Úlfur: Ég er alltaf klár í viðtöl sama hvort ég vinn eða tapa Smári Jökull Jónsson skrifar 16. maí 2017 21:48 Úlfur Blandon, þjálfari Valskvenna. vísir/eyþór „Ég var alveg klár í viðtöl og beið eftir því að vera tekinn í viðtal. Stundum er það þannig eins og í leikjunum á undan að þá fóru leikmenn í viðtöl. Ég gerði ráð fyrir því þeir væru að fara að taka leikmenn í viðtöl og þetta var ekki viljaverk af minni hálfu. Ég er alltaf klár í viðtöl sama hvort ég vinn eða tapa,“ sagði Úlfur Blandon þjálfari Vals í viðtali við Vísi þegar hann var spurður út í gagnrýnina sem hann fékk eftir að hafa ekki mætt í viðtöl eftir tapið gegn Breiðablik á dögunum. Valskonur töpuðu þriðja leik sínum á tímabilinu í kvöld þegar þær biðu lægri hlut gegn Stjörnunni á heimavelli. Lokatölur urðu 3-1 og Valsliðið, sem spáð var Íslandsmeistaratitli fyrir tímabilið, er nú 9 stigum á eftir Þór/KA sem situr í toppsæti deildarinnar. „Fyrst og fremst er ég svekktur að tapa, það er hundleiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Mér fannst við vera að reyna allan leikinn að reyna að koma okkur inn í leikinn og jöfnum í 1-1. Síðan töpum við stöðunni einn á móti einum inni í markteig og þær skora gott mark og svo fáum við annað mark í andlitið. Þetta er þungt,“ bætti Úlfur við en Stjarnan komst yfir strax á 4.mínútu leiksins í kvöld. "Þær skoruðu þrjú mörk og við skoruðum eitt. Ég hefði viljað skora fleiri mörk. Mér fannst við allavega vera að reyna allan leikinn og ég ætla ekkert að taka neitt af leikmönnunum fyrir það.“ Valsliðið varð fyrir mörgum áföllum fyrir mót og missti meðal annars þrjá leikmenn í meiðsli eftir krossbandaslit. Málfríður Erna Sigurðardóttir var færð úr vörninni og upp á miðjuna í leiknum í dag en með því vildi Úlfur fá miðjuspilið í gang. „Við erum búin að vera í veseni inni á miðjunni. Málfríður er góður skallamaður og við höfum verið að tapa skallaeinvígjum inni á miðjunni. Við þurftum að þétta raðirnar og reyna að spila okkur í gegnum þennan leik en það tókst ekki í dag.“ Valur hefur mætt þremur af þeim liðum sem gert var ráð fyrir að myndu berjast með þeim á toppnum og beðið lægri hlut gegn þeim öllum, fyrst gegn Þór/KA, siðan Breiðablik og nú Stjörnunni. „Prógrammið sem við fengum í byrjun móts er búið að vera gríðarlega erfitt. Við eigum eftir að spila við öll þessi lið aftur síðar í mótinu og við þurfum að ná vopnum okkar. Ég hef sagt þá áður að við erum að spila á útlendingum sem komu rétt fyrir mót og á ungum leikmönnum sem komu líka rétt fyrir mót. Við erum enn að púsla saman okkar liði,“ sagði Úlfur Blandon þjálfari kvennaliðs Vals að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Máni tekur Úlf og Valskonur í gegn: „Öll stjórn á Valsliðinu var þeim ekki til sóma“ Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, hefur engan húmor fyrir því að hvorki þjálfarinn né reyndustu leikmenn liðsins svöruðu fyrir skellinn í Kópavogi. 12. maí 2017 09:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 1-3 | Sanngjarn sigur Stjörnunnar á Val | Sjáðu mörkin Stjarnan vann góðan 3-1 sigur á Val í 4.umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Tapið er það þriðja á tímabilinu hjá Val sem nú eru níu stigum á eftir toppliði Þór/KA. 16. maí 2017 22:15 Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Ég var alveg klár í viðtöl og beið eftir því að vera tekinn í viðtal. Stundum er það þannig eins og í leikjunum á undan að þá fóru leikmenn í viðtöl. Ég gerði ráð fyrir því þeir væru að fara að taka leikmenn í viðtöl og þetta var ekki viljaverk af minni hálfu. Ég er alltaf klár í viðtöl sama hvort ég vinn eða tapa,“ sagði Úlfur Blandon þjálfari Vals í viðtali við Vísi þegar hann var spurður út í gagnrýnina sem hann fékk eftir að hafa ekki mætt í viðtöl eftir tapið gegn Breiðablik á dögunum. Valskonur töpuðu þriðja leik sínum á tímabilinu í kvöld þegar þær biðu lægri hlut gegn Stjörnunni á heimavelli. Lokatölur urðu 3-1 og Valsliðið, sem spáð var Íslandsmeistaratitli fyrir tímabilið, er nú 9 stigum á eftir Þór/KA sem situr í toppsæti deildarinnar. „Fyrst og fremst er ég svekktur að tapa, það er hundleiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Mér fannst við vera að reyna allan leikinn að reyna að koma okkur inn í leikinn og jöfnum í 1-1. Síðan töpum við stöðunni einn á móti einum inni í markteig og þær skora gott mark og svo fáum við annað mark í andlitið. Þetta er þungt,“ bætti Úlfur við en Stjarnan komst yfir strax á 4.mínútu leiksins í kvöld. "Þær skoruðu þrjú mörk og við skoruðum eitt. Ég hefði viljað skora fleiri mörk. Mér fannst við allavega vera að reyna allan leikinn og ég ætla ekkert að taka neitt af leikmönnunum fyrir það.“ Valsliðið varð fyrir mörgum áföllum fyrir mót og missti meðal annars þrjá leikmenn í meiðsli eftir krossbandaslit. Málfríður Erna Sigurðardóttir var færð úr vörninni og upp á miðjuna í leiknum í dag en með því vildi Úlfur fá miðjuspilið í gang. „Við erum búin að vera í veseni inni á miðjunni. Málfríður er góður skallamaður og við höfum verið að tapa skallaeinvígjum inni á miðjunni. Við þurftum að þétta raðirnar og reyna að spila okkur í gegnum þennan leik en það tókst ekki í dag.“ Valur hefur mætt þremur af þeim liðum sem gert var ráð fyrir að myndu berjast með þeim á toppnum og beðið lægri hlut gegn þeim öllum, fyrst gegn Þór/KA, siðan Breiðablik og nú Stjörnunni. „Prógrammið sem við fengum í byrjun móts er búið að vera gríðarlega erfitt. Við eigum eftir að spila við öll þessi lið aftur síðar í mótinu og við þurfum að ná vopnum okkar. Ég hef sagt þá áður að við erum að spila á útlendingum sem komu rétt fyrir mót og á ungum leikmönnum sem komu líka rétt fyrir mót. Við erum enn að púsla saman okkar liði,“ sagði Úlfur Blandon þjálfari kvennaliðs Vals að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Máni tekur Úlf og Valskonur í gegn: „Öll stjórn á Valsliðinu var þeim ekki til sóma“ Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, hefur engan húmor fyrir því að hvorki þjálfarinn né reyndustu leikmenn liðsins svöruðu fyrir skellinn í Kópavogi. 12. maí 2017 09:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 1-3 | Sanngjarn sigur Stjörnunnar á Val | Sjáðu mörkin Stjarnan vann góðan 3-1 sigur á Val í 4.umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Tapið er það þriðja á tímabilinu hjá Val sem nú eru níu stigum á eftir toppliði Þór/KA. 16. maí 2017 22:15 Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Máni tekur Úlf og Valskonur í gegn: „Öll stjórn á Valsliðinu var þeim ekki til sóma“ Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, hefur engan húmor fyrir því að hvorki þjálfarinn né reyndustu leikmenn liðsins svöruðu fyrir skellinn í Kópavogi. 12. maí 2017 09:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 1-3 | Sanngjarn sigur Stjörnunnar á Val | Sjáðu mörkin Stjarnan vann góðan 3-1 sigur á Val í 4.umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Tapið er það þriðja á tímabilinu hjá Val sem nú eru níu stigum á eftir toppliði Þór/KA. 16. maí 2017 22:15
Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37