafnkell.Fólk fylgi leiðbeiningunum strax Hrafnkell segir að málið sé í rannsókn og að send verði út fréttatilkynning vegna málsins síðar í dag. „Við erum að reyna að grafa okkur til botns í þessu til þess að fá skýrari mynd á hvaða veikleiki það er sem er nýttur til að dreifa vírusnum en við erum í samstarfi við erlenda aðila varðandi þau mál,“ segir Hrafnkell. Þá verði í framhaldinu sendar út uppfærðar leiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við yfirvofandi hættu. „Þetta eru ákveðnar leiðbeiningar sem við mælum með að verði gerðar í fyrramálið – eða áður en fólk mætir í vinnuna.“Útbreiðsluhraðinn mikill Fram kemur á vefsíðu netöryggissveitar að um sé að ræða svokallaðan „WannaCry“ spillikóða sem nýti sér ákveðna veikleika. Árásin sé sérstaklega varasöm þar sem hún dreifi sér sjálfvirkt milli véla (ormur) á netlagi en flestar gíslatökuárásir hafa til þessa verið gerðar með tölvupósti og/eða spilltum vefsíðum. Útbreiðsluhraðinn hafi því verið verulega meiri en í fyrri árásum sem geri þessa mun skæðari. „Vísbendingar hafa borist um tiltölulega fáar sýktar vélar hérlendis en enn sem komið er hafa okkur ekki borist tilkynningar um árásir frá fórnarlömbum,“ segir á vefsíðunni. Ógnin herjar á Microsoft Windows stýrikerfi. Hún nýtir sér þekktan veikleika í SMB kerfinu (MS17-010) sem hefur þegar verið lagfærður af Microsoft. Svo virðist sem veikleikinn sé bundinn við útgáfur fyrir Windows 10 en engu að síður er mælt með að uppfæra allar vélar sem keyra Microsoft Windows stýrikerfi.Ógnin fari vaxandi Tölvuárásin hófst á föstudag. Óttast er að hún sé mun umfangsmeiri en áður var talið og að það muni koma í ljós í fyrramálið. Stjórnandi hjá Europol segir að allar líkur séu á að ógnin fari vaxandi og þá hafa öryggissérfræðingar varað við því að önnur árás sé yfirvofandi, auk þess sem hún gæti verið óstöðvandi. Árásin hefur haft hvað mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Bilun í tölvupóstkerfi Símans í nótt ótengd netárásunum Tæplega sautján klukkustunda bilun. 13. maí 2017 13:45 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Sjá meira
Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30
Bilun í tölvupóstkerfi Símans í nótt ótengd netárásunum Tæplega sautján klukkustunda bilun. 13. maí 2017 13:45
Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22