Tíu í haldi grunaðir um fíkniefnasmygl Snærós Sindradóttir skrifar 19. maí 2017 07:00 Tíu manns hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald sem enn stendur yfir á síðustu tveimur mánuðum hjá lögreglunni á Suðurnesjum. vísir/eyþór Tíu manns sitja í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum grunaðir um fíkniefnasmygl. Einstaklingarnir komu hver í sínu lagi til landsins með flugi og voru ýmist með fíkniefnin innvortis eða í farangri sínum. Um tvær konur og átta karlmenn er að ræða. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi í fíkniefnadeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að um óvenju miklar annir sé að ræða. „Þetta eru allt sterk fíkniefni, ýmist kókaín eða amfetamín. Einnig MDMA-efni,“ segir Jón Halldór um fíkniefnin sem flutt hafa verið til landsins á undanförnum tveimur mánuðum og hlaupa samanlagt á nokkrum kílóum. Enginn Íslendingur er á meðal þeirra tíu sem sitja í gæsluvarðhaldi. Um er að ræða einn Bandaríkjamann, tvo frá Brasilíu og sjö Hollendinga eða einstaklinga með tengingar við Holland eins og frá fyrrverandi nýlendu Hollands, Súrínam. Að sögn Jóns Halldórs hefur lögreglan enn ekki fengið botn í hvort þetta merki stóraukinn innflutning á fíkniefnum eða hvort um heppni lögreglu og tollayfirvalda sé að ræða. Þrátt fyrir að um tíu aðskildar sendingar sé að ræða, frá jafn mörgum einstaklingum, hefur lögreglan til rannsóknar hvort tengingar séu á milli sendinganna. Þær eigi sér mögulega sömu upptök hér á landi eða erlendis. Jón Halldór vill ekki segja til um hvort lögreglan sé einhverju nær um hvort svo sé. „Það er eitthvað sem ég ætla bara að halda fyrir mig á þessu stigi. Við erum að sjálfsögðu að skoða tengingar á milli þessara mála en hvernig þetta er vaxið neita ég að tjá mig um eins og staðan er. Þessi mál eru á viðkvæmu stigi og flest á fullu í rannsókn en þetta er samt staðan.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Súrínam Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Tíu manns sitja í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum grunaðir um fíkniefnasmygl. Einstaklingarnir komu hver í sínu lagi til landsins með flugi og voru ýmist með fíkniefnin innvortis eða í farangri sínum. Um tvær konur og átta karlmenn er að ræða. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi í fíkniefnadeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að um óvenju miklar annir sé að ræða. „Þetta eru allt sterk fíkniefni, ýmist kókaín eða amfetamín. Einnig MDMA-efni,“ segir Jón Halldór um fíkniefnin sem flutt hafa verið til landsins á undanförnum tveimur mánuðum og hlaupa samanlagt á nokkrum kílóum. Enginn Íslendingur er á meðal þeirra tíu sem sitja í gæsluvarðhaldi. Um er að ræða einn Bandaríkjamann, tvo frá Brasilíu og sjö Hollendinga eða einstaklinga með tengingar við Holland eins og frá fyrrverandi nýlendu Hollands, Súrínam. Að sögn Jóns Halldórs hefur lögreglan enn ekki fengið botn í hvort þetta merki stóraukinn innflutning á fíkniefnum eða hvort um heppni lögreglu og tollayfirvalda sé að ræða. Þrátt fyrir að um tíu aðskildar sendingar sé að ræða, frá jafn mörgum einstaklingum, hefur lögreglan til rannsóknar hvort tengingar séu á milli sendinganna. Þær eigi sér mögulega sömu upptök hér á landi eða erlendis. Jón Halldór vill ekki segja til um hvort lögreglan sé einhverju nær um hvort svo sé. „Það er eitthvað sem ég ætla bara að halda fyrir mig á þessu stigi. Við erum að sjálfsögðu að skoða tengingar á milli þessara mála en hvernig þetta er vaxið neita ég að tjá mig um eins og staðan er. Þessi mál eru á viðkvæmu stigi og flest á fullu í rannsókn en þetta er samt staðan.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Súrínam Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira