Gunnlaugur: Þýðir ekki að grenja yfir því hvaða lið við fáum í byrjun Smári Jökull Jónsson skrifar 14. maí 2017 19:24 Gunnlaugur Jónsson er þjálfari Skagamanna. vísir/ernir Gunnlaugur Jónsson þjálfari Skagamanna reyndi að sjá jákvæða punkta í leik sinna manna eftir tapið gegn KR í kvöld. Skagamenn eru stigalausir eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Ég tel að það sé margt jákvætt að taka úr leiknum. Fyrri hálfleikur er mikið heilsteyptari en í fyrstu tveimur leikjunum. Þrátt fyrir að hafa lent 1-0 undir þá erum við að gera margt ágætlega varnarlega. Það er kraftur í okkur í lokin. Við erum kannski ekki að fá mikið að færum en erum að gera atlögu að því að jafna leikinn. Niðurstaðan eftir þrjá leiki er núll stig og það er ekki ásættanlegt,“ sagði Gunnlaugur við Vísi að leik loknum í kvöld. Skagamenn voru bitlausir fram á við lengst af og sköpuðu sér lítið af færum gegn þéttu KR-liði. Þeir fengu hins vegar vítaspyrnu undir lokin og hefðu með heppni getað sett jöfnunarmarkið undir lokin. „Við settum mikinn fókus á það að verja okkar mark. Við fáum ekki mikið af færum en eitt til tvö ágætis færi í fyrri hálfleik. Með smá heppni hefðum við getað jafnað í lokin og það voru vonbrigði að fá á sig þetta annað mark á okkur í seinni hálfleiknum. Mér fannst þannig lagað ekki vera neitt svakalegt í gangi. Svona er þetta, við þurfum að halda áfram.“ Skagamenn hafa mætt meistarakandídötunum í FH, Val og KR í fyrstu þremur umferðunum og eins og áður segir ekki enn náð í stig. „Svona valdist þetta og þetta var byrjunin sem beið okkar. Vissulega vildum við fá aðeins meira en núll stig en við getum ekkert grenjað yfir því hvaða lið við fáum í byrjun. Næst er það Grindavík heima og við verðum bara að vera klárir fyrir þann leik,“ bætti Gunnlaugur við. Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leik ÍA gegn FH, byrjaði á bekknum í dag og gat ekki leikið vegna meiðsla. „Við tókum ekki sénsinn á honum í dag. Hann á við smá meiðsli að stríða aftan í læri og eftir upphitun ákváðum við að tefla honum ekki inn sem varamanni. Hann verður klár eftir viku,“ sagði Gunnlaugur sem var þó ánægður að sjá markahæsta mann Íslandsmótsins í fyrra, Garðar Gunnlaugsson, skora en hann byrjaði inn á í fyrsta sinn á tímabilinu. „Hann kom inn í hálfleik í síðasta leik og spilar 90 mínútur í dag. Það er mikilvægt að fá mínútur á bakið á honum. Hann mun vonandi nálgast sitt besta form bráðlega,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍA 2-1 | Annar 2-1 sigur KR í röð KR vann sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 2-1, á Alvogen-vellinum í dag. 14. maí 2017 20:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson þjálfari Skagamanna reyndi að sjá jákvæða punkta í leik sinna manna eftir tapið gegn KR í kvöld. Skagamenn eru stigalausir eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Ég tel að það sé margt jákvætt að taka úr leiknum. Fyrri hálfleikur er mikið heilsteyptari en í fyrstu tveimur leikjunum. Þrátt fyrir að hafa lent 1-0 undir þá erum við að gera margt ágætlega varnarlega. Það er kraftur í okkur í lokin. Við erum kannski ekki að fá mikið að færum en erum að gera atlögu að því að jafna leikinn. Niðurstaðan eftir þrjá leiki er núll stig og það er ekki ásættanlegt,“ sagði Gunnlaugur við Vísi að leik loknum í kvöld. Skagamenn voru bitlausir fram á við lengst af og sköpuðu sér lítið af færum gegn þéttu KR-liði. Þeir fengu hins vegar vítaspyrnu undir lokin og hefðu með heppni getað sett jöfnunarmarkið undir lokin. „Við settum mikinn fókus á það að verja okkar mark. Við fáum ekki mikið af færum en eitt til tvö ágætis færi í fyrri hálfleik. Með smá heppni hefðum við getað jafnað í lokin og það voru vonbrigði að fá á sig þetta annað mark á okkur í seinni hálfleiknum. Mér fannst þannig lagað ekki vera neitt svakalegt í gangi. Svona er þetta, við þurfum að halda áfram.“ Skagamenn hafa mætt meistarakandídötunum í FH, Val og KR í fyrstu þremur umferðunum og eins og áður segir ekki enn náð í stig. „Svona valdist þetta og þetta var byrjunin sem beið okkar. Vissulega vildum við fá aðeins meira en núll stig en við getum ekkert grenjað yfir því hvaða lið við fáum í byrjun. Næst er það Grindavík heima og við verðum bara að vera klárir fyrir þann leik,“ bætti Gunnlaugur við. Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leik ÍA gegn FH, byrjaði á bekknum í dag og gat ekki leikið vegna meiðsla. „Við tókum ekki sénsinn á honum í dag. Hann á við smá meiðsli að stríða aftan í læri og eftir upphitun ákváðum við að tefla honum ekki inn sem varamanni. Hann verður klár eftir viku,“ sagði Gunnlaugur sem var þó ánægður að sjá markahæsta mann Íslandsmótsins í fyrra, Garðar Gunnlaugsson, skora en hann byrjaði inn á í fyrsta sinn á tímabilinu. „Hann kom inn í hálfleik í síðasta leik og spilar 90 mínútur í dag. Það er mikilvægt að fá mínútur á bakið á honum. Hann mun vonandi nálgast sitt besta form bráðlega,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍA 2-1 | Annar 2-1 sigur KR í röð KR vann sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 2-1, á Alvogen-vellinum í dag. 14. maí 2017 20:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Leik lokið: KR - ÍA 2-1 | Annar 2-1 sigur KR í röð KR vann sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 2-1, á Alvogen-vellinum í dag. 14. maí 2017 20:00