Ólafur svarar fyrir sig á miðvikudaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2017 14:11 Ólafur Ólafsson, oftast kenndur við Samskip, mun koma fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd seinni partinn á miðvikudaginn. Verður fundurinn opinn fjölmiðlum. Þar mun Ólafur svara fyrir sig en hann er borinn þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck og Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur fór sjálfur fram á að fá að koma fyrir nefndina og útskýra mál sitt. Hann neitar því staðfastlega að hafa staðið í blekkingum við íslenska ríkið við kaupin á bankanum á sínum tíma.Finnur Vilhjálmsson og Kjartan Björgvinsson hafa rannsakað kaupin á Búnaðarbankanum hófu rannsókn sína í júlí 2016.Vísir/Anton BrinkRannsóknarnefndin mun sitja fyrir svörum nefndarinnar í fyrramálið klukkan níu. Þar munu formaðurinn Kjartan Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, og Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar og saksóknari hjá héraðssaksóknara, svara spurningum nefndarmanna. Fundurinn með Kjartani og Finni verður ekki opinn fjölmiðlum en það staðfestir Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður nefndarinnar, í samtali við Kjarnann. Sjá einnig: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Sterkur orðrómur hafði verið uppi í áraraðir um að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur annarra félaga við kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar sýndi blekkingarnar sem beittar voru svart á hvítu. „Niðurstöður skýrslunnar eru studdar þannig gögnum að um þetta verður ekki deilt meir,“ sagði Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður rannsóknarnefndar Alþingis, um söluna á Búnaðarbankanum í samtali við Fréttablaðið. Vorið 2016 fékk Umboðsmaður Alþingis ábendingu um málið sem þótti svo traust að sett var af stað rannsókn á kaupunum. Rannsóknarnefnd var skipuð í þeim tilgangi að varpa ljósi á hvernig raunverulega var staðið að sölunni. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00 Ólafur Ólafsson óskaði formlega eftir fundi á föstudaginn Ólafur Ólafsson, athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis formlegt erindi og óskað eftir að fá að mæta á fund hennar. 4. maí 2017 07:00 Fundur Ólafs með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd verður opinn fjölmiðlum Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd ákvað á fundi sínum í morgun að fá Ólaf Ólafsson, fjárfestir, myndi fá að koma fyrir nefndina vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck und Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 4. maí 2017 12:19 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Ólafur Ólafsson, oftast kenndur við Samskip, mun koma fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd seinni partinn á miðvikudaginn. Verður fundurinn opinn fjölmiðlum. Þar mun Ólafur svara fyrir sig en hann er borinn þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck og Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur fór sjálfur fram á að fá að koma fyrir nefndina og útskýra mál sitt. Hann neitar því staðfastlega að hafa staðið í blekkingum við íslenska ríkið við kaupin á bankanum á sínum tíma.Finnur Vilhjálmsson og Kjartan Björgvinsson hafa rannsakað kaupin á Búnaðarbankanum hófu rannsókn sína í júlí 2016.Vísir/Anton BrinkRannsóknarnefndin mun sitja fyrir svörum nefndarinnar í fyrramálið klukkan níu. Þar munu formaðurinn Kjartan Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, og Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar og saksóknari hjá héraðssaksóknara, svara spurningum nefndarmanna. Fundurinn með Kjartani og Finni verður ekki opinn fjölmiðlum en það staðfestir Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður nefndarinnar, í samtali við Kjarnann. Sjá einnig: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Sterkur orðrómur hafði verið uppi í áraraðir um að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur annarra félaga við kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar sýndi blekkingarnar sem beittar voru svart á hvítu. „Niðurstöður skýrslunnar eru studdar þannig gögnum að um þetta verður ekki deilt meir,“ sagði Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður rannsóknarnefndar Alþingis, um söluna á Búnaðarbankanum í samtali við Fréttablaðið. Vorið 2016 fékk Umboðsmaður Alþingis ábendingu um málið sem þótti svo traust að sett var af stað rannsókn á kaupunum. Rannsóknarnefnd var skipuð í þeim tilgangi að varpa ljósi á hvernig raunverulega var staðið að sölunni.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00 Ólafur Ólafsson óskaði formlega eftir fundi á föstudaginn Ólafur Ólafsson, athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis formlegt erindi og óskað eftir að fá að mæta á fund hennar. 4. maí 2017 07:00 Fundur Ólafs með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd verður opinn fjölmiðlum Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd ákvað á fundi sínum í morgun að fá Ólaf Ólafsson, fjárfestir, myndi fá að koma fyrir nefndina vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck und Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 4. maí 2017 12:19 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00
Ólafur Ólafsson óskaði formlega eftir fundi á föstudaginn Ólafur Ólafsson, athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis formlegt erindi og óskað eftir að fá að mæta á fund hennar. 4. maí 2017 07:00
Fundur Ólafs með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd verður opinn fjölmiðlum Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd ákvað á fundi sínum í morgun að fá Ólaf Ólafsson, fjárfestir, myndi fá að koma fyrir nefndina vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck und Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 4. maí 2017 12:19