Leigubílstjórar vara við skuggahliðum skutlara Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. maí 2017 22:31 Skutlara-síðan á Facebook telur hátt í 35 þúsund manns, en þar er boðið upp á far gegn gjaldi. vísir/stefán Ólöglegur leigubílaakstur færist sífellt í aukana og er ástæðan fyrst og fremst Facebook-síðan Skutlarar sem telur hátt í 35 þúsund manns, segja leigubílstjórar. Margar skuggahliðar fylgi þeirri starfsemi og að grípa þurfi til aðgerða áður en illa fer. Leigubílstjórar standa fyrir málþingi á morgun þar sem fjallað verður um ólöglegan akstur hér á landi. Ástgeir Þorsteinsson er á meðal þeirra sem munu halda erindi á ráðstefnunni, en hann segist afar áhyggjufullur yfir þróun mála. Lögregla sýni þessu málefni lítinn sem engan áhuga og því sé umræðna þörf. „Við höfum verið að berjast við lögregluna um að gera eitthvað í þessum málum en það gengur ekkert. Mér finnst þeir bara ekki hafa neinn áhuga á því,“ segir Ástgeir.Fíkniefnasala fylgifiskur Hann segir fjölmargar hættur geta fylgt ólöglegum leiguakstri. „Það getur allt gerst og það eru dæmi um slys og hvað eina. Fólk hefur verið rænt, það eru dæmi um að menn séu undir áhrifum og velti bílnum og farþegar slasist og það er bara svo margt í þessu.“ Þá séu skutlararnir oftar en ekki próflausir eða undir áhrifum. Fíkniefna- og áfengissala sé jafnframt algeng í bílunum. „Þarna eru oft á ferðinni dæmdir afbrotamenn, próflausir einstaklingar og jafnvel fólk undir áhrifum. Við vitum ekkert um þetta enda er ekkert eftirlit. Þá er verið að bjóða upp á áfengi, það er verið að bjóða upp á fíkniefni. Það vita þetta allir sem vilja vita.“ Aðspurður um hvers vegna fólk leiti í auknum mæli í ólöglegan akstur segir Ástgeir: „Ég held að fólk haldi oft að þetta sé svo miklu ódýrara. En það er ekki svo. Það heldur oft að þegar það er hægt að gera þetta öðruvísi en löglegt þá eigi það alltaf að vera ódýrara. Ég held að fólk skoði þetta ekki almennt.“Viljum ekki vita af börnunum í hættulegum aðstæðum Ástgeir tekur jafnframt fram að aukinn ólöglegur akstur hafi ekki haft teljandi áhrif á starfsemi leigubíla. Ástæða málþingsins sé fyrst og fremst að vekja athygli á þessum málum. „Þetta vissulega tekur frá okkur einhverja vinnu, það gefur auga leið, en það er ekki aðalmálið. Við viljum í fyrsta lagi að þetta sé stöðvað því við eigum flest börn og jafnvel barnabörn og við viljum ekki vita af þeim í svona aðstæðum,“ segir Ástgeir. Málþingið verður haldið á Grand hótel klukkan 14 á morgun og er opið öllum. Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Leigubílstjórar eru leiðir á að ekkert sé gert í málefnum sem tengjast ólöglegum Facebook-hópum þar sem boðið er upp á skutl. 29. mars 2016 10:11 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Ólöglegur leigubílaakstur færist sífellt í aukana og er ástæðan fyrst og fremst Facebook-síðan Skutlarar sem telur hátt í 35 þúsund manns, segja leigubílstjórar. Margar skuggahliðar fylgi þeirri starfsemi og að grípa þurfi til aðgerða áður en illa fer. Leigubílstjórar standa fyrir málþingi á morgun þar sem fjallað verður um ólöglegan akstur hér á landi. Ástgeir Þorsteinsson er á meðal þeirra sem munu halda erindi á ráðstefnunni, en hann segist afar áhyggjufullur yfir þróun mála. Lögregla sýni þessu málefni lítinn sem engan áhuga og því sé umræðna þörf. „Við höfum verið að berjast við lögregluna um að gera eitthvað í þessum málum en það gengur ekkert. Mér finnst þeir bara ekki hafa neinn áhuga á því,“ segir Ástgeir.Fíkniefnasala fylgifiskur Hann segir fjölmargar hættur geta fylgt ólöglegum leiguakstri. „Það getur allt gerst og það eru dæmi um slys og hvað eina. Fólk hefur verið rænt, það eru dæmi um að menn séu undir áhrifum og velti bílnum og farþegar slasist og það er bara svo margt í þessu.“ Þá séu skutlararnir oftar en ekki próflausir eða undir áhrifum. Fíkniefna- og áfengissala sé jafnframt algeng í bílunum. „Þarna eru oft á ferðinni dæmdir afbrotamenn, próflausir einstaklingar og jafnvel fólk undir áhrifum. Við vitum ekkert um þetta enda er ekkert eftirlit. Þá er verið að bjóða upp á áfengi, það er verið að bjóða upp á fíkniefni. Það vita þetta allir sem vilja vita.“ Aðspurður um hvers vegna fólk leiti í auknum mæli í ólöglegan akstur segir Ástgeir: „Ég held að fólk haldi oft að þetta sé svo miklu ódýrara. En það er ekki svo. Það heldur oft að þegar það er hægt að gera þetta öðruvísi en löglegt þá eigi það alltaf að vera ódýrara. Ég held að fólk skoði þetta ekki almennt.“Viljum ekki vita af börnunum í hættulegum aðstæðum Ástgeir tekur jafnframt fram að aukinn ólöglegur akstur hafi ekki haft teljandi áhrif á starfsemi leigubíla. Ástæða málþingsins sé fyrst og fremst að vekja athygli á þessum málum. „Þetta vissulega tekur frá okkur einhverja vinnu, það gefur auga leið, en það er ekki aðalmálið. Við viljum í fyrsta lagi að þetta sé stöðvað því við eigum flest börn og jafnvel barnabörn og við viljum ekki vita af þeim í svona aðstæðum,“ segir Ástgeir. Málþingið verður haldið á Grand hótel klukkan 14 á morgun og er opið öllum.
Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Leigubílstjórar eru leiðir á að ekkert sé gert í málefnum sem tengjast ólöglegum Facebook-hópum þar sem boðið er upp á skutl. 29. mars 2016 10:11 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20
Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Leigubílstjórar eru leiðir á að ekkert sé gert í málefnum sem tengjast ólöglegum Facebook-hópum þar sem boðið er upp á skutl. 29. mars 2016 10:11
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum