Regla Verndar standi föngum fyrir þrifum og sé gagnslaus Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. maí 2017 07:00 Fangar hafa heimild til að afplána hluta dóms síns á áfangaheimilinu Vernd. Vísir/GVA Afstaða, félag fanga, hefur sent Fangelsismálastofnun erindi þar sem þess er farið á leit að reglu um afplánun á áfangaheimilinu Vernd verði breytt, því að hún gangi í berhögg við yfirlýst markmið áfangaheimilisins, að aðlaga fangann samfélaginu síðustu mánuði refsivistar hans. Reglan, sem Afstaða vill breyta, kveður á um að fangi skuli mæta í hús á kvöldverðartíma, mánudaga til föstudaga, fyrir klukkan 18 og dvelja þar til klukkan 19. Er þetta sagt liður í eftirliti með föngum. Afstaða segir þetta standa föngum fyrir þrifum. Þá hefur umboðsmaður barna hefur sent bréf til Fangelsismálastofnunar og spurt hvort barnvæn sjónarmið hafi verið höfð til hliðsjónar þegar reglan var sett.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir ljóst að reglan sé vond fyrir fjölskyldumenn. „Að meina föngum að vera á heimili sínu með fjölskyldunni á kvöldmatartíma, hlýtur að gera föngum erfiðara fyrir að aðlagast samfélagi sínu að nýju," útskýrir hann. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segist vilja tryggja að þessi barnvænu sjónarmið séu höfð með. „Okkur hefur þótt vanta upp á að fangelsisyfirvöld hafi í huga að fangar eiga líka börn.” Guðmundur Ingi segir regluna einnig standa í vegi fyrir atvinnumöguleikum fanga. „Og ekki síst framþróun í starfi. Margir fanganna hafa áhuga á að vinna í veitingageiranum, þar sem er mikla vinnu að fá um þessar mundir, en fá hreinlega ekki vinnu því þeir geta ekki unnið á matmálstíma.“ Hann bendir á að viðveruskyldan á milli kl. 18 og 19 hafi í einhverjum tilvikum leitt til þess að fangar hafi ekki getað sótt kvöldnámskeið, til dæmis til að öðlast ökuréttindi. Guðmundur segist skilja vel að eftirlit þurfi að hafa með föngum, meðal annars þeim sem eiga við fíknivanda að stríða. „En með því að setjast niður og ræða málin hlýtur að vera hægt að komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Þetta er í raun gagnslaust eftirlit sem hamlar þessu fólki sem er að reyna að komast út í samfélagið á nýjan leik. Staðreyndin er sú að á milli kl. 18 og 19 frá mánudögum til föstudaga taka þeir fangar sem borða kvöldverð kannski 10 mínútur í það og hitta þar fyrir matráðskonu, en að því loknu fara þeir til herbergja sinna þar sem þeir dvelja þar til þeir mega fara aftur. Þegar hins vegar um er að ræða lögbundna frídaga sem ekki eru á laugardögum eða sunnudögum fara fangar beint til herbergja sinna. Eftirlitið er ekki meira en þetta,“ segir Guðmundur og kallar eftir breytingum. Samkvæmt lögum getur Fangelsismálastofnun leyft fanga að afplána, til að mynda á Vernd, sem er utan fangelsis hluta refsitímans, að því gefnu að hann stundi vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð sem stofnunin hefur samþykkt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Afstaða, félag fanga, hefur sent Fangelsismálastofnun erindi þar sem þess er farið á leit að reglu um afplánun á áfangaheimilinu Vernd verði breytt, því að hún gangi í berhögg við yfirlýst markmið áfangaheimilisins, að aðlaga fangann samfélaginu síðustu mánuði refsivistar hans. Reglan, sem Afstaða vill breyta, kveður á um að fangi skuli mæta í hús á kvöldverðartíma, mánudaga til föstudaga, fyrir klukkan 18 og dvelja þar til klukkan 19. Er þetta sagt liður í eftirliti með föngum. Afstaða segir þetta standa föngum fyrir þrifum. Þá hefur umboðsmaður barna hefur sent bréf til Fangelsismálastofnunar og spurt hvort barnvæn sjónarmið hafi verið höfð til hliðsjónar þegar reglan var sett.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir ljóst að reglan sé vond fyrir fjölskyldumenn. „Að meina föngum að vera á heimili sínu með fjölskyldunni á kvöldmatartíma, hlýtur að gera föngum erfiðara fyrir að aðlagast samfélagi sínu að nýju," útskýrir hann. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segist vilja tryggja að þessi barnvænu sjónarmið séu höfð með. „Okkur hefur þótt vanta upp á að fangelsisyfirvöld hafi í huga að fangar eiga líka börn.” Guðmundur Ingi segir regluna einnig standa í vegi fyrir atvinnumöguleikum fanga. „Og ekki síst framþróun í starfi. Margir fanganna hafa áhuga á að vinna í veitingageiranum, þar sem er mikla vinnu að fá um þessar mundir, en fá hreinlega ekki vinnu því þeir geta ekki unnið á matmálstíma.“ Hann bendir á að viðveruskyldan á milli kl. 18 og 19 hafi í einhverjum tilvikum leitt til þess að fangar hafi ekki getað sótt kvöldnámskeið, til dæmis til að öðlast ökuréttindi. Guðmundur segist skilja vel að eftirlit þurfi að hafa með föngum, meðal annars þeim sem eiga við fíknivanda að stríða. „En með því að setjast niður og ræða málin hlýtur að vera hægt að komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Þetta er í raun gagnslaust eftirlit sem hamlar þessu fólki sem er að reyna að komast út í samfélagið á nýjan leik. Staðreyndin er sú að á milli kl. 18 og 19 frá mánudögum til föstudaga taka þeir fangar sem borða kvöldverð kannski 10 mínútur í það og hitta þar fyrir matráðskonu, en að því loknu fara þeir til herbergja sinna þar sem þeir dvelja þar til þeir mega fara aftur. Þegar hins vegar um er að ræða lögbundna frídaga sem ekki eru á laugardögum eða sunnudögum fara fangar beint til herbergja sinna. Eftirlitið er ekki meira en þetta,“ segir Guðmundur og kallar eftir breytingum. Samkvæmt lögum getur Fangelsismálastofnun leyft fanga að afplána, til að mynda á Vernd, sem er utan fangelsis hluta refsitímans, að því gefnu að hann stundi vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð sem stofnunin hefur samþykkt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira