Kvöddu Ólaf forviða eftir fundinn: „Hvers vegna vorum við að mæta á þennan fund?“ Haraldur Guðmundsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Ólafur Ólafsson Vísir/Eyþór „Hvers vegna ertu að senda okkur þetta,“ spurði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, forviða á fundi nefndarinnar síðdegis í gær og beindi orðum sínum til athafnamannsins Ólafs Ólafssonar. Jón vísaði þar í gögn sem Ólafur sendi nefndinni á þriðjudag og áttu að hrekja niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis um að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003 hefði einungis verið til málamynda og Ólafur þar leikið lykilhlutverk. Ólafur óskaði eftir að fá að mæta fyrir nefndina og tjá sig um aðkomu sína að einkavæðingu bankans og niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að hann hafi blekkt ríkið, almenning og fjölmiðla. Ólafur fullyrti á fundinum, og í ávarpi sem hann birti fyrir hádegi í gær, að Hauck & Aufhäuser hefði í raun keypt í bankanum. Líkt og í ávarpinu gerði hann mikið úr þeirri fullyrðingu sinni að ályktun rannsóknarnefndarinnar, um að þátttaka erlends fjárfestis hefði verið forsenda í kaupunum á Búnaðarbankanum, væri röng. Jón Steindór tók síðan til máls og fullyrti að gögnin sem Ólafur sendi nefndinni, og áttu að réttlæta það að hann fékk fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefðu öll með fáeinum undantekningum farið inn á borð rannsóknarnefndarinnar. „Ég skal viðurkenna það að ég átti satt að segja von á nýjum gögnum sem myndu varpa einhverju öðru eða skýrara ljósi á atburðarásina,“ sagði Jón Steindór. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sat fundinn í gær í fjarveru Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vilhjálmur fullyrti fyrst árið 2005 að þýski bankinn hefði aldrei í raun verið hluthafi í Búnaðarbankanum. Þegar röðin var komin að honum stóð Vilhjálmur upp úr sæti sínu og gekk til Ólafs með tvö skjöl. Þar mátti finna fréttatilkynningu frá janúar 2003 þar sem kaupendur á hlutnum í Búnaðarbankanum fögnuðu aðkomu þýska bankans. „Hér í þessum skjölum eru blekkingar,“ fullyrti Vilhjálmur. „Hvers vegna komstu ekki hreint fram og sagðist vera að kaupa þetta sjálfur en ekki með aura Hauck heldur með láni frá Kaupþingi.“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði í kjölfarið hvort Ólafur gæti í „hjartans einlægni“ svarað því hvort um blekkingu hafi verið að ræða. Hvort hann hefði átt frumkvæði að baksamningum sem Rannsóknarnefnd Alþingis greindi frá og tryggðu Hauck & Aufhäuser þóknanatekjur upp á eina milljón evra og fullt skaðleysi. Þótti nefndarmönnum það einkennileg viðskipti að þýski bankinn hefði ekki notið fjárhagslegs ávinnings fyrir utan þóknunina. Svaraði Ólafur því að þeir sem hefðu tekið mesta áhættu í kaupunum á Búnaðarbankanum hefðu borið mest úr býtum. „Þetta var hvorki lygi né blekking,“ sagði Ólafur í kjölfarið. Þegar rúmlega klukkustund var liðin spurði Ólafur hversu lengi fundurinn ætti að standa. Voru þá nokkrir þingmenn eftir á mælendaskrá en fundinum lauk um hálftíma síðar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hafði þá ítrekað að Rannsóknarnefnd Alþingis nyti fulls trausts nefndarinnar og nokkrir aðrir nefndarmenn kvartað yfir ófullnægjandi svörum af hálfu Ólafs. Nokkrir höfðu á orði við fréttamenn að ætlunarverkið, að hrekja niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar, hefði ekki tekist. Vilhjálmur Bjarnason gekk fyrstur út og endurtók að mestu það sem hann hafði áður kallað yfir fundinn: „Hvers vegna vorum við að mæta á þennan fund?“ Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
