Forgotten Lores spila bara spari Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. maí 2017 10:15 Forgotten Lores upp á sitt besta. Þeir kenna yngri kynslóðinni kúnstina á Kexi hosteli á laugardaginn. Fréttablaðið/Valli Rappsveitin Forgotten Lores heiðrar gesti Rappport hátíðarinnar með nærveru sinni nú á laugardaginn. FL var vafalaust ein virtasta rapphljómsveit landsins allt frá því að hún gaf út plötuna Týnda hlekkinn árið 2003 – og jafnvel fyrr hjá hiphop hausum sem voru með á nótunum. Platan markaði tímamót í rappi á íslensku, sem á þeim tíma var að slíta barnsskónum. Þeir í Forgotten Lores fjölluðu um íslenskan veruleika á vandaðan hátt og hlutu lof gagnrýnenda fyrir. Árið 2006 kom síðan út platan Frá heimsenda og var hún tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna sem tryggði þeim endanlega sess sem ein besta rapphljómsveit landsins og setti markið hátt fyrir komandi kynslóðir rappara á þeim tíma sem margir tóku rappið sitt einfaldlega upp á heimilistölvuna í lágum gæðum og hentu beint á netið. Það má vel fullyrða að mikið af því rappi sem er gefið út í dag á Íslandi sé undir áhrifum Forgotten Lores, bæði beint og óbeint. Þeir hafa þó ekki látið mikið á sér bera síðustu ár – þeir spila á tónleikum við og við eins og það má orða það svo að þeir séu eins og sannir meistarar sem velja sér góð tilefni á tyllidögum til að koma „úr skugganum“ til að sýna yngri kynslóðinni hvernig á að gera þetta. „Það er rétt, Forgotten Lores spilar bara spari þótt við séum alltaf að sinna gyðjunni hver á sinn hátt þess á milli. Það er þó svo að þegar við spilum er það alltaf mikill fögnuður. Við höfum þau forréttindi að hafa verið partur af fyrstu stóru hiphop bylgjunni á Íslandi. Við og margir fleiri gerðum tónlistina en það var senan sem skipti öllu máli, lífsstíllinn. Það að ungmenni höfðu hugrekki til að standa gegn ráðandi gildum og straumum í íslenskum kúltúr, og umfram allt standa með sjálfum sér í að bera út boðskapinn sem hiphop var og er, er það sem gefur svo mikið. Þess vegna var einmitt auðvelt að segja já við því að spila fyrir Kex á Rappport. Kex er velunnari góðrar tónlistar og fáir venjúar eru duglegri við að bera út boðskapinn hér á landi. Við hlökkum til að sjá sem flesta á Kexi á laugardaginn,“ segir Birkir Björns Halldórsson, eða Byrkir B úr Forgotten Lores. Tónlistarhátíðin Rappport fer fram á Kexi hosteli á laugardaginn kemur. Þar spila ásamt Forgotten Lores: Alvia, Sturla Atlas, GKR, Cyber og svo hin íranska SEVDALIZA, sem er að spila hér á landi í annað sinn en hún spilaði á Sónar í fyrra. Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Rappsveitin Forgotten Lores heiðrar gesti Rappport hátíðarinnar með nærveru sinni nú á laugardaginn. FL var vafalaust ein virtasta rapphljómsveit landsins allt frá því að hún gaf út plötuna Týnda hlekkinn árið 2003 – og jafnvel fyrr hjá hiphop hausum sem voru með á nótunum. Platan markaði tímamót í rappi á íslensku, sem á þeim tíma var að slíta barnsskónum. Þeir í Forgotten Lores fjölluðu um íslenskan veruleika á vandaðan hátt og hlutu lof gagnrýnenda fyrir. Árið 2006 kom síðan út platan Frá heimsenda og var hún tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna sem tryggði þeim endanlega sess sem ein besta rapphljómsveit landsins og setti markið hátt fyrir komandi kynslóðir rappara á þeim tíma sem margir tóku rappið sitt einfaldlega upp á heimilistölvuna í lágum gæðum og hentu beint á netið. Það má vel fullyrða að mikið af því rappi sem er gefið út í dag á Íslandi sé undir áhrifum Forgotten Lores, bæði beint og óbeint. Þeir hafa þó ekki látið mikið á sér bera síðustu ár – þeir spila á tónleikum við og við eins og það má orða það svo að þeir séu eins og sannir meistarar sem velja sér góð tilefni á tyllidögum til að koma „úr skugganum“ til að sýna yngri kynslóðinni hvernig á að gera þetta. „Það er rétt, Forgotten Lores spilar bara spari þótt við séum alltaf að sinna gyðjunni hver á sinn hátt þess á milli. Það er þó svo að þegar við spilum er það alltaf mikill fögnuður. Við höfum þau forréttindi að hafa verið partur af fyrstu stóru hiphop bylgjunni á Íslandi. Við og margir fleiri gerðum tónlistina en það var senan sem skipti öllu máli, lífsstíllinn. Það að ungmenni höfðu hugrekki til að standa gegn ráðandi gildum og straumum í íslenskum kúltúr, og umfram allt standa með sjálfum sér í að bera út boðskapinn sem hiphop var og er, er það sem gefur svo mikið. Þess vegna var einmitt auðvelt að segja já við því að spila fyrir Kex á Rappport. Kex er velunnari góðrar tónlistar og fáir venjúar eru duglegri við að bera út boðskapinn hér á landi. Við hlökkum til að sjá sem flesta á Kexi á laugardaginn,“ segir Birkir Björns Halldórsson, eða Byrkir B úr Forgotten Lores. Tónlistarhátíðin Rappport fer fram á Kexi hosteli á laugardaginn kemur. Þar spila ásamt Forgotten Lores: Alvia, Sturla Atlas, GKR, Cyber og svo hin íranska SEVDALIZA, sem er að spila hér á landi í annað sinn en hún spilaði á Sónar í fyrra.
Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög