Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2017 11:15 Nöfnunarnar Hildur Lilliendahl og Hildur Sverrisdóttir eru efins um verkefnið. Vísir Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. Fjallað var um verkefnið í Fréttablaðinu í dag en verndari þess er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Telja þær að með verkefninu sé verið að setja ábyrgðina yfir á þolandann, en ekki gerandann. Límmiðalausnin, ef hana má kalla, nær auk þess aðeins til drykkja sem er hægt að drekka með röri. Límmiðarnir eru merktir tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Færsla Hildar Sverrisdóttur. Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir, kynningarstjóri Secret Solstice, fékk hugmyndina að verkefninu. Límmiðarnir eru með litlu gati fyrir rör sem líma má ofan á glösin. Þannig eigi ekki að vera hægt að lauma nauðgunarlyfjum ofan í glösin. Skemmistaðirnir Prikið, b5 og Dillon taka þátt í verkefninu. „Ég veit að þetta er kannski ekki lausn en þetta er hugmynd og ég er að reyna að skapa umtal og vitundarvakningu um að við eigum að passa hvert annað,“ segir Þórunn Antonía í Fréttablaðinu í dag. „Hugmyndin kviknaði út frá sorg og vanmáttarkennd stúlku sem er mér afar kær og var byrlað lyf á skemmtistað og nauðgað. “ Dáist að virðingarverðri hugsun Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, tekur viljann fyrir verkið en er full umhugsunar um verkefnið. „Ég dáist að virðingarverðri hugsun, hlýju og samkennd í þessum vilja til að passa upp á náungann. En ég óttast að þarna sé verið að stíga varhugaverð skref. Konur eiga að geta skemmt sér án límmiða yfir glasinu sínu. Það má heldur ekki verða konu „að kenna” ef henni eru byrluð lyf því hún hafði ekki límmiða á drykknum. Langaði að fá að nefna þetta til hliðsjónar í þessari mikilvægu umræðu,“ segir Hildur. Færsla Hildar Lilliendahl. Hildi Lilliendahl finnst nafna sín stíga varlega til jarðar. „Mig langar bara að öskra hluti,“ segir Hildur Lilliendahl. Nafna hennar Sverrisdóttir bendir á að það sé líkast til munurinn á þeim tveim. Hildur Lilliendahl segist í kaldhæðnistón fagna því að loksins hafi einhver tekið af skarið og skellt fram hugmynd að fýsískri lausn fyrir konur til að koma í veg fyrir að karlar nauðgi þeim. „Af hverju að stoppa þarna? Hvað með bara skírlífisbelti? Eða að hafa Secret Solstice bara fyrir karla? Tónlistin á hátíðinni er nánast bara eftir karla hvort sem er. Ég skil ekki hvað konur eru að gera utandyra. Vita þær ekki að þær eru að taka áhættu?“ spyr Hildur. „Eða, með orðum hugmyndasmiðsins: „Ábyrgðin er ekki bara þeirra sem drekka úr glasinu heldur allra í kring.““ *TW* Varstu ölvuð? Hvernig varstu klædd? VARSTU EKKI ÖRUGGLEGA MEÐ LÍMMIÐA YFIR GLASINU ÞÍNU?!— Kratababe93 (@ingabbjarna) May 15, 2017 Linnulausar árásir Ósk Gunnlaugsdóttir, sem steig fram í viðtali við Stundina árið 2015 og sagði frá nauðgun sem hún varð fyrir af hendi landsþekkts manns, leggur orð í belg og segir í gríni: „Hvað með að setja í lög að konur þurfi alltaf að vera í fylgd með karlkynsfjölskyldumeðlimi?“ Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, segir kaldhæðnislega að nú sé búið að leysa vandamálið, sem nauðganir séu. „Límmiði á glasið og anti-nauðgunarnaglalakkið á puttana. Allir glaðir á djamminu.“ Lögfræðingurinn Auður Kolbrá Birgisdóttir er sömuleiðis hugsi yfir málinu. „Auðvitað viljum við ekki þurfa límmiða yfir drykkina okkar, það er fáránlegt. En er fáránlegt að verja sig gegn linnulausum árásum?“ Auðvitað viljum við ekki þurfa límmiða yfir drykkina okkar, það er fáránlegt. En er fáránlegt að verja sig gegn linnulausum árásum?— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) May 15, 2017 Það er árið 2017 Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur unnið mikið hjálparstarf í þágu flóttamanna undanfarin misseri, er sömuleiðis hugsi. „Það minnist enginn á gerendur þarna. Það er auðvitað á ábyrgð nauðgara að nauðga ekki. Allt annað er bara rugl. Elsku stelpur, það er ekki ykkar að passa ykkur. Það er alveg sama hvað þið gerið eða gerið ekki, það er aldrei á ykkar ábyrgð ef einhver brýtur á ykkur,“ segir Þórunn. „Ég vil núna sjá herferð sem beinist að gerendum, takk. Það er 2017.“ Secret Solstice Tengdar fréttir Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. Fjallað var um verkefnið í Fréttablaðinu í dag en verndari þess er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Telja þær að með verkefninu sé verið að setja ábyrgðina yfir á þolandann, en ekki gerandann. Límmiðalausnin, ef hana má kalla, nær auk þess aðeins til drykkja sem er hægt að drekka með röri. Límmiðarnir eru merktir tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Færsla Hildar Sverrisdóttur. Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir, kynningarstjóri Secret Solstice, fékk hugmyndina að verkefninu. Límmiðarnir eru með litlu gati fyrir rör sem líma má ofan á glösin. Þannig eigi ekki að vera hægt að lauma nauðgunarlyfjum ofan í glösin. Skemmistaðirnir Prikið, b5 og Dillon taka þátt í verkefninu. „Ég veit að þetta er kannski ekki lausn en þetta er hugmynd og ég er að reyna að skapa umtal og vitundarvakningu um að við eigum að passa hvert annað,“ segir Þórunn Antonía í Fréttablaðinu í dag. „Hugmyndin kviknaði út frá sorg og vanmáttarkennd stúlku sem er mér afar kær og var byrlað lyf á skemmtistað og nauðgað. “ Dáist að virðingarverðri hugsun Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, tekur viljann fyrir verkið en er full umhugsunar um verkefnið. „Ég dáist að virðingarverðri hugsun, hlýju og samkennd í þessum vilja til að passa upp á náungann. En ég óttast að þarna sé verið að stíga varhugaverð skref. Konur eiga að geta skemmt sér án límmiða yfir glasinu sínu. Það má heldur ekki verða konu „að kenna” ef henni eru byrluð lyf því hún hafði ekki límmiða á drykknum. Langaði að fá að nefna þetta til hliðsjónar í þessari mikilvægu umræðu,“ segir Hildur. Færsla Hildar Lilliendahl. Hildi Lilliendahl finnst nafna sín stíga varlega til jarðar. „Mig langar bara að öskra hluti,“ segir Hildur Lilliendahl. Nafna hennar Sverrisdóttir bendir á að það sé líkast til munurinn á þeim tveim. Hildur Lilliendahl segist í kaldhæðnistón fagna því að loksins hafi einhver tekið af skarið og skellt fram hugmynd að fýsískri lausn fyrir konur til að koma í veg fyrir að karlar nauðgi þeim. „Af hverju að stoppa þarna? Hvað með bara skírlífisbelti? Eða að hafa Secret Solstice bara fyrir karla? Tónlistin á hátíðinni er nánast bara eftir karla hvort sem er. Ég skil ekki hvað konur eru að gera utandyra. Vita þær ekki að þær eru að taka áhættu?“ spyr Hildur. „Eða, með orðum hugmyndasmiðsins: „Ábyrgðin er ekki bara þeirra sem drekka úr glasinu heldur allra í kring.““ *TW* Varstu ölvuð? Hvernig varstu klædd? VARSTU EKKI ÖRUGGLEGA MEÐ LÍMMIÐA YFIR GLASINU ÞÍNU?!— Kratababe93 (@ingabbjarna) May 15, 2017 Linnulausar árásir Ósk Gunnlaugsdóttir, sem steig fram í viðtali við Stundina árið 2015 og sagði frá nauðgun sem hún varð fyrir af hendi landsþekkts manns, leggur orð í belg og segir í gríni: „Hvað með að setja í lög að konur þurfi alltaf að vera í fylgd með karlkynsfjölskyldumeðlimi?“ Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, segir kaldhæðnislega að nú sé búið að leysa vandamálið, sem nauðganir séu. „Límmiði á glasið og anti-nauðgunarnaglalakkið á puttana. Allir glaðir á djamminu.“ Lögfræðingurinn Auður Kolbrá Birgisdóttir er sömuleiðis hugsi yfir málinu. „Auðvitað viljum við ekki þurfa límmiða yfir drykkina okkar, það er fáránlegt. En er fáránlegt að verja sig gegn linnulausum árásum?“ Auðvitað viljum við ekki þurfa límmiða yfir drykkina okkar, það er fáránlegt. En er fáránlegt að verja sig gegn linnulausum árásum?— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) May 15, 2017 Það er árið 2017 Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur unnið mikið hjálparstarf í þágu flóttamanna undanfarin misseri, er sömuleiðis hugsi. „Það minnist enginn á gerendur þarna. Það er auðvitað á ábyrgð nauðgara að nauðga ekki. Allt annað er bara rugl. Elsku stelpur, það er ekki ykkar að passa ykkur. Það er alveg sama hvað þið gerið eða gerið ekki, það er aldrei á ykkar ábyrgð ef einhver brýtur á ykkur,“ segir Þórunn. „Ég vil núna sjá herferð sem beinist að gerendum, takk. Það er 2017.“
Secret Solstice Tengdar fréttir Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00