„Hvers vegna ertu að senda okkur þetta,“ spurði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, forviða á fundi nefndarinnar síðdegis í gær og beindi orðum sínum til athafnamannsins Ólafs Ólafssonar. Jón vísaði þar í gögn sem Ólafur sendi nefndinni á þriðjudag og áttu að hrekja niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis um að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003 hefði einungis verið til málamynda og Ólafur þar leikið lykilhlutverk. Ólafur óskaði eftir að fá að mæta fyrir nefndina og tjá sig um aðkomu sína að einkavæðingu bankans og niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að hann hafi blekkt ríkið, almenning og fjölmiðla. Ólafur fullyrti á fundinum, og í ávarpi sem hann birti fyrir hádegi í gær, að Hauck & Aufhäuser hefði í raun keypt í bankanum. Líkt og í ávarpinu gerði hann mikið úr þeirri fullyrðingu sinni að ályktun rannsóknarnefndarinnar, um að þátttaka erlends fjárfestis hefði verið forsenda í kaupunum á Búnaðarbankanum, væri röng. Jón Steindór tók síðan til máls og fullyrti að gögnin sem Ólafur sendi nefndinni, og áttu að réttlæta það að hann fékk fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefðu öll með fáeinum undantekningum farið inn á borð rannsóknarnefndarinnar. „Ég skal viðurkenna það að ég átti satt að segja von á nýjum gögnum sem myndu varpa einhverju öðru eða skýrara ljósi á atburðarásina,“ sagði Jón Steindór. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sat fundinn í gær í fjarveru Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vilhjálmur fullyrti fyrst árið 2005 að þýski bankinn hefði aldrei í raun verið hluthafi í Búnaðarbankanum. Þegar röðin var komin að honum stóð Vilhjálmur upp úr sæti sínu og gekk til Ólafs með tvö skjöl. Þar mátti finna fréttatilkynningu frá janúar 2003 þar sem kaupendur á hlutnum í Búnaðarbankanum fögnuðu aðkomu þýska bankans. „Hér í þessum skjölum eru blekkingar,“ fullyrti Vilhjálmur. „Hvers vegna komstu ekki hreint fram og sagðist vera að kaupa þetta sjálfur en ekki með aura Hauck heldur með láni frá Kaupþingi.“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði í kjölfarið hvort Ólafur gæti í „hjartans einlægni“ svarað því hvort um blekkingu hafi verið að ræða. Hvort hann hefði átt frumkvæði að baksamningum sem Rannsóknarnefnd Alþingis greindi frá og tryggðu Hauck & Aufhäuser þóknanatekjur upp á eina milljón evra og fullt skaðleysi. Þótti nefndarmönnum það einkennileg viðskipti að þýski bankinn hefði ekki notið fjárhagslegs ávinnings fyrir utan þóknunina. Svaraði Ólafur því að þeir sem hefðu tekið mesta áhættu í kaupunum á Búnaðarbankanum hefðu borið mest úr býtum. „Þetta var hvorki lygi né blekking,“ sagði Ólafur í kjölfarið. Þegar rúmlega klukkustund var liðin spurði Ólafur hversu lengi fundurinn ætti að standa. Voru þá nokkrir þingmenn eftir á mælendaskrá en fundinum lauk um hálftíma síðar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hafði þá ítrekað að Rannsóknarnefnd Alþingis nyti fulls trausts nefndarinnar og nokkrir aðrir nefndarmenn kvartað yfir ófullnægjandi svörum af hálfu Ólafs. Nokkrir höfðu á orði við fréttamenn að ætlunarverkið, að hrekja niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar, hefði ekki tekist. Vilhjálmur Bjarnason gekk fyrstur út og endurtók að mestu það sem hann hafði áður kallað yfir fundinn: „Hvers vegna vorum við að mæta á þennan fund?“
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira