Katrín Eva Björgvinsdóttir hefur verið ráðin sem sölu- og markaðsstjóri heilsuvörudeildar hjá Artasan.
Katrín Eva útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 2007 og stundaði framhaldsnám í alþjóðamarkaðsfræði og viðskiptastjórnun við CBS háskólann í Kaupmannahöfn á árunum 2007 til 2009, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.
„Hún starfaði áður sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og sá meðal annars um endurmörkun á Florídana vörumerkinu og nú síðast sem vörumerkjastjóri sérvörudeildar hjá Íslenskt Ameríska, þar sem hún var með nokkur af stærstu vörumerkjum Procter & Gamble. Katrín Eva er fædd og uppalin á Sauðárkróki en býr nú ásamt fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ,“ segir í tilkynningunni.
Artasan sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu á lyfjum og heilsuvörum.
Katrín Eva ráðin til Artasan
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent


Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Þjónustudagur Toyota
Samstarf


Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Viðskipti innlent

Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“
Viðskipti innlent

„Þetta er framar okkar björtustu vonum“
Viðskipti innlent