Rúmur þriðjungur hersins veldur usla og heimtar peninga Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2017 16:12 Alls eru þeir um 8.400 talsins, en í heildina eru hermenn landsins um 22 þúsund. Vísir/AFP Rúmlega þriðjungur hermanna Fílabeinsstrandarinnar standa nú í uppreisn og hafa valdið usla í fjórum borgum í landinu þar sem þeir fara um götur og skjóta í loftið. Þeir segja ríkið skulda sér um 9.500 dali (tæp milljón króna) á mann og segjast ekki tilbúnir til viðræðna. Herinn sagðist í gær ætla að ráðast gegn uppreisnarmönnunum en hefur nú hætt við. Um er að ræða fyrrverandi uppreisnarmenn sem komu forseta Fílabeinsstrandarinnar til valda árið 2011 og fengu störf hjá hernum í kjölfarið. Alls eru þeir um 8.400 talsins, en í heildina eru hermenn landsins um 22 þúsund. Hermennirnir sem um ræðir voru áður uppreisnarmenn og hafa staðið í langvarandi deilum við ríkið. Deilurnar hófust í byrjun ársins þegar uppreisnarmennirnir fyrrverandi og núverandi, lýstu því yfir að þeir töldu ríkið skulda sér laun og bónusa fyrir uppreisnardaga sína. Á endanum lét ríkið undan kröfum þeirra og lofaði 15.500 dölum (um 1,6 milljón) á hvern mann. Síðan þá höfðu mennirnir fengið 6.500 dali borgaða, samkvæmt frétt BBC. Í síðustu viku lýsti talsmaður uppreisnarmannanna því yfir að þeir myndu láta af kröfum sínum. Það reitti mennina sem um ræðir til reiði, en svo virðist sem þeir hafi ekki vitað af yfirlýsingu talsmannsins. Nú hafa uppreisnarmennirnir lýst því yfir að kröfur þeirra séu ekki vegna vangoldinna launa og lýsa þeim sem starfslokagreiðslum. Efnahagur Fílabeinsstrandarinnar hefur orðið fyrir skakkaföllum að undanförnu og segist ríkið ekki hafa efni á greiðslum til uppreisnarmannanna og hefur gefið þeim þann úrslitakost að leggja niður vopn. Óttast er að til átaka komi á milli fylkinga en átök eru mönnum enn í fersku minni eftir tíu ára borgarastyrjöldina sem lauk árið 2011. Fílabeinsströndin Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Rúmlega þriðjungur hermanna Fílabeinsstrandarinnar standa nú í uppreisn og hafa valdið usla í fjórum borgum í landinu þar sem þeir fara um götur og skjóta í loftið. Þeir segja ríkið skulda sér um 9.500 dali (tæp milljón króna) á mann og segjast ekki tilbúnir til viðræðna. Herinn sagðist í gær ætla að ráðast gegn uppreisnarmönnunum en hefur nú hætt við. Um er að ræða fyrrverandi uppreisnarmenn sem komu forseta Fílabeinsstrandarinnar til valda árið 2011 og fengu störf hjá hernum í kjölfarið. Alls eru þeir um 8.400 talsins, en í heildina eru hermenn landsins um 22 þúsund. Hermennirnir sem um ræðir voru áður uppreisnarmenn og hafa staðið í langvarandi deilum við ríkið. Deilurnar hófust í byrjun ársins þegar uppreisnarmennirnir fyrrverandi og núverandi, lýstu því yfir að þeir töldu ríkið skulda sér laun og bónusa fyrir uppreisnardaga sína. Á endanum lét ríkið undan kröfum þeirra og lofaði 15.500 dölum (um 1,6 milljón) á hvern mann. Síðan þá höfðu mennirnir fengið 6.500 dali borgaða, samkvæmt frétt BBC. Í síðustu viku lýsti talsmaður uppreisnarmannanna því yfir að þeir myndu láta af kröfum sínum. Það reitti mennina sem um ræðir til reiði, en svo virðist sem þeir hafi ekki vitað af yfirlýsingu talsmannsins. Nú hafa uppreisnarmennirnir lýst því yfir að kröfur þeirra séu ekki vegna vangoldinna launa og lýsa þeim sem starfslokagreiðslum. Efnahagur Fílabeinsstrandarinnar hefur orðið fyrir skakkaföllum að undanförnu og segist ríkið ekki hafa efni á greiðslum til uppreisnarmannanna og hefur gefið þeim þann úrslitakost að leggja niður vopn. Óttast er að til átaka komi á milli fylkinga en átök eru mönnum enn í fersku minni eftir tíu ára borgarastyrjöldina sem lauk árið 2011.
Fílabeinsströndin Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira