Formaður knd. Breiðabliks: Kannski mistök að vera ekki tilbúin með nýjan þjálfara Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. maí 2017 11:05 Blikar eru ekki búnir að vinna leik í sumar. vísir/anton brink „Það hefur ekki alltaf verið auðvelt að vera Bliki síðustu vikur, ljósið í myrkrinu hefur verið gengi stelpnanna okkar og Steina í meistaraflokki kvenna. Gengi karlaliðsins hefur verið undir væntingum og í síðustu viku ákvað stjórnin að skipta um manninn í brúnni.“ Svona hefst pistill Ólafs Hrafns Ólafssonar, formanns knattspyrnudeildar Breiðabliks, á stuðningsmannasíðu félagsins á Facebook þar sem hann fer yfir atburði síðustu daga. Ólafur og félagar hans í stjórninni tóku þá ákvörðun að reka Arnar Grétarsson í síðustu viku eftir að liðið var búið að tapa fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Úrslitin „undanfarin misseri“ voru sögð ástæða þess að Arnar var látinn taka pokann sinn. Sigurður Víðison, aðstoðarmaður Arnars, hefur stýrt Blikaliðinu í síðustu tveimur leikjum og töpuðust þeir báðir. Fyrst tapaði Breiðablik nágrannaslagnum á móti Stjörnunni í Pepsi-deildinni og svo var því skellt í bikarnum af Fylki sem leikur í Inkasso-deildinni í gær.Óhjákvæmilegt að láta Arnar fara Ólafur ítrekar í pistli sínum að óhjákvæmilegt var að láta Arnar fara en viðurkennir mistök stjórnar að vera ekki klár með mann í hans stað. Blikar reyndu að fá danska þjálfarann Allan Kuhn en hann hafnaði tilboði Kópavogsliðsins eins og Vísir greindi frá. „Sú ákvörðun var gríðarlega erfið og tók á alla sem komu að henni. En í ljósi aðstæðna var það mat stjórnarinnar að því miður hafi það verið óhjákvæmilegt og ekkert annað í stöðunni,“ segir Ólafur og heldur áfram:„Kannski voru það mistök hjá okkur að vera ekki tilbúin með eftirmann en af virðingu við Adda og félagið fannst okkur ekki koma til greina að fara á bak við hann og byrja einhverja leit meðan hann var enn í starfi hjá félaginu.“ „Leit að nýjum þjálfara stendur yfir og leggjum við okkur fram um að gera það eins faglega og vel eins og kostur er og munum því taka okkur þann tíma sem þarf til að klára það mál. Ég á samt von á því að fljótlega verði hægt að tilkynna hver eða hverjir stýri liðinu næstu misseri,“ segir Ólafur Hrafn Ólafsson. Formaðurinn biðlar til stuðningsmanna að fjölmenna í Víkina þar sem liðið mætir Víkingi Reykjavík í Pepsi-deildinni á sunnudaginn og styðja við sína menn.Pistill Ólafs Hrafns. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Allan Kuhn hafnar Blikum: „Heiður að vera boðið starfið“ Daninn sem gerði Malmö að Svíþjóðarmeisturum tekur ekki við Breiðabliki. 11. maí 2017 13:10 Arnari var boðinn nýr samningur áður en hann var rekinn: „Varla er framlengt ef menn eru ósáttir“ Arnar Grétarsson hefði getað skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Breiðablik áður en hann var svo látinn fara. 12. maí 2017 19:00 Arnar Grétarsson: „Ég var í vandræðum í einkalífinu á síðasta ári“ Fyrrverandi þjálfari Breiðabliks leggur spilin á borðið í einkaviðtali við Guðmund Benediktsson í þættinum 1á1 í kvöld. 12. maí 2017 09:30 Arnar í einkaviðtali við Gumma Ben: „Kannski er ég kjáni en ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Arnar Grétarsson ræðir uppsögnina í einkaviðtali við Guðmund Benediktsson í 1á1 á föstudagskvöldið en hér má sjá smá brot úr þættinum. 11. maí 2017 13:45 Hjörvar: Að reka Arnar eftir tvo leiki hefur ekkert með fótbolta að gera Málefni Arnars Grétarssonar voru eðlilega rædd í Pepsimörkunum í gær en Arnar var rekinn frá Blikunum eftir aðeins tvo leiki. 16. maí 2017 16:00 Sigurður áfram með Breiðablik Mun stýra liði Blika næstu tvo leiki hið minnsta. 15. maí 2017 12:21 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 1-0 | Bitlausir Blikar úr leik í bikarnum Ófarir Breiðabliks halda áfram en í kvöld tapaði liðið 1-0 fyrir Fylki í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla. 17. maí 2017 22:00 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
„Það hefur ekki alltaf verið auðvelt að vera Bliki síðustu vikur, ljósið í myrkrinu hefur verið gengi stelpnanna okkar og Steina í meistaraflokki kvenna. Gengi karlaliðsins hefur verið undir væntingum og í síðustu viku ákvað stjórnin að skipta um manninn í brúnni.“ Svona hefst pistill Ólafs Hrafns Ólafssonar, formanns knattspyrnudeildar Breiðabliks, á stuðningsmannasíðu félagsins á Facebook þar sem hann fer yfir atburði síðustu daga. Ólafur og félagar hans í stjórninni tóku þá ákvörðun að reka Arnar Grétarsson í síðustu viku eftir að liðið var búið að tapa fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Úrslitin „undanfarin misseri“ voru sögð ástæða þess að Arnar var látinn taka pokann sinn. Sigurður Víðison, aðstoðarmaður Arnars, hefur stýrt Blikaliðinu í síðustu tveimur leikjum og töpuðust þeir báðir. Fyrst tapaði Breiðablik nágrannaslagnum á móti Stjörnunni í Pepsi-deildinni og svo var því skellt í bikarnum af Fylki sem leikur í Inkasso-deildinni í gær.Óhjákvæmilegt að láta Arnar fara Ólafur ítrekar í pistli sínum að óhjákvæmilegt var að láta Arnar fara en viðurkennir mistök stjórnar að vera ekki klár með mann í hans stað. Blikar reyndu að fá danska þjálfarann Allan Kuhn en hann hafnaði tilboði Kópavogsliðsins eins og Vísir greindi frá. „Sú ákvörðun var gríðarlega erfið og tók á alla sem komu að henni. En í ljósi aðstæðna var það mat stjórnarinnar að því miður hafi það verið óhjákvæmilegt og ekkert annað í stöðunni,“ segir Ólafur og heldur áfram:„Kannski voru það mistök hjá okkur að vera ekki tilbúin með eftirmann en af virðingu við Adda og félagið fannst okkur ekki koma til greina að fara á bak við hann og byrja einhverja leit meðan hann var enn í starfi hjá félaginu.“ „Leit að nýjum þjálfara stendur yfir og leggjum við okkur fram um að gera það eins faglega og vel eins og kostur er og munum því taka okkur þann tíma sem þarf til að klára það mál. Ég á samt von á því að fljótlega verði hægt að tilkynna hver eða hverjir stýri liðinu næstu misseri,“ segir Ólafur Hrafn Ólafsson. Formaðurinn biðlar til stuðningsmanna að fjölmenna í Víkina þar sem liðið mætir Víkingi Reykjavík í Pepsi-deildinni á sunnudaginn og styðja við sína menn.Pistill Ólafs Hrafns.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Allan Kuhn hafnar Blikum: „Heiður að vera boðið starfið“ Daninn sem gerði Malmö að Svíþjóðarmeisturum tekur ekki við Breiðabliki. 11. maí 2017 13:10 Arnari var boðinn nýr samningur áður en hann var rekinn: „Varla er framlengt ef menn eru ósáttir“ Arnar Grétarsson hefði getað skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Breiðablik áður en hann var svo látinn fara. 12. maí 2017 19:00 Arnar Grétarsson: „Ég var í vandræðum í einkalífinu á síðasta ári“ Fyrrverandi þjálfari Breiðabliks leggur spilin á borðið í einkaviðtali við Guðmund Benediktsson í þættinum 1á1 í kvöld. 12. maí 2017 09:30 Arnar í einkaviðtali við Gumma Ben: „Kannski er ég kjáni en ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Arnar Grétarsson ræðir uppsögnina í einkaviðtali við Guðmund Benediktsson í 1á1 á föstudagskvöldið en hér má sjá smá brot úr þættinum. 11. maí 2017 13:45 Hjörvar: Að reka Arnar eftir tvo leiki hefur ekkert með fótbolta að gera Málefni Arnars Grétarssonar voru eðlilega rædd í Pepsimörkunum í gær en Arnar var rekinn frá Blikunum eftir aðeins tvo leiki. 16. maí 2017 16:00 Sigurður áfram með Breiðablik Mun stýra liði Blika næstu tvo leiki hið minnsta. 15. maí 2017 12:21 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 1-0 | Bitlausir Blikar úr leik í bikarnum Ófarir Breiðabliks halda áfram en í kvöld tapaði liðið 1-0 fyrir Fylki í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla. 17. maí 2017 22:00 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Allan Kuhn hafnar Blikum: „Heiður að vera boðið starfið“ Daninn sem gerði Malmö að Svíþjóðarmeisturum tekur ekki við Breiðabliki. 11. maí 2017 13:10
Arnari var boðinn nýr samningur áður en hann var rekinn: „Varla er framlengt ef menn eru ósáttir“ Arnar Grétarsson hefði getað skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Breiðablik áður en hann var svo látinn fara. 12. maí 2017 19:00
Arnar Grétarsson: „Ég var í vandræðum í einkalífinu á síðasta ári“ Fyrrverandi þjálfari Breiðabliks leggur spilin á borðið í einkaviðtali við Guðmund Benediktsson í þættinum 1á1 í kvöld. 12. maí 2017 09:30
Arnar í einkaviðtali við Gumma Ben: „Kannski er ég kjáni en ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Arnar Grétarsson ræðir uppsögnina í einkaviðtali við Guðmund Benediktsson í 1á1 á föstudagskvöldið en hér má sjá smá brot úr þættinum. 11. maí 2017 13:45
Hjörvar: Að reka Arnar eftir tvo leiki hefur ekkert með fótbolta að gera Málefni Arnars Grétarssonar voru eðlilega rædd í Pepsimörkunum í gær en Arnar var rekinn frá Blikunum eftir aðeins tvo leiki. 16. maí 2017 16:00
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 1-0 | Bitlausir Blikar úr leik í bikarnum Ófarir Breiðabliks halda áfram en í kvöld tapaði liðið 1-0 fyrir Fylki í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla. 17. maí 2017 22:00