Krónan, ferðamenn og dýrtíðin Þröstur Ólafsson skrifar 19. maí 2017 07:00 Fyrir fáum dögum birtist frétt sem greindi frá því að þýskar ferðaskrifstofur hefðu afturkallað pantanir í orlofsferðir hingað til lands. Uppgefin ástæða var hve dýrt væri að dvelja hérlendis eftir að gengi krónunnar styrktist. Það kemur engum á óvart sem hér býr. Ísland er ekki bara „stórasta land í heimi“ , heldur eitt það dýrasta. Framfærslukostnaður hér er hár, ekki bara fyrir útlendinga, heldur einnig fyrir venjulegt fólk, sem lifa þarf af þokkalegum launum. Um vanda þess er minna talað, en meira um erlenda ferðamenn sem hætta við ferðir hingað. Það ætti að vera meginmarkmið íslenskra stjórnmála að vinna almenningi það gagn, að hann geti framfleytt fjölskyldu sinni skammlaust. Eitt af því er að búa við sterka og stöðuga krónu. Þannig verður framfærsla íslensks almennings léttari. Á meðan íslenskir framleiðendur og seljendur vöru og þjónustu lækka ekki verð sitt vegna styrkingar krónunnar, þá verður fylgifiskurinn sá, að það verður dýrara fyrir erlenda ferðamenn að dvelja hér. Því miður höfum við séð það gagnstæða; verð á innlendri þjónustu til erlendra ferðamanna hefur hækkað samfara styrkingu krónunnar, svo ekki sé minnst á þá fádæma ósvífni að bjóða tvöfalt verð, annars vegar til Íslendinga hins vegar til útlendinga. Þeir alþingismenn sem biðja um veikari krónu og óbreyttan vask, ættu þess í stað að einbeita sér að því að knýja á um að þjónustuaðilar – líka á landsbyggðinni – lækki verð sitt. Aðhald af sterkum gjaldmiðli Þótt myndarlegur fjöldi erlendra ferðamanna sé keppikefli, og hafi reist efnahag landsins við, er staðreyndin samt sú að skyndileg innkoma þeirra í íslenskt atvinnulíf hefur valdið ójafnvægi. Þar sem of margir frambjóðendur vöru og þjónustu hafa nýtt sér sterklega aukna eftirspurn til verðhækkana, hefur það einnig bitnað á íslenskum almenningi. Íslenskir stjórnmálamenn eru einkar lagnir við að leysa afmörkuð verkefni, en eru klaufar þegar stóra samhengið blasir við. Þá kikna margir þeirra undan sérhagsmunum hjá atkvæðisþungum kjósendum. Í umræðum um þessi mál heyrast stundum þau rök frá aðilum í ferðaþjónustu að launahækkanir hafi neytt þá til að hækka verðið. Sterkt gengi veitir þá hollt aðhald, léttir á umfram eftirspurn og neyðir til hagræðingar. Þótt sá sem þetta ritar telji óraunhæft og skaðlegt fyrir íslenskt efnahagslíf og almenning að búa til lengdar við örmyntina íslensku krónuna, þá blasir sú staðreynd við, að ekki er í bráð pólitískur vilji til að gera þar á neinar breytingar.Krónan mun sveiflast og ekki endilega alltaf í takt við almannaheill. Sterkur gjaldmiðill er besta ráðið gegn óarðbærum fyrirtækjum og greinum, sem ekki geta borgað lífvænleg laun.Hann er sá agi sem dugar, nema enn verði gripið til einhvers konar niðurgreiðslna. Þar skarar landbúnaðurinn fram úr öðrum óarðbærum atvinnugreinum. Það innra ójafnvægi sem hann skapar, veikir grunn krónunnar til að gagnast sem alvöru gjaldmiðill. Örmyntir þurfa heilsteyptan bakgrunn. Tekjuþörf ríkissjóð Mishár virðisaukaskattur og undanþágur hafa löngum viðgengist. Landbúnaðarvörur, sum menningarstarfsemi og ferðaþjónustan hafa notið slíkra vildarkjara frá skattalögum. Ferðaþjónustan er orðin stærsti atvinnuvegur landsins. Fátt bendir til annars en áframhaldandi velgengni þar á bæ og því óþarfi að óttast mikla fækkun fyrirtækja. Það er hvorki sanngjarnt né eðlilegt að niðurgreiða þess starfsemi lengur. Þegar þar við bætist að tekjuþröng ríkissjóðs er öllum ljós og þörfin á auknum framlögum um allt samneyslukerfið er æpandi. Náttúruperlurnar, mjólkurkýr ferðamennskunnar drabbast niður. Stærsta atvinnugrein landsmanna má ekki skorast undan. Hærri ríkistekna er þörf. Í morgunbænakveri flestra hægri flokka stendur að opinberi geirinn megi ekki vera stór. Gott og vel. Fræðilegar athuganir sýna þó, að það er ekki endilega stærð opinbera geirans í hagkerfinu sem er vandamál, heldur opinber skuldasöfnun og langvarandi halli á ríkissjóði. Mörg þeirra ríkja sem hvað hæst hafa hlutfall opinberrar þjónustu eru jafnframt þau efnahagslega öflugustu. Við byggjum aldrei upp sterkt og réttsýnt samfélag nema því fylgi öflugt, samkeppnishæft atvinnu- og menningarlíf og myndarleg samneysla með sterkan, stöðugan gjaldmiðil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þröstur Ólafsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Fyrir fáum dögum birtist frétt sem greindi frá því að þýskar ferðaskrifstofur hefðu afturkallað pantanir í orlofsferðir hingað til lands. Uppgefin ástæða var hve dýrt væri að dvelja hérlendis eftir að gengi krónunnar styrktist. Það kemur engum á óvart sem hér býr. Ísland er ekki bara „stórasta land í heimi“ , heldur eitt það dýrasta. Framfærslukostnaður hér er hár, ekki bara fyrir útlendinga, heldur einnig fyrir venjulegt fólk, sem lifa þarf af þokkalegum launum. Um vanda þess er minna talað, en meira um erlenda ferðamenn sem hætta við ferðir hingað. Það ætti að vera meginmarkmið íslenskra stjórnmála að vinna almenningi það gagn, að hann geti framfleytt fjölskyldu sinni skammlaust. Eitt af því er að búa við sterka og stöðuga krónu. Þannig verður framfærsla íslensks almennings léttari. Á meðan íslenskir framleiðendur og seljendur vöru og þjónustu lækka ekki verð sitt vegna styrkingar krónunnar, þá verður fylgifiskurinn sá, að það verður dýrara fyrir erlenda ferðamenn að dvelja hér. Því miður höfum við séð það gagnstæða; verð á innlendri þjónustu til erlendra ferðamanna hefur hækkað samfara styrkingu krónunnar, svo ekki sé minnst á þá fádæma ósvífni að bjóða tvöfalt verð, annars vegar til Íslendinga hins vegar til útlendinga. Þeir alþingismenn sem biðja um veikari krónu og óbreyttan vask, ættu þess í stað að einbeita sér að því að knýja á um að þjónustuaðilar – líka á landsbyggðinni – lækki verð sitt. Aðhald af sterkum gjaldmiðli Þótt myndarlegur fjöldi erlendra ferðamanna sé keppikefli, og hafi reist efnahag landsins við, er staðreyndin samt sú að skyndileg innkoma þeirra í íslenskt atvinnulíf hefur valdið ójafnvægi. Þar sem of margir frambjóðendur vöru og þjónustu hafa nýtt sér sterklega aukna eftirspurn til verðhækkana, hefur það einnig bitnað á íslenskum almenningi. Íslenskir stjórnmálamenn eru einkar lagnir við að leysa afmörkuð verkefni, en eru klaufar þegar stóra samhengið blasir við. Þá kikna margir þeirra undan sérhagsmunum hjá atkvæðisþungum kjósendum. Í umræðum um þessi mál heyrast stundum þau rök frá aðilum í ferðaþjónustu að launahækkanir hafi neytt þá til að hækka verðið. Sterkt gengi veitir þá hollt aðhald, léttir á umfram eftirspurn og neyðir til hagræðingar. Þótt sá sem þetta ritar telji óraunhæft og skaðlegt fyrir íslenskt efnahagslíf og almenning að búa til lengdar við örmyntina íslensku krónuna, þá blasir sú staðreynd við, að ekki er í bráð pólitískur vilji til að gera þar á neinar breytingar.Krónan mun sveiflast og ekki endilega alltaf í takt við almannaheill. Sterkur gjaldmiðill er besta ráðið gegn óarðbærum fyrirtækjum og greinum, sem ekki geta borgað lífvænleg laun.Hann er sá agi sem dugar, nema enn verði gripið til einhvers konar niðurgreiðslna. Þar skarar landbúnaðurinn fram úr öðrum óarðbærum atvinnugreinum. Það innra ójafnvægi sem hann skapar, veikir grunn krónunnar til að gagnast sem alvöru gjaldmiðill. Örmyntir þurfa heilsteyptan bakgrunn. Tekjuþörf ríkissjóð Mishár virðisaukaskattur og undanþágur hafa löngum viðgengist. Landbúnaðarvörur, sum menningarstarfsemi og ferðaþjónustan hafa notið slíkra vildarkjara frá skattalögum. Ferðaþjónustan er orðin stærsti atvinnuvegur landsins. Fátt bendir til annars en áframhaldandi velgengni þar á bæ og því óþarfi að óttast mikla fækkun fyrirtækja. Það er hvorki sanngjarnt né eðlilegt að niðurgreiða þess starfsemi lengur. Þegar þar við bætist að tekjuþröng ríkissjóðs er öllum ljós og þörfin á auknum framlögum um allt samneyslukerfið er æpandi. Náttúruperlurnar, mjólkurkýr ferðamennskunnar drabbast niður. Stærsta atvinnugrein landsmanna má ekki skorast undan. Hærri ríkistekna er þörf. Í morgunbænakveri flestra hægri flokka stendur að opinberi geirinn megi ekki vera stór. Gott og vel. Fræðilegar athuganir sýna þó, að það er ekki endilega stærð opinbera geirans í hagkerfinu sem er vandamál, heldur opinber skuldasöfnun og langvarandi halli á ríkissjóði. Mörg þeirra ríkja sem hvað hæst hafa hlutfall opinberrar þjónustu eru jafnframt þau efnahagslega öflugustu. Við byggjum aldrei upp sterkt og réttsýnt samfélag nema því fylgi öflugt, samkeppnishæft atvinnu- og menningarlíf og myndarleg samneysla með sterkan, stöðugan gjaldmiðil.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun