Akureyrarbær virkur þátttakandi í norðurslóðasamstarfi Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 15. maí 2017 11:15 Á síðustu árum hefur mikil vinna við að efla Akureyrarbæ sem miðstöð norðurslóða á Íslandi skilað bænum sérstöðu í málaflokki sem verður æ fyrirferðarmeiri í alþjóðastjórnmálum. Raunar er það svo að Akureyrarbær myndi vilja leggja miklu meira af mörkum í málefnum norðurslóða enda gríðarlegt hagsmunamál fyrir bæinn að þessi mál séu á dagskrá. Nýverið barst Akureyrarbæ formlegt boð frá CNARC kínversk-norrænu heimskautarannsóknarmiðstöðinni um að fulltrúar bæjarins tækju þátt í hringborðsumræðum á ráðstefnu á vegum miðstöðvarinnar í Dalian í Kína nú í maí. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og telur mikilvægt að fulltrúar Akureyrarbæjar taki þátt í norðurslóðasamstarfi til að viðhalda sterkri stöðu bæjarins á því sviði. Í framhaldi af afgreiðslu bæjarráðs barst Akureyrarbæ formlegt boð frá Heimskautastofnun Kína og frá bæjarstjórn Lingang þar sem stofnunin er með sínar höfuðstöðvar um að bæjarstjórinn á Akureyri verði einn af aðalræðumönnum í hringborði ráðstefnunnar sem fjallar m.a. um samskipti Kína og Norðurlanda um siglingaleiðina um norðuríshafið. Fulltrúum frá íslensku utanríkisþjónustunni, íslenskum fyrirtækjum á sviði fraktsiglinga og norðurslóðamála á Íslandi er einnig boðið til ráðstefnunnar og munu margir þeirra mæta. Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands, mun verða einn af aðalgestum ráðstefnunnar. Ástæða boðsins til Akureyrarbæjar er m.a. hið mikilvæga hlutverk sem Akureyri hefur sem miðstöð norðurslóða á Íslandi og vegna mikilvægra samskipta Akureyrarbæjar við Heimskautastofnun Kína um norðurslóðamál. Heimskautastofnun Kína leiðir m.a. rannsóknarverkefnið á Kárhóli í Reykjadal og var í forsvari fyrir komu Sædrekans til Akureyrar árið 2012. Þá hafa samskipti Akureyrarbæjar og stofnana þess við Kína verið nokkur á undaförnum árum og hafa fjölmennar sendinefndir Kínverja heimsótt Akureyri og er skemmst að minnast komu ráðherra úr ríkisstjórn landsins til Akureyrar síðastliðið haust. Í boðsbréfunum til bæjarstjórans á Akureyri og bæjarstjórnar var Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Hafnarsamlagi Norðurlands, Norðurorku og Háskólanum á Akureyri einnig boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna og í heimsókn til Dalian og Lingang. Í Lingang, sem er borgarhluti í Sjanghai, hefur Heimskautastofnunin höfuðstöðvar sínar sem og Háskólinn í Sjanghai þar sem fram fer mjög öflugt nám í sjávarútvegsfræðum. Akureyrarbær hefur ákveðið að þiggja boðið og verður sendinefnd Akureyrarbæjar skipuð bæjarstjóra og aðstoðarmanni, einum fulltrúa meiri- og minnihluta í bæjarstjórn, fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og framkvæmdastjóra, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Norðurorku ásamt framkvæmdastjóra og rektor Háskólans á Akureyri alls tólf einstaklingum frá fimm aðilum. Heildarkostnaður ferðarinnar er um kr. 2.2 milljónir eða um kr. 200 þús á hvern einstakling. Einnig verða með í för fulltrúi frá RANNÍS og Arctic Portal. Stofnanir eins og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Hafnarsamlag Norðurlands, Norðurorka og Háskólinn á Akureyri fá tækifæri til að miðla sinni þekkingu á þeim sviðum sem tengjast norðurslóðum. Alþjóðasamstarf sem þetta styrkir einnig þessar stofnanirnar og þar með atvinnulíf í Eyjafirði. Mikilvægt er að Akureyrarbær styðji við sínar lykilstofnanir í norðurslóðasamstarfi sem og nýti þau tækifæri sem bjóðast til að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins í þessum efnum á framfæri. Við verðum að sinna því hlutverki vel ef bærinn ætlar að vera þátttakandi í alþjóðlegu norðurslóðasamstarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur mikil vinna við að efla Akureyrarbæ sem miðstöð norðurslóða á Íslandi skilað bænum sérstöðu í málaflokki sem verður æ fyrirferðarmeiri í alþjóðastjórnmálum. Raunar er það svo að Akureyrarbær myndi vilja leggja miklu meira af mörkum í málefnum norðurslóða enda gríðarlegt hagsmunamál fyrir bæinn að þessi mál séu á dagskrá. Nýverið barst Akureyrarbæ formlegt boð frá CNARC kínversk-norrænu heimskautarannsóknarmiðstöðinni um að fulltrúar bæjarins tækju þátt í hringborðsumræðum á ráðstefnu á vegum miðstöðvarinnar í Dalian í Kína nú í maí. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og telur mikilvægt að fulltrúar Akureyrarbæjar taki þátt í norðurslóðasamstarfi til að viðhalda sterkri stöðu bæjarins á því sviði. Í framhaldi af afgreiðslu bæjarráðs barst Akureyrarbæ formlegt boð frá Heimskautastofnun Kína og frá bæjarstjórn Lingang þar sem stofnunin er með sínar höfuðstöðvar um að bæjarstjórinn á Akureyri verði einn af aðalræðumönnum í hringborði ráðstefnunnar sem fjallar m.a. um samskipti Kína og Norðurlanda um siglingaleiðina um norðuríshafið. Fulltrúum frá íslensku utanríkisþjónustunni, íslenskum fyrirtækjum á sviði fraktsiglinga og norðurslóðamála á Íslandi er einnig boðið til ráðstefnunnar og munu margir þeirra mæta. Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands, mun verða einn af aðalgestum ráðstefnunnar. Ástæða boðsins til Akureyrarbæjar er m.a. hið mikilvæga hlutverk sem Akureyri hefur sem miðstöð norðurslóða á Íslandi og vegna mikilvægra samskipta Akureyrarbæjar við Heimskautastofnun Kína um norðurslóðamál. Heimskautastofnun Kína leiðir m.a. rannsóknarverkefnið á Kárhóli í Reykjadal og var í forsvari fyrir komu Sædrekans til Akureyrar árið 2012. Þá hafa samskipti Akureyrarbæjar og stofnana þess við Kína verið nokkur á undaförnum árum og hafa fjölmennar sendinefndir Kínverja heimsótt Akureyri og er skemmst að minnast komu ráðherra úr ríkisstjórn landsins til Akureyrar síðastliðið haust. Í boðsbréfunum til bæjarstjórans á Akureyri og bæjarstjórnar var Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Hafnarsamlagi Norðurlands, Norðurorku og Háskólanum á Akureyri einnig boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna og í heimsókn til Dalian og Lingang. Í Lingang, sem er borgarhluti í Sjanghai, hefur Heimskautastofnunin höfuðstöðvar sínar sem og Háskólinn í Sjanghai þar sem fram fer mjög öflugt nám í sjávarútvegsfræðum. Akureyrarbær hefur ákveðið að þiggja boðið og verður sendinefnd Akureyrarbæjar skipuð bæjarstjóra og aðstoðarmanni, einum fulltrúa meiri- og minnihluta í bæjarstjórn, fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og framkvæmdastjóra, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Norðurorku ásamt framkvæmdastjóra og rektor Háskólans á Akureyri alls tólf einstaklingum frá fimm aðilum. Heildarkostnaður ferðarinnar er um kr. 2.2 milljónir eða um kr. 200 þús á hvern einstakling. Einnig verða með í för fulltrúi frá RANNÍS og Arctic Portal. Stofnanir eins og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Hafnarsamlag Norðurlands, Norðurorka og Háskólinn á Akureyri fá tækifæri til að miðla sinni þekkingu á þeim sviðum sem tengjast norðurslóðum. Alþjóðasamstarf sem þetta styrkir einnig þessar stofnanirnar og þar með atvinnulíf í Eyjafirði. Mikilvægt er að Akureyrarbær styðji við sínar lykilstofnanir í norðurslóðasamstarfi sem og nýti þau tækifæri sem bjóðast til að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins í þessum efnum á framfæri. Við verðum að sinna því hlutverki vel ef bærinn ætlar að vera þátttakandi í alþjóðlegu norðurslóðasamstarfi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun