„Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2017 12:45 Sergey Kislyak, Michael Flynn, Paul Manafort og Donald Trump. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningum og mögulegu samstarfi framboðs hans við yfirvöld í Moskvu vera mestu nornaveiðar Bandaríkjanna sem beinast gegn stjórnmálamanni. Hann staðhæfir að fjölmargir ólöglegir atburðir hafi átt sér stað innan forsetaframboðs Hillary Clinton og í stjórnartíð Barack Obama. Þá hafi enginn sérstakur saksóknari verið skipaður. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna skipaði sérstakan saksóknara í gær til þess að taka við stjórn áðurnefndar rannsóknar. Trump vissi ekki af skipuninni fyrr en búið var að skrifa undir hana.(Fyrra tístinu var eytt vegna stafsetningarvillu og sett inn aftur.)With all of the illegal acts that took place in the Clinton campaign & Obama Administration, there was never a special counsel appointed!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2017 With all of the illegal acts that took place in the Clinton campaign & Obama Administration, there was never a special councel appointed!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2017 This is the single greatest witch hunt of a politician in American history!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2017 Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur skipað Robert Mueller sem sérstakan saksóknara og mun hann taka við stjórn rannsóknarinnar. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna tók þá ákvörðun í gærkvöldi eftir afdrifaríka daga þar sem fregnir bárust af mögulegum afskiptum Donald Trump af rannsókninni. Pressan hafði þá verið mikil og sérstaklega eftir að Trump viðurkenndi að hann hefði rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna Rússarannsóknarinnar. Í þessari viku birtust svo fréttir um minnisblöð Comey frá fundum hans og Trump, þar sem Comey sagði Trump hafa beðið sig um að hætta rannsókninni.Trump vissi ekki af skipun saksóknara Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, er yfir rannsókninni vegna þess að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði sig frá henni eftir að hann sagði ósatt frá samskiptum sínum og Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands, á meðan að kosningabaráttan var enn yfirstandandi. Michael Flynn neyddist til að segja af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump eftir að hann sagði einnig ósatt frá samskiptum sínum og Kislyak. Skipun Mueller mun líklega þagga í mörgum gagnrýnisröddum, en hann er sagður vera óháður og mun njóta ákveðins frelsis frá bæði ráðuneytinu og Hvíta húsinu. Samkvæmt frétt New York Times vissi Trump sjálfur ekki af skipuninni fyrr en eftir að Rosenstein hafði skrifað undir hana.Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja „svara fyrir sig“. Þá mun Jared Kushner, tengdasonur Trump, hafa slegið á svipaða strengi. Flestir aðrir á fundinum studdu þó að taka upp „sáttatón“.Sjá einnig: Versti dagur forsetatíðar Trump. Michael Flynn og aðrir starfsmenn Donald Trump höfðu minnst átján sinnum samskipti við rússneska embættismenn og aðra með tengsl við stjórnvöld Rússlands á sjö mánaða tímabili fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Þessi samskipti eru til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna og þingnefndum sem rannsaka afskipti Rússa af kosningunum og mögulegt samstarf framboðs Trump við Rússa.Heimildarmenn Reuters segja minnst sex símtöl á milli Michael Flynn, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trump, og Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands, vera til rannsóknar.Engar sannanir fyrir glæpsamlegu atferli Fjórir af heimildarmönnum Reuters, sem eru fyrrverandi og núverandi embættismenn, segja Flynn og Kislyak hafa rætt oftar saman eftir kosningarnar þann 8. nóvember. Meðal annars hafi þeir rætt hvernig hægt væri að koma á laggirnar samskiptaleið á milli Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands, sem færi fram hjá öryggiskerfum og skrifinnsku ríkjanna tveggja. Hins vegar segja þeir að þeir hafi ekki séð sannanir fyrir glæpsamlegu atferli né samstarfs á milli framboðsins og Rússlands. Leyniþjónustur og öryggisstofnanir Bandaríkjanna segja ljóst að yfirvöld Rússlands hafi haft afskipti af forsetakosningunum í fyrra og að markmið þeirra hafi verið að koma í veg fyrir að Hillary Clinton myndi vinna. Til þess hafi þeir meðal annars beitt tölvuárásum og áróðri.Áhersla lögð á Flynn og Manafort Auk Michael Flynn, beina rannsakendur einnig sjónum sínum að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Mikil áhersla mun vera lögð á þá tvo samkvæmt frétt NBC og er rannsóknin skilgreind sem sakamálarannsókn. Stefnur hafa verið gefnar út og gagna hefur verið krafist undanfarna mánuði og meðal þess sem FBI, með hjálp fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna og leyniþjónustu, er að skoða eru millifærslur, samskipti og viðskiptatengsl. Einn fyrrverandi starfsmaður FBI segir þó að rannsóknin hafi orðið fyrir skaða þegar tilvist hennar lak til fjölmiðla í fyrra. Flynn skráði sig nýverið sem útsendara Tyrklands eftir þrýsting frá Dómsmálaráðuneytinu. Hann hafði fengið um hálfa milljón dala frá yfirvöldum þar á meðan á kosningabaráttunni stóð. Hann hefur einnig lent í vandræðum fyrir að hafa ekki greint hernum frá greiðslum sem hann fékk frá yfirvöldum í Rússlandi árið 2015.Samkvæmt New York Times vissu Trump-liðar þó af þvi að Flynn væri til rannsóknar vegna peninganna sem hann fékk frá Tyrklandi, þegar hann var ráðinn. Starfandi yfirmaður FBI, Andrew G. McCabe, staðfesti í síðustu viku að „mjög þýðingamikil“ rannsókn stæði yfir. NYT segir að rannsakendur virðist hafa gefið verulega í á undanförnum vikum.Vilja enn rannsóknarnefnd Þrátt fyrir að Mueller hafi nú tekið við rannsókninni sem sérstakur saksóknari kalla demókratar enn eftir sjálfstæðri rannsóknarnefnd innan þingsins. Þingmaðurinn Adam Schiff segir að slík nefnd myndi rannsaka afskipti Rússa af kosningunum. Hvað þeir gerðu og hvernig eigi að bregðast við því í framtíðinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningum og mögulegu samstarfi framboðs hans við yfirvöld í Moskvu vera mestu nornaveiðar Bandaríkjanna sem beinast gegn stjórnmálamanni. Hann staðhæfir að fjölmargir ólöglegir atburðir hafi átt sér stað innan forsetaframboðs Hillary Clinton og í stjórnartíð Barack Obama. Þá hafi enginn sérstakur saksóknari verið skipaður. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna skipaði sérstakan saksóknara í gær til þess að taka við stjórn áðurnefndar rannsóknar. Trump vissi ekki af skipuninni fyrr en búið var að skrifa undir hana.(Fyrra tístinu var eytt vegna stafsetningarvillu og sett inn aftur.)With all of the illegal acts that took place in the Clinton campaign & Obama Administration, there was never a special counsel appointed!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2017 With all of the illegal acts that took place in the Clinton campaign & Obama Administration, there was never a special councel appointed!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2017 This is the single greatest witch hunt of a politician in American history!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2017 Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur skipað Robert Mueller sem sérstakan saksóknara og mun hann taka við stjórn rannsóknarinnar. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna tók þá ákvörðun í gærkvöldi eftir afdrifaríka daga þar sem fregnir bárust af mögulegum afskiptum Donald Trump af rannsókninni. Pressan hafði þá verið mikil og sérstaklega eftir að Trump viðurkenndi að hann hefði rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna Rússarannsóknarinnar. Í þessari viku birtust svo fréttir um minnisblöð Comey frá fundum hans og Trump, þar sem Comey sagði Trump hafa beðið sig um að hætta rannsókninni.Trump vissi ekki af skipun saksóknara Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, er yfir rannsókninni vegna þess að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði sig frá henni eftir að hann sagði ósatt frá samskiptum sínum og Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands, á meðan að kosningabaráttan var enn yfirstandandi. Michael Flynn neyddist til að segja af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump eftir að hann sagði einnig ósatt frá samskiptum sínum og Kislyak. Skipun Mueller mun líklega þagga í mörgum gagnrýnisröddum, en hann er sagður vera óháður og mun njóta ákveðins frelsis frá bæði ráðuneytinu og Hvíta húsinu. Samkvæmt frétt New York Times vissi Trump sjálfur ekki af skipuninni fyrr en eftir að Rosenstein hafði skrifað undir hana.Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja „svara fyrir sig“. Þá mun Jared Kushner, tengdasonur Trump, hafa slegið á svipaða strengi. Flestir aðrir á fundinum studdu þó að taka upp „sáttatón“.Sjá einnig: Versti dagur forsetatíðar Trump. Michael Flynn og aðrir starfsmenn Donald Trump höfðu minnst átján sinnum samskipti við rússneska embættismenn og aðra með tengsl við stjórnvöld Rússlands á sjö mánaða tímabili fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Þessi samskipti eru til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna og þingnefndum sem rannsaka afskipti Rússa af kosningunum og mögulegt samstarf framboðs Trump við Rússa.Heimildarmenn Reuters segja minnst sex símtöl á milli Michael Flynn, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trump, og Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands, vera til rannsóknar.Engar sannanir fyrir glæpsamlegu atferli Fjórir af heimildarmönnum Reuters, sem eru fyrrverandi og núverandi embættismenn, segja Flynn og Kislyak hafa rætt oftar saman eftir kosningarnar þann 8. nóvember. Meðal annars hafi þeir rætt hvernig hægt væri að koma á laggirnar samskiptaleið á milli Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands, sem færi fram hjá öryggiskerfum og skrifinnsku ríkjanna tveggja. Hins vegar segja þeir að þeir hafi ekki séð sannanir fyrir glæpsamlegu atferli né samstarfs á milli framboðsins og Rússlands. Leyniþjónustur og öryggisstofnanir Bandaríkjanna segja ljóst að yfirvöld Rússlands hafi haft afskipti af forsetakosningunum í fyrra og að markmið þeirra hafi verið að koma í veg fyrir að Hillary Clinton myndi vinna. Til þess hafi þeir meðal annars beitt tölvuárásum og áróðri.Áhersla lögð á Flynn og Manafort Auk Michael Flynn, beina rannsakendur einnig sjónum sínum að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Mikil áhersla mun vera lögð á þá tvo samkvæmt frétt NBC og er rannsóknin skilgreind sem sakamálarannsókn. Stefnur hafa verið gefnar út og gagna hefur verið krafist undanfarna mánuði og meðal þess sem FBI, með hjálp fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna og leyniþjónustu, er að skoða eru millifærslur, samskipti og viðskiptatengsl. Einn fyrrverandi starfsmaður FBI segir þó að rannsóknin hafi orðið fyrir skaða þegar tilvist hennar lak til fjölmiðla í fyrra. Flynn skráði sig nýverið sem útsendara Tyrklands eftir þrýsting frá Dómsmálaráðuneytinu. Hann hafði fengið um hálfa milljón dala frá yfirvöldum þar á meðan á kosningabaráttunni stóð. Hann hefur einnig lent í vandræðum fyrir að hafa ekki greint hernum frá greiðslum sem hann fékk frá yfirvöldum í Rússlandi árið 2015.Samkvæmt New York Times vissu Trump-liðar þó af þvi að Flynn væri til rannsóknar vegna peninganna sem hann fékk frá Tyrklandi, þegar hann var ráðinn. Starfandi yfirmaður FBI, Andrew G. McCabe, staðfesti í síðustu viku að „mjög þýðingamikil“ rannsókn stæði yfir. NYT segir að rannsakendur virðist hafa gefið verulega í á undanförnum vikum.Vilja enn rannsóknarnefnd Þrátt fyrir að Mueller hafi nú tekið við rannsókninni sem sérstakur saksóknari kalla demókratar enn eftir sjálfstæðri rannsóknarnefnd innan þingsins. Þingmaðurinn Adam Schiff segir að slík nefnd myndi rannsaka afskipti Rússa af kosningunum. Hvað þeir gerðu og hvernig eigi að bregðast við því í framtíðinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira