Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. maí 2017 16:45 Guðrún Harpa Bjarnadóttir fór ásamt Fjallafélaginu upp í grunnbúðir Everest síðastliðinn nóvember og stofnaði í kjölfarið Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls. Mynd/Guðrún Harpa. Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. Markmiðið er að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og afla í leiðinni fjár fyrir samtökin, sem styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms. „Fyrsta markmiðið er að afla fjár fyrir samtökin en annað er að hvetja fólk til hreyfingar og útivistar. Við erum að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og fjölskylduna og fara út fyrir þægindarammann. Við köllum það að klífa sitt eigið Everest. Það eiga allir sitt eigið Everest sem væri gaman að klífa og mismunandi hvert Everestið er. Fyrir suma getur verið næg áskorun að fara eina ferð upp Úlfarsfell og fyrir aðra þarf það ekki að vera mikil áskorun,“ segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, sem stofnaði Íslandsdeild samtakanna, í samtali við Vísi. Ætlunin er að dagurinn verði fjölskylduskemmtun og var ætlunin að þau tengdust fjallgöngu vegna þess hvaða þýðingu Nepal hefur meðal fjallgöngufólks. Eins og fyrr segir styrkja samtökin fátækar stúlkur í Nepal til náms. Það kostar að meðaltali um 20þúsund íslenskar krónur fyrir hverja stúlku að stunda nám í grunnskóla í eitt ár. Í þeirri upphæð eru innifalin skólagjöld, ritföng, skólabúningur og annað sem þarf í námið. Samtökin styrkja tæplega 300 börn víðs vegar í Nepal.Fjórtán tímar í fjallgöngu Fjáröflunin fer annars vegar fram með skráningargjaldi og hins vegar með áheitasöfnun. Skráningargjaldið er 5.900 krónur á hverja fjölskyldu óháð barnafjölda og aðrir safna áheitum í sínu nafni. „Það er misjafnt hvernig fólk hefur útfært það hjá sér. Einn sem á tvær dætur segir að hans markmið sé að safna því sem þarf til að mennta tvær stelpur því hann á tvær stelpur. Ein á fjórar bróðurdætur, hana langar að safna peningum sem myndu duga til að mennta fjórar stelpur, þannig það eru ýmsir vinklar sem fólk hefur á þessari söfnun.“ Viðburðurinn er á Uppstigningardag, sem verður að teljast afar viðeigandi. Einhverjir göngugarpar ætla að vera á göngu allan daginn í fjórtán klukkutíma. „Þeir sem verða í því verða á ferðinni frá 9 um morguninn til 11 um kvöldið og við erum að vonast til að ná kannski tíu ferðum á þeim tíma. En það er gert ráð fyrir að flestir fari eina til tvær ferðir. Við höfum hvatt fólk til að koma og vera á bilinu 12 til 4 þannig það verði sem flestir á ferðinni á þeim tíma. Þá myndast mikil orka í fjallinu og skemmtileg stemning.“Nánari upplýsingar um viðburðinn er hægt að nálgast hér. Nepal Tengdar fréttir Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. Markmiðið er að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og afla í leiðinni fjár fyrir samtökin, sem styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms. „Fyrsta markmiðið er að afla fjár fyrir samtökin en annað er að hvetja fólk til hreyfingar og útivistar. Við erum að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og fjölskylduna og fara út fyrir þægindarammann. Við köllum það að klífa sitt eigið Everest. Það eiga allir sitt eigið Everest sem væri gaman að klífa og mismunandi hvert Everestið er. Fyrir suma getur verið næg áskorun að fara eina ferð upp Úlfarsfell og fyrir aðra þarf það ekki að vera mikil áskorun,“ segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, sem stofnaði Íslandsdeild samtakanna, í samtali við Vísi. Ætlunin er að dagurinn verði fjölskylduskemmtun og var ætlunin að þau tengdust fjallgöngu vegna þess hvaða þýðingu Nepal hefur meðal fjallgöngufólks. Eins og fyrr segir styrkja samtökin fátækar stúlkur í Nepal til náms. Það kostar að meðaltali um 20þúsund íslenskar krónur fyrir hverja stúlku að stunda nám í grunnskóla í eitt ár. Í þeirri upphæð eru innifalin skólagjöld, ritföng, skólabúningur og annað sem þarf í námið. Samtökin styrkja tæplega 300 börn víðs vegar í Nepal.Fjórtán tímar í fjallgöngu Fjáröflunin fer annars vegar fram með skráningargjaldi og hins vegar með áheitasöfnun. Skráningargjaldið er 5.900 krónur á hverja fjölskyldu óháð barnafjölda og aðrir safna áheitum í sínu nafni. „Það er misjafnt hvernig fólk hefur útfært það hjá sér. Einn sem á tvær dætur segir að hans markmið sé að safna því sem þarf til að mennta tvær stelpur því hann á tvær stelpur. Ein á fjórar bróðurdætur, hana langar að safna peningum sem myndu duga til að mennta fjórar stelpur, þannig það eru ýmsir vinklar sem fólk hefur á þessari söfnun.“ Viðburðurinn er á Uppstigningardag, sem verður að teljast afar viðeigandi. Einhverjir göngugarpar ætla að vera á göngu allan daginn í fjórtán klukkutíma. „Þeir sem verða í því verða á ferðinni frá 9 um morguninn til 11 um kvöldið og við erum að vonast til að ná kannski tíu ferðum á þeim tíma. En það er gert ráð fyrir að flestir fari eina til tvær ferðir. Við höfum hvatt fólk til að koma og vera á bilinu 12 til 4 þannig það verði sem flestir á ferðinni á þeim tíma. Þá myndast mikil orka í fjallinu og skemmtileg stemning.“Nánari upplýsingar um viðburðinn er hægt að nálgast hér.
Nepal Tengdar fréttir Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15