Þór/KA er áfram með fullt hús stiga á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Haukum á Þórsvelli í kvöld.
Þór/KA hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa með markatölunni 8-1. Haukar eru hins vegar án stiga í botnsæti deildarinnar.
Staðan var markalaus í hálfleik en á 65. mínútu kom hin 16 ára gamla Hulda Björg Hannesdóttir Þór/KA yfir.
Sandra Stephany Mayor Gutierrez tvöfaldaði svo forskotið með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-0, Þór/KA í vil.
FH vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af KR, 2-1, í Kaplakrika. Með sigrinum lyftu FH-ingar sér upp í 2. sæti deildarinnar.
Aðeins 44 sekúndur voru liðnar af leiknum þegar FH var komið í 1-0. Caroline Murray gerði markið. Á 6. mínútu kom Guðný Árnadóttir FH svo í 2-0 með skoti beint úr aukaspyrnu.
Ásdís Karen Halldórsdóttir hleypti spennu í leikinn þegar hún skoraði fyrsta mark KR í sumar á 74. mínútu. Nær komust gestirnir hins vegar ekki og FH fagnaði góðum sigri.
KR er enn án stiga í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar.
Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins geta glaðst yfir því að bæði Sandra María Jessen og Hólmfríður Magnúsdóttir komu inn á fyrir Þór/KA og KR í kvöld en þær hafa verið frá vegna erfiðra meiðsla.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Þór/KA áfram með fullt hús stiga | FH upp í 2. sætið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn



Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn

Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
